Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.03.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 26.03.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Það þótti mikið framfaraskref að einsetja alla grunnskóla. Það kom til eftir að grunnskólar voru færðir yfir til sveitarfélaganna og settu mörg sveitarfélög sig í skuldir til að byggja stærri skóla sem þurfti þegar skólarnir urðu einsetnir. Það voru margir augljósir gallar við einsetninguna sem mönnum horfðist yfir eða neituðu hreinlega að sjá. Nú voru öll börn í skólanum á morgnana og jafnvel fram yfir hádegi. Þetta þýddi m.a. annars að nemendur í tónlistarskólum gátu ekki stundað nám fyrr en eftir hádegi og þar að leiðandi gátu tónlistaskólakennarar ekki hafið störf fyrr en eftir hádegi. Foreldrar sem vildu vinna hálfa vinnu á meðan börnin voru í skóla höfðu þá aðeins möguleika að vinna fyrir hádegi en það gátu ekki allir hálfsdagsstarfsmenn unnið fyrir hádegi. Trekk í trekk lenda skólar í húsnæðisvanda vegna tímabundinnar fjölgunar í hverfum og maður spyr sig stundum hvort ekki mætti taka upp tvísetningu í skólum á ný – a.m.k. í einhverjum tilfellum. Þegar foreldrar vinna úti er sjaldnast nokkur til að taka við börnunum þegar skóla lýkur. Því er boðið upp á frístundaheimili í skólum sem eru misáhuga­ verð fyrir nemendurna. Í upphafi var draumastaðan að börnin gætu helst stundað allt sitt tómstundastarf í skólanum, hvort sem það væri borðtennis, kirkjulegt starf, skátastarf eða íþróttir. Sennilega hefur enginn hugsað það til enda og líklega fáir foreldrar sem vildu stunda sitt frístundastarf á sínum vinnustað að loknum vinnudegi. Leiðbeinendur, þjálfarar og skátaforingjar voru heldur ekki endilega á lausu á miðjum degi, ekki síst þar sem sjálfboðastarf var ríkjandi. Nú á að reyna að skapa meiri fjölbreytni fyrir hafnfirska nemendur og leitað er eftir samstarfi við tómstundafélögin. Þannig er nú þess vænst að stærstu íþróttafélögin a.m.k. geti boðið upp á fjölbreytt frístundastarf ásamt æfingum strax eftir skóla, til jafns við frístundaheimilin í skólunum. Fyrstu tillögur hafa verið lagðar fram og eru áhugaverðar þó ljóst sé að það ræðst eðlilega af áhuga krakkanna hvernig til tekst. Á kynningarfundi sl. þriðjudag var lögð rík áhersla á að með slíkum frístundaheimilum væri ekki verið að loka á þá sem ekki eru í stóru félögunum eða taka þátt í starfi félaga sem ekki hafa kost á að bjóða upp á starf á þessum tíma. Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig til tekst. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagurinn 29. mars Fermingarmessur kl. 11 og kl. 13.30 Sunnudagaskóli kl. 11 verður í kapellunni Stafni. Pálmasunnudagur til föstudagsins langa Bæn þjóðar Passíusálmarnir sungnir kl. 17 - 19 frá pálmasunnudegi til föstudagsins langa Fólk getur komið og farið að vild Einstök upplifun. www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Sunnudagurinn 29. mars Fermingarmessur kl. 11 og 13 Sunnudagaskólinn fellur niður. Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudaginn 29. mars Sunnudagskóli kl. 11 Páskaföndur. Rokkmessa Ástjarnarkirkju í Víðistaðakirkju kl. 20 Þekktir listamenn koma fram. Miðvikudagur kl. 13.30-15.30 Starf eldri borgara www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudaginn 29. mars Fermingarmessa kl. 10.30 Kór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar. Halldór Reynisson þjónar. www.vidistadakirkja.is Valgerður t.v. og systir hennar Hafdís. Ný barnafataverslun opnaði við Dalshraun Með mikið úrval af Carter‘s fatnaði Valgerður O. Hlöðversdóttir hefur opnað nýja barnafataverslun að Dalshrauni 5, í gamla Glerborgarhúsinu. Segir hún viðtökurnar hafa verið mjög góðar en verslunin var opnuð sl. föstudag. Segir hún að sérlega hafi vantað barnafataverslun í Hafnarfjörð. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Körfubolti karla, 8 liða úrslit Komnir upp að vegg Haukar hafa tapað naumlega fyrstu tveimur leikjunum í úrslitakeppni í körfuknattleik karla. Fyrri leiknum á Ásvöllum eftir framlengdan leik og seinni leiknum í Keflavík með 2 stigum. Þriðji leikurinn er annað kvöld, föstudag kl. 19,15 á Ásvöllum og þann leik verða Haukar að vinna til að eiga möguleika. Það stefnir því í hörku spennandi leik á Ásvöllum sem enginn körfuknattleiksunnandi ætti að missa af. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.