Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2012, Blaðsíða 18

Ægir - 01.07.2012, Blaðsíða 18
18 Mengun frá fiskimjölsverk- smiðjum er aðallega í formi vatns- og loftmengunar. Um- hverfisstofnun gefur út leyfi fyrir starfsemi slíkra verk- smiðja og er um hálfur annar tugur þeirra starfræktur víðs- vegar um landið og í eigu stærstu útgerðarfélaganna. Í starfsleyfi er kveðið á um að framkvæmdar séu eftirlits- mælingar sem skulu vera að- gengilegar eftirlitsaðila og eru þær helstu: • Mælingar á COD (lífrænu efni), fitu og svifefni í frá- rennsli verksmiðjunnar skal mæla árlega. Mælt skal í frárennsli frá fitu- gildru og öðrum hreinsi- búnaði og skal mælingin ná yfir einn sólarhring (meðalsýni) meðan vinnsla er í gangi. • Framkvæma skal rennslis- mælingar í frárennsli á sama tíma og sýnataka fer fram. • Hraði útblásturslofts úr skorsteini að lokinni lykt- areyðingu skal ekki vera minni en 20 m/s til þess að koma í veg fyrir niður- drátt. Hér verður gerð stutt lýs- ing á aðferðarfræðinni við þessar mælingar og þeim búnaði sem þarf til að fram- kvæma þær. Mælingar í frárennsli verksmiðju Við mælingar í frárennsli verksmiðju er notast við sjálf- virkan sýnataka sem getur tekið mörg sýni yfir ákveðið tímabil, t.d. sólarhring, úr fitugildru eða öðrum hreinsi- búnaði meðan vinnslan stendur yfir. Frá stjórnborði sýnatakans er sýnatökunni stýrt þannig að röð sýna með föstu rúmmáli (50-100 ml) eru tekin á klukkustundar fresti yfir sólarhringinn. Á sýnatakanum er dæla sem tengist við slöngu með áfastri síu á endanum og er henni komið fyrir á kafi í út- rennslishólfi hreinsibúnaðar og sogar dælan hverju sýni upp í brúsa sem er innbyggð- ur í sýnatakann. Fæst þannig safnsýni yfir sólarhringinn. Að lokinni sýnatöku er safn- sýnið sent á rannsóknarstofu til mælinga á þeim efnisþátt- um sem eru nefndir í starfs- leyfi. Samhliða sýnatökunni þarf að mæla rennslismagnið í sól- arhring frá vinnslunni. Þrýst- ingsnema er komið fyrir á botni frárennslispípunnar og mælir hann vatnsstöðuna í henni á nokkra mínútna fresti. Neminn er tengdur rennslismæli sem skráir mælda vatnsstöðu. Mælirinn er forritaður með halla og þvermáli pípunnar, ásamt hrýfistuðli sem er háður ástandi og efnisgerð hennar. Út frá þessum upplýsingum reiknar innbyggður reikniör- gjörvi í mælinum rennslið út frá Manning formúlu, sem er vel þekkt úr rennslisfræðinni. Losunarmörk og magn mengunarefna Taflan hér að neðan sýnir losunarmörk og mælitímann sem krafa er gerð um í starfs- leyfi Heildarvinnsla á þeim sól- arhring sem mælingin stend- ur yfir er gefin upp. Til að M J Ö L V E R K S M I Ð J U R Efnisþáttur Losunarmörk Tímabil meðalt. Fita 100 mg/l 1 sólarhringur Svifefni 300 g/t hráefnis “ COD 1,5 kg/t hráefnis “ Mælingar á mengun frá fiskimjölsverksmiðjum Höfundur er Birgir Tómas Arnar, bygg- ingatæknifræðingur hjá Verkís. Sjálfvirkur sýnataki. Staðsetning þrýstingsnema í frárennsl- ispípu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.