Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.03.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 12.03.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Þegar ég var yngri var gantast með það að rafmagnið væri enn á snúrustaurum í Kópavogi. Þá hafði verið gert átak í að koma öllum línum í jörðu í Hafnarfirði og ástandið var orðið svo gott að Síminn og Rafveitan notuðu jafnvel einn og sama skurðinn. Var þetta merki um miklar framfarir. Síðan eru yfir 40 ár og það hlýtur því að vera mikið umhugsunarefni að í dag sé verið að rífast yfir því hvort háspennulínur eigi að vera í miðjum íbúðahverfum. Það er kannski svolítið ýkt því allir eru jú á því að línurnar eigi að hverfa, þó sumir telji að fyrst eigi að fjölga þeim og láta þær svo hverfa einhvern tímann síðar. hlýtur líka að vera gamaldags hugsun­ arháttur að leggja háspennulínur mjög nálægt byggð þegar aðrir valkostir eru til. Ný Suðurnesjalína mun liggja um hraun þar sem úir og grúir af minjum af fjárbúskap fólks frá Hafnarfirði og víðar. Lítil umræða hefur farið fram um það svæði sem fer undir línu og línuveg þó Hafnar fjarðarbær hvetji sína bæjarbúa á hverju ári að njóta útivistar á þessu sama svæði í Ratleik Hafnarfjarðar. Það getur vel verið að slík lína eigi rétt á sér og að línuvegur geti jafnvel aukið aðgengi bæjarbúa að upplandinu. Reynslan hefur þó sýnt að slíkum vegum er lokað til að tryggja að hafnfirskir umhverfissóðar hendi ekki þvottavélum og byggingarafgöngum út í hraun. Hafnfirðingar hafa sterka samningsstöðu við Landsnet og eiga að gera kröfu á að línur að Hamranesi verði lagðar í jörð og nýja Suðurnesjalínan verði sett strax á sinn framtíðarstað. Nú er það hafnfirskra stjórn­ málamanna að sýna fram á hvort þeir hafi verið trúir því trausti sem kjósendur veittu þeim. Eitt af því sem fyrir löngu var slegið upp af bæjar­ fulltrúum var að gera ætti Hafnarfjörð að best nettengda bæjarfélaginu með ljósleiðara í hvert hús. Það þurfti þó að vera með réttum formerkjum sem varð til þess að Hafnarfjörður var í raun útundan. Flest íbúðarhús hafa nú fengið a.m.k. svokallað ljósnet og er ásættanlegt í flestum tilfellum. Hins vegar situr atvinnulífið eftir og í iðnaðarsvæðum hafa fyrirtæki ekki aðgang að ljósneti, aðeins ADSL tengingu eða ljósleiðara sem þau þurfa þá að kaupa dýrum dómi. Slíkt er ekki á færi minni fyrir­ tækja og ýmsi fyrirtæki hafa flutt úr bænum til að hafa aðgang að hraðri internettengingu. Síaukin notkun á geymslu gagna á netinu kallar á mjög góða nettengingu sem hafnfirsk fyrirtæki hafa ekki aðgang að. Nú á að stofan Markaðsstofu Hafnarfjarðar og vonandi vaknar loksins áhugi á að bæta aðgengi hafnfirskra fyrirtækja að öflugri nettengingu. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagurinn 15. mars Messa kl. 11 Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup prédikar í tilefni aldarafmælis kirkjunnar. Sr. Árna Björnssonar og sr. Garðars Þorsteinssonar minnst. Barbörkukórinn og organisti kirkjunnar flytja sálm eftir sr. Árna Björnsson við lag Árna Gunnlaugssonar. Prestar kirkjunnar þjóna. Kaffisopi í safnaðarheimilinu eftir stundina Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón Önnu Elísu og hennar fólks. Miðvikudagar Morgunmessa kl. 8.15 www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Sunnudagurinn 15. mars Sunnudagaskóli kl. 11 Skemmtileg samvera fyrir alla fjölskylduna - hljómsveitin leiðir sönginn. Kvöldvaka kl. 20 Lokasamvera fermingarbarna og forráðamanna þeirra í kirkjunni fyrir fermingar og mikilvægt að allir mæti. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Boðið verður upp á léttar veitingar í safnaðarheimilinu að kvöldvöku lokinni. Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudaginn 15. mars Sunnudagaskóli kl. 10 Gestir komi með flott höfuðföt í kirkjuna. Gospelmessa kl. 20 Frumflutt tón eftir Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur. Miðvikudagur 18. mars kl. 13.30-15.30 Starf eldri borgara Leifur Sigurðsson segir frá Japan. 22. mars kl. 12.15 Aðalsafnaðarfundur www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudaginn 15. mars Guðsþjónusta kl. 11 Flensborgarkórinn kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. María og Siggi sjá um sunnudagaskólann. Prestur sr. Úrsula Árnadóttir og organisti Helga Þórdís Molasopi á eftir. www.vidistadakirkja.is Þekkir þú staðinn?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.