Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.03.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 12.03.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar Kynning Opið hús verður í kvöld 12. mars kl. 20 að Flatahrauni 29 eins og alla fimmtudaga. Í kvöld ætlar Ævar Ágústsson félagi okkar, að sýna okkur hvernig hann grefur bleikjuflök. En þess má geta að uppskriftin sem hann notar birtist í síðasta blaði okkar Agninu. Auðvitað fáum við að smakka líka. Allir hjartanlega velkomnir og það verður heitt á könnunni Fræðslu og skemmtinefnd SVH FJÖRÐUR Páll B. Guðmundsson löggiltur fasteignasali Ársæll Ó. sölufulltrúi 896 6076, as@remax.is Lækjargötu 34d, Hafnarfirði Vantar eignir á skrá Mikil eftirspurn! Frítt söluverðmat Púttmót fyrir alla Styrktarmót fyrir unglinga- og afrekskylfinga Á sunnudaginn kl. 13-17 verður haldið opið púttmót í Hraunkoti á Hvaleyrinni. Þetta er styrktarmót fyrir unglinga- og afrekskylfinga sem eru á leið í æfingaferð til Spánar. Fjöldmörg fyrirtæki hafa sýnt stuðning í verki með því að gefa glæsileg verðlaun. Veitt verða verðlaun fyrir efstu sætin og einnig verður dregið úr skor- kortum svo allir þátttakendur eiga möguleika á vinningi hvort sem þeir eru góðir í púttinu eða ekki. Mótsgjald er 1.000 kr. Seldar verða nýbakaðar vöfflur með sultu og rjóma og ilmandi kaffi eða hressandi safa á aðeins 500 kr. en púttmótið er eins og áður segir opið öllum. í Fjarðarkaup!! Í tilefni af mottumars fer fram sala á armböndum og segulmottu til styrktar starfsemi Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar. Salan verður anddyri Fjarðarkaupa á föstudaginn kl. 14-19 og á laugardaginn kl. 12-16. Söfnunarfé félagsins rennur til ýmissa starfa eins og forvarnastarfs í átaki gegn munntóbaksnotkun unglinga, styrkja til ýmissa félagasamtaka sem vinna fyrir krabbameinssjúka og margt fleira. Tækifærið er núna Á undanförnum vikum og mán uðum hafa farið fram viðræður á milli Hafnar fjarð- arbæjar og Landsnets. Tildrög viðræðnanna er ósk Landsnets um framkvæmdaleyfi í landi Hafnarfjarðar til lagningar Suður nesja- línu 2, sem á að tryggja flutnings ör yggi á rafmagni til Suður- nesja. Af þessu má því augljóslega ætla að Hafnarfjörður sé með pálmann í höndunum í þess um viðræðum við Lands net. Án okkar fram kvæmda leyfis, getur Landsnet ekki farið í þessar framkvæmdir. Sam ningsstaðan er loksins okkar megin. Landsnetslínurnar Eins og allir Hafnfirðingjar þekkja, ekki síst þau okkar sem búa á Völlunum, þá liggja línur Landsnets í niður með Skarðs- hlíðinni, þaðan í gegnum tengi- virki í Hamranesi og þar sem ein lína tengist álverinu og hin, sem kallast Suður- nesjalína 1 stefnir beint í átt að uð urnesjum. Ósk Lands nets um fram kvæmdaleyfi bæt ir svo við línum og línu stæðum (möstrum) í átt til Suðurnesja. Þvert á óskir íbúa í Vallarhverf inu, þá mun línum í lofti fjölga. Þó er stefnt að því að setja línurnar sem liggja með Skarðshlíðinni í jörðu. Það er einungis hálfur sigur fyrir bæjarbúa, ekki síst fyrir þá Vallabúa sem nú þegar hafa fjárfest í hverfinu þeim megin þar sem nýjar línur munu koma. Kröfur okkar Hafnfirðinga ættu að vera eftirfarandi: 1) Suðurnesjalínur 1 og 2 fari í jörðu frá Hamranesvirki 2) Línurnar sem ná frá álverinu að Hamranesvirkinu fari í jörðu 3) Þar með verði ekki neinar línur í lofti inn í Hamranes- virkið og verði þá gengið frá því með þeim hætti að ásættanlegt sé fyrir umhverfið. Til dæmis með trjám og gróðursettum mönum og að byggt verði yfir aflspenna sem gefa frá sér suð sem gnæfir yfir nærliggjandi íbúahverfi. Okkur mun ekki gefast annað eins tækifæri í samninga við- ræðum við Landsnet og einmitt núna þegar fyrirtækið þarf virki- lega á Hafnarfjarðarbæ að halda. Þess vegna eigum við að setja kröfurnar hátt og ekki sætta okkur við neinar málamiðlanir. Tækifærið er núna. Höfundur er bæjarfullstrúi (S) Ófeigur Friðriksson Menningarviki í Grindavík Nágrannar okkar bjóða til veislu Menningarvika Grindavíkur verður haldin 14.-22. mars n.k. en þetta er sjöunda árið í röð sem þessi veisla fer fram. Aldrei hafa fleiri viðburðir verið á dagskrá. Menningarvikan hefur í sjálfu sér aldrei farið hátt á landsvísu en hefur fyrir löngu skipað stóran sess í menningarlífi Grindvíkinga og vaxið ásmegin á hverju ári. Grindavíkurbær náði þeim merka áfanga í byrjun árs að íbúafjöldi fór í fyrsta skipti yfir þrjú þúsund og því er sannarlega ástæða til að gleðjast. Tónleikar, myndlistasýningar, skemmtidagskrár, námskeið og fjölbreyttir viðburðir eru í aðalhlutverki þar sem framlag heimafólks er í öndvegi en til Grindavíkur koma margir góðir gestir til að sýna og skemmta, m.a. frá vinabænum Piteå. Menningarvikan verður með fjölþjóðlegum blæ og kemur fjölmenningarráð Grindavíkur að skipulagningu nokkurrra viðburða í fyrsta sinn. Grindavíkurbær er næsti nágranni Hafnarfjarðar í suðri og til gamans má geta að Hafn- firðingar sem ætla að heimsækja bæjarland Hafnarfjarðar, Krýsu- vík, þurfa að fara í gegnum land Grindavíkur til að komast þang- að. Hafnfirðingar og Grindvík- ingar eiga því ýmislegt sam- eiginlegt og Hafnfirðingar sér- staklega velkomnir á Menningar- vikuna. Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurlandslínu 2 í Hafnarfirði, 220 kV loftlínu, sem fyrst um sinn verður rekin á 132 kV spennu. Í grenndarkynningu sem send hefur verið til eigenda húsa sem liggja næst línunni, kemur fram að framkvæmdin sé í samræmi við aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025. Þó ber að horfa til þess að fyrsti kafli línunnar er bráðabirgðaloftlína sem liggja á frá tengivirkinu við Hamranes. Það tengivirki á hins vegar að breytast í spennistöð þegar nýtt spennuvirki Landsnets verður reist í Hrauntungum, skammt austan Gjásels. Frá því eiga línur að álverinu í Straumsvík að liggja þegar þær verða teknar niður við Hamranes. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum 24. feb. sl. að fela sviðstjóra að grenndar- kynna erindið – ef Skipulag- stofnun mælti svo fyrir. Skipu- lagsstofnum mælti með því að framkvæmdin yrði grennd ar- kynnt. Mætti ætla að viðbótar- raflínur sunnan Vallahverfisins væri það stórt mál í hugum bæjar búa að það ætti að fá al menna kynningu en öll loforð um brottflutninga á línum við hverfið hafa verið brotin og Hafnarfjarðarbær var í slæmri samningsstöðu efir að hug- myndum um stækkun álversins var hafnað. Skv. grenndar- kynningunni á línan frá Hamra- nesi að Hrauntungum síðar að fara í jarðstreng en hvergi í grenndarkynningunni kemur fram hvenær það verður né hvenær línur verða teknar niður hverfisins. Miklar umræður hafa risið um þetta mál innan Facebookhóps íbúa Valla. Athugasemdum við fram- kvæmdina skal skila fyrir 5. apríl. nk. Suðurlandslína 2 veldur miklum deilum Íbúar á Völlum ekki tilbúnir að samþykkja áform Landsnets HRAUNTUNGUR Krýsuvíkurvegur

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.