Ægir - 01.07.2012, Blaðsíða 21
21
B O T N R A N N S Ó K N I R
leiðöngrum Hafró. Neðan-
sjávarfjallið stóra er dæmi um
það en einnig myndir sem
náðust nýlega af óþekktri
kóraltegund og öðrum sjald-
gæfum kórölum sem ekki
voru til myndir af.
„Líffræðingar stofnunarinn-
ar notfærðu sér fjölgeislakort
af hafsbotninum til að stýra
myndavélum sínum eins ná-
lægt botninum og mögulegt
er til að komast að hinum
ýmsu djúpsjávarlífverum og
náðu í fyrsta skipti myndum
af sjaldgæfum kóraltegundum
hér við land. Kortlagningin
nýtist þannig sem grunnur að
öðrum rannsóknum, til dæm-
is athugunum á lífríki á hafs-
botni, hrygningarstöðvum,
ástandi sjávar eða könnun
veiðislóða. Einnig nýtast kort-
in sjófarendum þar sem hluti
mælinganna er birtur á
heimasíðu stofnunarinnar,
hafro.is,“ segir Guðrún.
Guðrún Helgadóttir og Jón Ingvar Jónsson sjórannsóknamaður rýna í myndir úr fjölgeislamæli um borð í hafrannsóknaskipinu
Árna Friðrikssyni.
Hafið við Ísland er fullt af hollustu. Líftæknisvið Matís vinnur að rannsóknum á
verðmætum lífvirkum efnum sem meðal annars er að finna í hafinu.
Bóluþang í fjörum landsins er gott dæmi um þennan falda fjársjóð. Í því höfum við fundið
verðmæt lífvirk efni sem eftirsótt eru í heilsuvöruframleiðslu.
Þetta er dæmi um hvernig rannsóknir Matís skila nýjum tækifærum fyrir íslenskt
atvinnulíf.
Hollt er bóluþangið!
Stefna Matís er að
... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni
Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins
... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta
flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi
... hafa hæft og ánægt starfsfólk
Gildi Matís
Frumkvæði
Sköpunarkraftur
Metnaður
Heilindi
Hlutverk Matís er að
... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs
... tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu um-
hverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu
... bæta lýðheilsu
www.matis.is