Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.03.2015, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 26.03.2015, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Tryggið ykkur miða 565 5900 midi.is Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu Fyndnustu sýningarnar í bænum Föstudagur 27. mars kl. 20 UPPSELT Sunnudagur 12. apríl kl. 20 Sunnudagur 29. mars Sunnudagur 12. apríl UPPSELT Sunnudagur 24. apríl "Leikhúsgaldrar og töfrabrögð eru nýtt með frábærum hætti í sýningunni..." Mbl Fermingarpeningarnir á Framtíðarreikning Ef 30.000 kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning bætum við 5.000 kr. við.* Framtíðarreikningurinn ber ávallt hæstu vexti verðtryggðra spari- reikninga og er laus við 18 ára aldur. Nánari upplýsingar á arionbanki.is/ferming *Eitt mótframlag fyrir hvert fermingarbarn Þegar Apótek Hafnarfjarðar var opnað fyrir 5 árum á Tjarnarvöllum 11 var ekkert lágvöruapótek í Hafnarfirði. Opnun apóteksins markaði því ákveðin tímamót. Magnús S. Sigurðsson, lyfjafræðingur og eigandi þess segir að reksturinn hafi þrósast vel og það hafi verið stígandi vöxtur í sölu. Fólkið á Völlum hafi tekið apótekinu mjög vel. Annars segist Magnús merkja að sífellt fleiri viðskiptavinir komi líka annars staðar úr Hafnarfirði auk þess sem hann segist fá viðskiptavini af Suður­ nesjunum líka. Samkeppni hefur verið nokkuð mikið í lyfjasölu þó breytingar árið 2013 hafi minnkað mögu­ leikana á afslætti af fjölmörgum lyfjum sem fólk tekur að staðaldri. Hins vegar sé enn mikil verðsamkeppni á lyfseðils­ skyldum verkjalyfjum, svefn­ lyfjum, sýklalyfjum og öðrum lyfjum sem fólk tekur tilfallandi. Ekki bara lyf Þó sala á lyfjum sé lang mikilvægust í rekstri fyrir­ tækisins eru ýmsar aðrar vörur í boði. Auk vítamína, sjúkravara og skyldra vara býður Apótek Hafnarfjarðar upp á gott úrval af snyrtivörum og eru einmitt tilboð á ákveðnum vörum á afmælishátíðinni 26­28. mars. Þá verður líka heitt á könnunni og vel tekið á móti viðskiptavinum að venju. Magnús lyfjafræðingur við opnun árið 2010. Apótek Hafnarfjarðar 5 ára Markaði ákveðin tímamót - Tímamótum fagnað með tilboðum Lj ós m .: G uð ni G ís la so n ...blaðið sem Gaflarar lesa Vegna páskanna kemur næsta blað út miðvikudaginn 1. apríl

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.