Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2012, Blaðsíða 6

Ægir - 01.07.2012, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Nýtt fiskveiðiár er gengið í garð og því fagna eflaust margir í útgerð- inni. Aflabrögðin hafa verið góð á Íslandsmiðum að undanförnu og ekki var langt liðið á vorið þegar heyrðist af bátum sem þá þegar voru orðnir aðþrengdir í kvóta. Mælingar á miðunum í aðdraganda ákvörðunar um aflaheimildir nýhafins kvótaárs gáfu tóninn um það sem síðar kom - langþráð aukning á þorskkvótanum. Sem vigtar að sjálfsögðu þungt fyrir greinina og þjóðarbúið allt en sömuleiðis er áhyggjuefni hversu mikla dýfu ýsustofninn er að taka þessi árin. Sú baksveifla verður einstökum útgerðum þung, sem og byggðarlögum. Makrílveiðar hafa gengið vel og flestum ljóst að eitthvað mikið er að gerast í göngum þessarar fisktegundar á Íslandsmið. Rétt er að undirstrika orðið flestum því Íslendingar standa nú í nokkuð hörðum og harðnandi deilum við Evrópusambandið og Norðmenn vegna veiða á makríl og virðist engu skipta þótt rannsóknarupplýs- ingar séu lagðar fram um göngur makrílsins. Að sjálfsögðu hlýtur það að vera umhugsunarefni hvaða viðhorfum makrílveiðar Íslend- inga og Færeyinga mæta. Óneitanlega leitar hugurinn til landhelgis- baráttunnar í þessu sambandi og þeirra tilvika í sögunni þar sem Íslendingar hafa þurft að standa fast á sínum rétti til að knýja á um niðurstöðu. Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna á að tryggja þennan skýlausa rétt þegar um er að ræða veiðar innan íslensku lögsögunnar en vissulega þurfa þjóðirnar sem nýta makrílstofninn að ná niðurstöðu um skiptingu veiðanna. Það getur ekki gerst á þann veg að Íslendingar horfi sem mest í aðra átt þegar þessi stofn fer hér í stórauknum mæli um hafsvæðið í fæðuleit. Að sjálfsögðu eiga Íslendingar verulegan rétt til nýtingar á stofninum innan lög- sögunnar en það mun setja þetta mál á nýjan stall ef vinnubrögðin eiga að verða þau að Evrópusambandslönd beiti viðskiptaþvingun- um til að koma í veg fyrir að landsmenn nýti auðlindirnar við landið. Viðbrögð við því gætu orðið hörð hér á landi. Samningaleiðin hlýtur alltaf að vera best. Í Ægi er að þessu sinni fjallað um útflutning á þurrkuðum afurð- um til Nígeríu og rætt við Katrínu Sigurjónsdóttur, framkvæmda- stjóra Sölku-Fiskmiðlunar á Dalvík, sem stendur að baki um 40% af útflutningi héðan á Nígeríumarkað. Líkt og Katrín bendir á hefur á rösklega 20 árum orðið gríðarleg þróun í vinnslu og um leið mark- aðssetningu á þurrkuðum afurðum. Með inniþurrkunum þar sem heitt vatn er notað hafa opnast möguleikar til að vinna afurðir úr hráefni sem áður var hent. Nígeríuútflutningurinn er því gott dæmi um hvernig stöðugt er unnið að því að hámarka virði þess sem úr sjónum kemur. Búa til nýjar afurðir, finna nýja markaði og treysta grunn gjaldeyrisöflunarinnar. Og hér má taka undir þau orð Katrínar að um sé að ræða mjög „græna“ vinnslu þar sem bæði er stuðst við íslenskt hugvit í framleiðslunni, orkuna sem felst í heita vatninu og þor til þess að reyna vinnslu úr beingörðum, afskurði og öðru því sem mönnum hefði varla komið til hugar hér á árum áður að geti orðið eftirsótt matvara. Nígeríumarkaður mun að líkindum skila Íslendingum á annan tug milljarða króna á þessu ári og munar um minna. En þessi árangur kemur ekki af sjálfu sér heldur næst hann með stöðugri þróun og markaðsstarfi. Sannarlega skólabókardæmi um það jákvæða sem er víða að finna í íslenskum sjávarútvegi. Auðlindagjaldið meðal kosningamála Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa þegar lýst því yfir að þeirra fyrstu verk verði að afnema réttlátar breytingar okkar á skattkerf- inu, auðmönnum í hag og almenningi í óhag, að nýfenginn tug- milljarða arður þjóðarinnar af sjávarútvegsauðlindinni, sem meðal annars verður nýttur í atvinnuskapandi verkefni fjárfestingaáætl- unarinnar, verði aftur færður útgerðinni og að hætt verði aðildar- viðræðum við ESB. Á liðnu kjörtímabili höfum við jafnaðarmenn loksins fengið tækifæri til að sýna og sanna, að það skiptir máli hverjir stjórna. Í komandi kosningum hefur þjóðin því um tvo skýra kosti að velja. Áframhaldandi uppbyggingu Íslands á þeirri samfélagsbraut sem mörkuð hefur verið undir forystu okkar jafnaðarmanna á liðn- um árum, eða afturhvarf til þess ójafnaðarsamfélags sem Sjálf- stæðisflokkurinn innleiddi í samstarfi við Framsóknarflokkinn – samfélagsþróunar sem leiddi til hruns. Um þetta verður kosið í næstu kosningum. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, í ræðu á fundi flokksstjórnar Samfylkingar nú í ágúst. Skiptir ekki máli hvar ríki kallinn á lögheimili Síldarævintýri 7. áratugar síðustu aldar er kennslubókardæmi um hvernig ekki á að umgangast auðlind. Nýjustu tækni var beitt til að ryksuga hafið af síld, spekúlantar reistu risastór mannvirki til að vinna hana og hýsa verkafólkið og svo hvarf allt. Sum bæjar- félög hafa ekki borið sitt barr síðan. Það á sérstaklega við um bæi þar sem enginn heimamaður tók þátt í uppbyggingunni, hvorki opinberir aðilar né einstaklingar. Atvinnutækin voru öll í höndum utanaðkomandi aðila og gróðinn fór allur í þeirra vasa. Þegar síldin fór, fóru þeir. Nú skiptir það í raun litlu máli hvar ríki kallinn sem græðir á einhverju á lögheimili. Hvort hann hallar höfði sínu á kodda í Arn- arnesi eða Kína, er bitamunur en ekki fjár. Það sem skiptir hins vegar máli er að eigandi auðlindarinnar fái sinn eðlilega skerf af nýtingu hennar. Bæjarfélög sem umturnuðust vegna síldarævintýr- isins hefðu átt að eiga sitt plan og sína verksmiðju, nýta gróðann til að byggja upp innviði samfélagsins. Það var sumstaðar gert, sumstaðar ekki og eftir urðu draugabæir. Kolbeinn Óttarsson Proppé í grein í Fréttablaðinu. U M M Æ L I Nýtt kvótaár, makríll og Nígeríumarkaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.