Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.02.2015, Side 2

Fjarðarpósturinn - 05.02.2015, Side 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 Enn draga bæjaryfirvöld lappirnar í byggingu hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði. Eftir langa þrautar­ göngu liggja fyrir fullkláraðar teikningar og útboðsgögn fyrir hjúkrunarheimili í Skarðshlíð sem sátt hafði tekist um. Ætla mætti að þá væri samþykkt að bjóða bygginguna út en þá bregður við nýjum tón í pólitíkinni. Skoða á möguleika á því að Hrafnistuheimilin byggi við Hrafnistu á mörkum Garða­ bæjar og Hafnarfjarðar og taki að sér reksturinn. Í samþykkt fjölskylduráðs eru engin tímamörk sett á þessar könnunarviðræður né heldur er tekin afstaða til hjúkrunar­ heimilisins fyrirhugaða í Skarðshlíð. Nú er það látið hanga í loftinu hvort hætt verði við allt saman ef samningar takast við Hrafnistuheimilin eða hvort þetta verði aðeins til að tefja fyrir framkvæmdum í Skarðshlíð. Skýringar um að mögulega sé hægt að gera hvorutveggja hljóta að teljast hæpnar í meira lagi enda liggur það fyrir að að reiknuð vistþörf í Hafnarfirði var 1. janúar 2014 áætluð 190 rými á meðan almenn hjúkrunarrými voru 216 skv. tölum í september 2013. Með nýju hjúkrunarheimili í Skarðshlíð er verið að bæta við 5 hjúkrunarrýmum. Þetta kemur fram í glærum sem bæjarstjóri kynnti fyrir Félagi eldri borgara nú í ársbyrjun. Reynslan sýnir einnig að samningur um slíka fjölgun tekur tíma og þrátt fyrir að hægt sé að benda á að Hafnfirðingar borgi mun meira í Framkvæmdasjóð aldraðra en þeir fái úr honum þá verður því ekki breytt í einni svipan. Á meðan er óvissa um bygginu nýs hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð. Það getur varla nokkur verið ánægður með svona vinnubrögð? Hið jákvæða við samþykkt fjölskylduráðs var að bæjarstjóra var falið að hefja viðræður við ríkið um endur­ skoðun á upphæðum í samningi um byggingu hjúkrunar­ heimilis enda allar upphæðir orðnar gamlar. Fordæmi eru fyrir slíka endurskoðun sem núverandi bæjarstjóri kom að vegna hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi. Slíkt ætti hins vegar ekki að þurfa að hindra áframhaldandi framkvæmdir í Skarðshlíð. Bæjarbúar eiga heimtingu á því að bæjaryfirvöld taki af öll tvímæli um það hvort byggja eigi hjúkrunarheimili í Skarðshlíð eða ekki. Það kemur illu blóði í fólk að hafa svona óvissu enn eina ferðina og bæjarbúar vilja ekki að refskák stjórn málamanna komi niður á þjónustu við aldraða í Hafnar firði. Við kjósum bæjarfulltrúa til að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir til heilla fyrir bæjarfélagið. Það eru alltaf nokkrar mögulegar leiðir og sjaldan gæfuríkt að reyna að fara tvær leiðir á sama tíma. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagurinn 8. febrúar Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni. Miðvikudagar Morgunmessa kl. 8.15 Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Fimmtudag 5. febrúar Kvenfélagsfundur kl. 19.30 www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Sunnudagurinn 8. febrúar Sunnudagaskóli kl. 11 Guðsþjónusta kl. 13 Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Víðistaðakirkja Sunnudaginn 8. febrúar Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 María sér um sunnudagaskólann. Félagar úr kór Víðistaðakirkju leiða sönginn undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur sr. Hulda Hrönn Helgadóttir. www.vidistadakirkja.is Sunnudaginn 8. febrúar Biblíudagurinn Guðsþjónusta kl. 11 Sunnudagaskóli á sama tíma. Starf eldri borgara á miðvikudögum kl. 13:30-15:30. Námskeið fyrir hjón og pör hefst fimmtudaginn 5. febrúar kl. 19. www.astjarnarkirkja.is Forritun og vefsmíði fyrir 7-16 ára Hafnarfjörður er eitt af þeim sveitarfélögum sem verða með forritunar­ og tæknikennslu í boði eftir skóla nú á vorönn 2015. 7­10 ára krökkum verður kennt í Víðistaðaskóla á miðvikudögum kl. 16­17.15 og 11­16 ára verður kennt kl. 17.30­18.45. Kennsla hefst miðvikudaginn 18. febrúar. Þetta er 10 vikna námskeið og er hægt að nýta tómstundastyrki Hafnarfjarðarbæjar sem greiðslu fyrir námskeiðin. Yngri hópurinn lærir undirstöðuatriði forritunar með Kodu Game Lab. Það er skemmtilegt forritunarumhverfi sem leyfir notendum að skapa sinn eigin tölvuleik með lítilli fyrirhöfn. Umhverfið byggir á sjónrænum skipunum, er einfalt í notkun og hægt að hafa umhverfið á íslensku. Eldri hópurinn aftur á móti er leiddur í gegnum hönnun og smíði vefsíðu með áherslu á HTML­ og CSS­ forritun. Farið er yfir mikilvæg atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga við hönnun og útlit vefsíðu og forritun tekin skref fyrir skref í litlum verkefnum. Afrakstur nemenda er í formi eigin vefsíðu sem þeir geta unnið áfram. Það er Skema sem sér um kennsluna en Skema ehf. var stofnað í framhaldinu af því að hugmyndin „Börnin í Undralandi Tölvuleikjanna“ hlaut titilinn „Fræ ársins 2011“. Nánari upplýsingar má finna á www.skema.is

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.