Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2012, Side 21

Ægir - 01.07.2012, Side 21
21 B O T N R A N N S Ó K N I R leiðöngrum Hafró. Neðan- sjávarfjallið stóra er dæmi um það en einnig myndir sem náðust nýlega af óþekktri kóraltegund og öðrum sjald- gæfum kórölum sem ekki voru til myndir af. „Líffræðingar stofnunarinn- ar notfærðu sér fjölgeislakort af hafsbotninum til að stýra myndavélum sínum eins ná- lægt botninum og mögulegt er til að komast að hinum ýmsu djúpsjávarlífverum og náðu í fyrsta skipti myndum af sjaldgæfum kóraltegundum hér við land. Kortlagningin nýtist þannig sem grunnur að öðrum rannsóknum, til dæm- is athugunum á lífríki á hafs- botni, hrygningarstöðvum, ástandi sjávar eða könnun veiðislóða. Einnig nýtast kort- in sjófarendum þar sem hluti mælinganna er birtur á heimasíðu stofnunarinnar, hafro.is,“ segir Guðrún. Guðrún Helgadóttir og Jón Ingvar Jónsson sjórannsóknamaður rýna í myndir úr fjölgeislamæli um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Hafið við Ísland er fullt af hollustu. Líftæknisvið Matís vinnur að rannsóknum á verðmætum lífvirkum efnum sem meðal annars er að finna í hafinu. Bóluþang í fjörum landsins er gott dæmi um þennan falda fjársjóð. Í því höfum við fundið verðmæt lífvirk efni sem eftirsótt eru í heilsuvöruframleiðslu. Þetta er dæmi um hvernig rannsóknir Matís skila nýjum tækifærum fyrir íslenskt atvinnulíf. Hollt er bóluþangið! Stefna Matís er að  ... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins  ... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi  ... hafa hæft og ánægt starfsfólk Gildi Matís  Frumkvæði  Sköpunarkraftur  Metnaður  Heilindi Hlutverk Matís er að  ... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs  ... tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu um- hverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu  ... bæta lýðheilsu www.matis.is

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.