Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.03.2015, Page 8

Fjarðarpósturinn - 19.03.2015, Page 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Óperettutónleikar Laugardaginn 21. mars. Kl. 17:00 Tónlistarskólanum í Garðabæ Jóhanna Ósk Valsdóttir – mezzósópran Þóra Björnsdóttir – sópran Örvar Már Kristinsson – tenór Sólveig Anna Jónsdóttir – píanó Fluttar verða aríur, dúettar og tríó úr ýmsum óperettum m.a. eftir Lehár, Strauß og Dostal Vortónleikar Karlakórs Hreppamanna Stjórnandi: Edit Molnár Einsöngur: Þóra Einarsdóttir sópran Píanóleikari: Miklós Dalmay Selfosskirkja laugardaginn 21. mars kl. 15:00 Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum laugardaginn 21. mars kl. 20:30 Guðríðarkirkja í Reykjavík miðvikudaginn 25. mars kl. 20:00 Nemendur í 10. bekk Víði­ staða skóla frumsýna söngleikinn Mamma Mia föstudaginn 20. mars kl. 19.30 í Íþróttahúsi Víðistaðaskóla. Leikstjóri er Lana Íris Dungal. Nemendur í 10. bekk sýna árlega söngleik og í ár er það hinn vinsæli söngleikur Mamma Mia sem tengist tónsmíðum ABBA hljómsveitarinnar hinnar sænsku með sín lífsglöðu lög sett í samhengi við gríska eyja­ stemningu. Nemendurnir annast alla þætti söngleiksins frá því að smíða leiksvið, hanna miða, selja inn, spila undir með hjálp góðs fólks, leika og syngja. Aðrar sýningar verða laugar­ daginn 21. mars kl. 14 og 17 og sunnudaginn 22. mars kl. 14 og 17. Allir eru velkomnir á sýninguna en miðasala er við innganginn. Einnig má panta miða með tölvupósti á songleikurvssk@gmail.com. Sýna Mamma Mia í Víðistaðaskóla Metnaðarfullar sýningar 10. bekkinga Minn eða þinn sjóhattur? „Það er hægt að koma svo mörgu góðu til leiðar í pólitík ef manni er sama um það hver fær heiðurinn.“ Þetta er upphafs setn­ ing greinar sem birtist í síðasta Fjarðarpósti, rituð af kollega mínum í fræðsluráði og fulltrúa Bjartrar fram tíðar, Herði Svavars syni. Ég er svo hjartan lega sam­ mála Herði með þetta, eins og reynd ar ýmis­ legt ann að. Í þeim ráðum sem ég sit, bæj­ ar ráði og fræðsluráði, höfum við sem betur fer oft náð að koma góðum málum í fram­ kvæmd og ræðum ekki einu sinni um það hver hafi átt hugmyndina. Ég get nefnt læsis­ verkefni og átak í því að efla menntun starfsfólks á leikskólum sem dæmi. Öll erum við að reyna að vinna bænum okkar og bæjarbúum gagn en stundum eru leiðirnar að settu marki eða forgangsröðin ólík og þá verður til svokallaður pólitískur ágrein­ ing ur og hann getur verið mis­ auðvelt að leysa. Ég ætla að borða allar þessar kökur! Öðru gegnir hins vegar um það þegar við í pólitíkinni upp­ lifum það þannig að góðum hugmyndum sé hreinlega „stolið“ og þeim breytt eða þær endurskírðar, að því er virðist til þess eins að geta eignað sér heiðurinn af þeim. Þá snýst dæmið nefnilega við og þá finnst manni rangt við haft. Því miður hafa nokkur slík dæmi komið upp á sl. mánuðum. Dæmi þar sem orðalagi er breytt og tillögur born­ ar upp sem splunku­ nýjar, án þess að vera það. Tillögur sem eru jafnvel felldar og kynntar nokkrum vikum eða mánuðum seinna undir nýju nafni. Það er þá sem manni hættir að vera sama (jafnvel svakalega) og fer að finnast það skipta máli hvaðan hugmyndirnar koma. Það virðist nefnilega skipta máli, a.m.k. hvað tillögur minnihlutans varða. Ég styð góðar hugmyndir hvaðan sem þær koma, en mér finnst eiginlega lágmark að það gildi á báða bóga. Enda fór nú Mikki refur flatt á því að borða illa fengnar kökur. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði (S). Adda María Jóhannsdóttir Ganga þarf með börnin úti á götu Íbúi við Klukkuvelli ósáttur með snjómokstur „Ég er íbúi við Klukkuvelli og er svo ósátt við þjónustuna sem við hér í götunni fáum frá bænum. Hér er fullt af fólki en ekki nokkur leið fyrir mig að labba með 2ja ára barnið mitt á gangstéttinni í leikskólann, heldur þarf ég að labba með barnið á götunni sem er einnig í beygju, svo það er frekar hættulegt.“ Þetta eru orð eins íbúa í Hafnarfirði en víða er ekkert mokað af gangstéttum og jafnvel rutt upp á þær. Ekki er við starfsfólkið að sakast heldur stjórnmálamennina sem ákveða að kosta ekki til snjómokstur á gangstéttum nema að hluta.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.