Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.03.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 26.03.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Finndu okkur á Mikið hefur verið deilt um húsnæðisvanda Áslandsskóla sem virðist eftir nánari skoðun ekki vera stór vandi eftir allt. Áætlanir um fjölgun í hverfinu hafa breyst og ekki er búist við eins mörgum í skólann og áður var talið. Taka þarf þó tillit til þess að fjöldi nemenda er við þanmörk og m.a. verður tölvu­ stofa lögð af og nemendur í 5.­10. bekk fá spjaldtölvur í staðinn. Ekki kemur fram hvern­ ig þjálfun í innslætti með réttri fingrasetningu verður kennd við skólann. Skólastjóri hefur leitað lausna varðandi skipulag varðandi fyrirkomulag kennslu næsta vetur, einkum um það sem snýr að 7. og 10. bekk. Sú hugmund sem unnið er eftir fellst í því að áfram verða þrjár bekkjardeildir í báðum þessum árgöngum eins og verið hefur en 10. bekk verður skipt upp í fjóra námshópa. Þetta kom m.a. fram þegar fræðsluráði var kynnt niðurstaða sem fengist hefur í húsnæðis­ málum Áslandsskóla í samráði við skólastjórnendur og foreldra barna í skólanum. Samkvæmt henni er nægt rými í núverandi húsnæði skólans fyrir þann fjölda nemenda sem spár um íbúaþróun gefa til kynna að verði á komandi árum. Á fundi fræðsluráð i nóvember 2014 var ákveðið á falla frá því að byggja við skólann eins og áform höfðu verið uppi um. Þess í stað verði fjárfest í innra starfi skólans sem um leið taki forystu í innleiðingu upplýsingatækni í hafnfirsku skólastarfi. Bæjar­ stjórn staðfest síðan tillöguna og í framhaldinu hefur verið fundað með skólastjórnendum, foreldr­ um og foreldraráði skólans þar sem farið hefur verið ítarlega yfir útfærslu og forsendur ákvörð­ unar innar. Leysa spjaldtölvur vanda? Kennarar hafa þegar fengið spjaldtölvur afhentar og undirbúa þeir nú að taka upplýsingatækn­ ina af fullum krafti inn í skóla­ starfið á komandi hausti. „Við ætlum að vera leiðandi í notkun spjaldtölva í skólastarfi og það er mikill áhugi til staðar meðal kennara og nemanda í skólanum,“ segir Leifur Garðars­ son skólastjóri Áslandsskóla. „Við sjáum ótal möguleika og leiðir til samvinnu milli nemanda og kennara. Kennarar hafa faglega þekkingu á náminu en nemendur eru sumir með góða tækniþekkingu. Þannig getum við eflt samvinnunám enn frekar,“ segir Leifur. Miklar efasemdir komu fram á fjölmennum foreldrafundi um húsnæðismálin en skv. minnis­ blaði sem starfsmenn bæjarins hafa unnið er ekkert því til fyrirstöðu að taka við þeim fjölda nemenda sem áætlað er að verði í skólanum Hressir nemendur Áslandsskóla. Enginn húsnæðisvandi í Áslandsskóla Hópastarf í stað þess að sameina bekkjardeildir Skapandi Hafnarfjörður Hafnarfjörður er skemmtilegur bær og skemmtilegt er að búa hér. Þó er eitt af markmiðum núverandi bæjaryfirvalda að „Skemmtilegri Hafnarfjörður“ verði að veruleika á næstu vikum, mánuðum og árum. Því er það ánægju legt að íþrótta­ og tómstundanefnd Hafnarfjarðar sam­ þykkti á fundi sínum þann 16. mars síðast­ liðinn að Vinnuskóli Hafnarfjarðar muni standa fyrir þeirri nýj­ ung í sumar að bjóða upp á Skapandi sumar­ störf sumarið 2015 fyrir ungt fólk á aldrinum 17­ 20 ára sem hafa lögheimili í Hafnarfirði. Áætlað er að allt að 10 manns veljist til að taka þátt í þessu verkefni eða 2­ 3 hópar og rennur umsóknarfrestur út þann 15. apríl n.k. Þeim sem veljast í slíkt verkefni er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppá­ komum. Verkefnin þurfa að vera fjölbreytt og höfða til mis mun­ andi aldurshópa og áhugasviða. Er þetta m.a. hluti af valdeflingu ungs fólks, að það þurfi að skila sjálft inn umsókn þar sem lýsa þarf verkefninu og markmiðum þess sem og fjárhagsáætlun og tíma­ og verkáætlun. Þetta er eitthvað sem hefur verið boði í ná ­ granna sveitarfélög­ unum síðustu ár og nú er komið að okkur í Hafnarfirði að bjóða upp á þenn­ an valkost. Vil ég nota tækifærið og hvetja alla þá sem hafa áhuga á því að glæða bæinn okkar lífi og gera „Skemmtilegri Hafnar­ fjörð“ að veru leika, að sækja um til að eiga tækifæri á að láta ljós sitt skína í sumar. Höfundur er formaður íþrótta- og tómstundanefndar (Æ). Matthías Freyr Matthíasson Vilja Flensborg út úr íþróttahúsinu eftir kl. 15 Að beiðni Badmintonfélags Hafnarfjarðar hefur stjórn Íþróttabandalags Hafnarfjarðar ritað íþrótta­ og tómstundanefnd bréf þar sem óskað er eftir að nefndin segi upp samningi við Flensborgarskólann um tíma í Íþróttahúsinu við Strandgötu frá kl. 15 á daginn frá og með haustinu 2015. Er farið fram á að þeir tímar verið afhentir ÍBH til afnota. Segir í bréfinu að Hafnarfjarðarbær sé ekki skylt að skapa framhaldsskólum í bænum aðstöðu fyrir lögbundna íþróttakennslu. Eðlilegra sé að yngri iðkendur aðildarfélaga ÍBH geti nýtt þessa tíma. Í bréfinu er einnig bent á að Badmintonfélagið geri einnig athugasemdir við útreikning íþróttafulltrúa á húsaleigustyrk sem reiknaður sé íþrótta félög­ unum. Ekki sé farið eftir ákv. í 3. gr. samstarfssamnings Hafn­ ar fjarðarbæjar og ÍBH þar sem segir að reikna skuli ÍBH leigu fyrir sem næst sannvirði rekstr­ arkostnaðar. Tölurnar séu ekki endurreiknaðar á milli ára og séu því ónákvæmar. Þannig sé rekstrarkostnaður sagður um 12 þús. kr. í Íþróttahúsinu við Strand götu og gjaldfært á ÍBH á meðan t.d. Flensborgarskólinn sé rukkaður um 7 þús. kr. Þetta ósamræmi þurfi að laga. Hafnarfjarðarbær styrkir íþróttafélögin með aðgangi að tímum í íþróttahúsum og bók­ færir styrk að sömu upphæð og reiknaða leigan er. Hafnarfjarðarkirkja 100 ára 1914-2014 © 1 50 3 H ön nu na rh ús ið e hf . BÆN ÞJÓÐAR Upprunaflutningur á öllum Passíusálmum Hallgríms við lögin sem þjóðin kunni og söng um aldir. Sönghópurinn Lux Aeterna syngur alla daga dymbilviku í Hafnarfjarðarkirkju frá pálmasunnudegi til föstudagsins langa: Pálmasunnudagur 29. mars kl. 17-19 Mánudagur 30. mars kl. 17-19 Þriðjudagur 31. mars kl. 17-19 Miðvikudagur 1. apríl kl. 17-19 Skírdagur, 2. apríl kl. 17-19 Föstudagurinn langi, 3. apríl kl. 17-19 Einstakur viðburður! Aðgangur ókeypis – Verið velkomin Fólk getur komið og farið að vild. S: 698 83 84 Öll alhliða jarðvinna Snjómokstur | Lagnavinna Lóðarvinna og frágangur sími 698 384 gröfuverk@grofuverk.is Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.