Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.02.2015, Page 6

Fjarðarpósturinn - 05.02.2015, Page 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 FISKBÚÐ HAFNARFJARÐAR - Sælkeraverslun - Helluhrauni 14-16 (á milli Bónuss og Vínbúðarinnar) Opið virka daga kl. 11-18.30 og laugardaga kl. 12-15 Hrogn og lifur © H ön nu na rh ús ið e fh . 1 50 1 Nýtt hjúkrunarheimili loksins í sjónmáli Fjölskylduráð samþykkti á síðasta fundi sínum að fela bæjarstjóra að taka upp könn­ unarviðræður við Hrafnistu á grund velli erindis þeirra til bæjar ráðs frá 28. ágúst 2014 um mögulega að komu Hrafnistu að byggingu og rekstri á 60 rýma hjúkrunar­ heimili í samræmi við samn ing sem Hafnar­ fjarðarbær gerði við heil brigðisráðuneytið þann 30. maí 2010. Enn fremur að taka upp viðræður við ráðu­ neytið um endurskoðun fyrir­ liggj andi samnings í ljósi breyt­ inga sem gerðar hafa verið á sambærilegum samningum á þeim tíma sem liðinn er frá und­ ir ritun Niðurstaða óháðrar úttektar Capacent Haustið 2014 gerði Capacent að beiðni bæjarstjórnar Hafnar­ fjarðar samanburð á valkostum um staðsetningu hjúkrunar heim­ ilis þar sem litið var til tveggja valkosta, á Sólvangsreit og í Skarðs hlíð (Vallahverfi). Niður­ staða úttektar var meðal annars að í ljósi fyrrnefndrar stefnu­ mótunar væri eðlilegt að skoða enn fremur mögulegt samstarf við Hrafnistu í samræmi við fyrirliggjandi stefnumótun í mála flokknum sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn árið 2006 og endurskoðuð árið 2012 en þar er gert ráð fyrir að í Hafnarfirði verði til framtíðar þrír þjónustukjarnar fyrir eldri borgara; að Sólvangi, við Hrafn­ istu og í Vallahverfi. Fyrir liggur að eldri borg urum mun fjölga mikið á næstu árum og því ljóst að full þörf verður á að byggja upp 3 þjón ustukjarna fyrir þennan aldurshóp og vinna að því að tryggja fjölbreytt þjónustu­ fram boð sem tekur mið af breytilegum þörfum á síðasta æviskeiði okkar bæjar­ búa. Tíminn illa nýttur á síðasta kjörtímabili Fráfarandi bæjarstjórn sinnti ekki undirbúningi verkefnisins fyrri hluta kjörtímabilsins og tók síðan mjög umdeilda ákvörðun um staðsetningu í Skarðs hlíð (Völlum) en því miður hafa mikl ar tafir orðið á að upp bygg­ ing hefjist í hverfinu vegna ytri áhrifa. Samningurinn við ríkið felur í sér að öll ábyrgð og áhætta af byggingu og rekstri nýs hjúkrunarheimilis hvílir á bænum og því nauðsynlegt að vanda til verka og staðsetning er einn þeirra þátta sem skipta miklu máli fyrir gæði hjúkrunar­ heimilis sem og rekstur þess. Höfundur er bæjarfulltrúi af D-lista. Helga Ingólfsdóttir Samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 eiga allir hönnuðir, byggingarstjórar og iðn­ meistarar að vera komnir með gæðastjórnunarkerfi skráð hjá Mannvirkjastofnun frá og með ársbyrjun 2015 (sjá vefsíðu Mannvirkjastofnunar). Óheimilt er að taka við uppdráttum frá hönnuðum sem ekki eru með skráð gæðastjórnunarkerfi hjá Mannvirkjastofnun, og þeir verða ekki teknir til afgreiðslu. Þó má taka við leiðréttum gögnum vegna erinda sem hefur verið frestað á afgreiðslu­ fundi fyrir áramótin. Einnig er óheimilt að skrá byggingarstjóra eða iðnmeistara á verk, ef þeir hafa ekki skráð gæða­ stjórnunarkerfi hjá Mannvirkjastofnun. Skipulags- og byggingarfulltrúi GÆÐASTJÓRNUN, MÓTTAKA UPPDRÁTTA, SKRÁNING BYGGINGAR- STJÓRA OG MEISTARA Sálfræðingarnir í Sálfræðihúsinu, Anna Kristín Newton, Erla Björg Birgisdóttir, Sigurlín Hrun Kjartansdóttir og Trausti Valsson. Sálfræðihúsið opnað á Bæjarhrauni Fimm sálfræðingar héldu opnunarveislu. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Eigendur Sálfræðihússins fögnuðu flutningi á Bæjarhraun 8 sl. föstudag. Reyndar fluttu þeir á síðasta ári en nú fannst þeim tímabært að fagna með gestum. Að Sálfræðihúsinu standa þau Anna Kristín Newton, Erla Björg Birgisdóttir, Haukur Har­ aldsson, Sigurlín Hrund Kjart­ ans dóttir og Trausti Valsson. Sinna þau allri almennri sálfræðiþjónustu fyrir unga sem aldna og hafa mikla reynslu að baki. Sálfræðihúsið á sér langan bakgrunn en nafnið var fyrst notað árið 2001 er starfsemin var flutt á Austurgötuna en síðustu árin hafði starfsemin verið á Strandgötunni. Vill skipta á geymslu svæði og lóðum á Völlum Eigandi 120 þúsund fermetra lands í Kapelluhrauni, þar sem nú er geymslusvæði, hefur farið þess á leit við Hafnarfjarðarbæ að skoðaður verði möguleiki á makaskiptum á því og lóðum í eigu Hafnarfjarðarbæjar á Vallar svæðinu. Á bæjarráðsfundi 20. nóvem­ ber sl. voru lögð fram drög að sam starfssamningi um upp­ bygg ingu iðnaðarsvæðisins á landi Geymslusvæðisins í Kapellu hrauni. Í erindi frá fulltrúa Geymslu­ svæðisins segir að sýnt sé að hagkvæmni þess að Hafnar­ fjarðarbær eignist þetta land geti verið talsvert. Þá kemur einnig fram að í þeim viðræðum sem farið hafi fram hafi komið upp vangaveltur þess efnis að Hafnarfjarðarbær hafi einskorð­ uð yfirráð á skipulagssvæðinu „Kapelluhraun 1. áfangi“. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.