Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.03.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 12.03.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 9. og 10. bekkingar eru sérstaklega hvattir til þess að koma og kynna sér nám við skólann. Flatahrauni 12 220 Hafnarfirði sími 585 3600 www.idnskolinn.is OPIÐ HÚS Í IÐNSKÓLANUM Í HAFNARFIRÐI MÁNUDAGINN 16. MARS FRÁ KL. 14–17 Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 1999 eða síðar) hefst miðvikudaginn 4. mars og lýkur föstudaginn 10. apríl. Karlakór Hreppamanna leggur nú lokahönd á undirbúning árlegra vortónleika sinna sem eru reyndar óvenju snemma þetta árið. Að þessu sinni heldur kórinn þrenna tónleika, þá fyrstu í Selfosskirkju 21. mars kl. 15 og sama dag í Félagsheimili Hruna­ manna á Flúðum kl. 20.30. Síð­ ustu tónleikarnir verða svo í Guð ríðar kirkju í Reykjavík mið­ viku daginn 25. mars kl. 20. Einsöngvari á öllum tónleikunum verður Þóra Einarsdóttir sópran. Stjórnandi kórsins er Edit Molnár og píanóleikari Miklós Dalmay. Þema dagskrárinnar að þessu sinni er náttúra, maður, hestur. Auk lagavals í anda þessa efnis verður sýning á völdum ljós­ mynd um úr stóru safni Sig urð ar Sigmundssonar frá Syðra­Lang­ holti þar sem saman fer í mynd­ um viðfangsefni tónleik anna. Úr nógu er að velja þar sem þessi ótrauði Hreppamaður ku aldrei hafa gleymt mynda vélinni á ferðum sínum um fagra náttúru landsins á mót manna og hesta. Með myndasýningunni vill kór­ inn minnast þessa heiðurs manns. Kórinn hefur fengið til liðs við sig Þóru Einarsdóttur óperu­ söngvara sem trónir nú á toppi íslenskra sóprana. Skemmst er að minnast frábærrar frammi­ stöðu hennar í Óperunni Ragn­ heiði eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson þar sem hún fór með titilhlutverkið. Hún hefur sungið í fjölmörgum óperu húsum og á ýmsum öðrum vettvangi víða um lönd og hvarvetna hlotið lof fyrir söng sinn. Þóra syngur sóló með kórn­ um auk nokkurra einsöngslaga við píanóleik Miklósar. Edit Molnár stjórnar kórnum eins og áður og Miklós Dalmay leikur á píanó. Bæði tvö hafa þau skólað kórinn til í þeim listræna metnaði sem á sér enga undan­ komuleið. Náttúra – maður – hestur býð ur upp íslenskar náttúru stemn ingar, eins og þær gerast ljúfastar, og gustmikil hestalög. Viðfangsefnið er styrkt af Menningarráði Suðurlands Þóra Einarsdóttir sópran. Vortónleikar Karlakórs Hreppamanna Tónleikarnir hafa verið vinsælir meðal Hafnfirðinga Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða starfsfólk til sumarstarfa. Eftirfarandi störf eru í boði: Flokksstjórar í Vinnuskóla Leiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeiðum Leiðbeinendur í skólagörðum Leiðbeinendur á gæsluvöllum Flokkstjórar í sérhópum Lágmarksaldur umsækjenda um þessi störf er 21 ár (fæddir 1994) Í fegrunarflokki (blómaflokki) Í sláttuflokki Í viðhaldsflokki Aðstoðarleiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeiðum Aðstoðarleiðbeinendur í skólagörðum Aðstoðarleiðbeinendur á gæsluvöllum Aldur umsækjenda um þessi störf er 17-20 ára (fæddir 1995-1998). Í flestum tilvikum er vinnutímabilið 6 – 7 vikur. Fjöldi vinnustunda í viku getur verið breytilegur eftir árgöngum. Sótt er um sumarstörf rafrænt á www.hafnarfjordur.is. Ath. að umsóknarfrestur er til 1. apríl. Ekki er tekið á móti umsóknum eftir þann tíma. Fyrirspurnir má senda á netfangið vinnuskoli@hafnarfjordur.is SUMARSTÖRF HJÁ HAFNARFJARÐARBÆ 2015 TÓNLEIKAR Stolin stef í Hafnarborg Á sunnudaginn kl. 20 verða tónleikar í Hafnarborg þar sem Kammerkór Hafnarfjarðar syng­ ur lög sem Gunnar Gunnarsson píanóleikari og organisti hefur raddsett og útsett. Stór hluti efniskrárinnar eru lög eftir Tómas R. Einarsson, bassaleikara. Tómas notar ljóð hinna ýmsu skálda eins og Hall­ dórs Laxness, Snorra Hjartar­ sonar o.fl. Gunnar Gunn ar sson og Tómas R. Einarsson leika með Kammerkórnum. Nánar á kammerkor.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.