Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.03.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 26.03.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Stofnað 1982 Dalshrauni 24 Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is reikningar • nafnspjöld • umslög bæklingar • fréttabréf • bréfsefni og fleira styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Stofnuð 1983 EIGN VIKUNNAR Daggarvellir 3. Sérlega falleg neðri sérhæð á besta stað á völlunum. V. 35,9 millj Íbúa sam­ tök vilja loftlínur burt Íbúar langþreyttir Nýstofnuð íbúasamtök Valla standa fyrir opnum fundi um háspennulínurnar á Völlum í Hraunvallaskóla í kvöld kl. 20. Þar mun Karl Ingólfsson flytja erindi um jarðstrengi og bæjarstjóri/bæjarfulltrúar kynna afstöðu sína. Eru íbúar orðnir langþreyttir eftir því að losna við háspennu­ línurnar sem skv. úthlutunar­ skilmálum áttu að vera farnar fyrir löngu. Samkomulag Hafn ar fjarðarbæjar og Lands­ nets var þó með þeim hætti að deilt er um það hver eigi að borga, falli flutningurinn ekki að uppbyggingaráformum Landsnets. Nú þegar Landsnet sækir um framkvæmdleyfi fyrir nýjum Suðurnesjalínum telja menn lag til að losna við allar háspennulínur í lofti á Völlum og jafnvel er krafist að línurnar að álverinu í Straumsvík verði líka lagðar í jörðu – eins og til stendur að gera í Helguvík, varði þar byggt álver. Jón Arnar Jónsson, formaður íbúsamtaka Valla segir að yfirlýsing Landsnets breyti engu um það að samtökin muni áfram berjast fyrir að línurnar hverfi. Þetta sé mikið hags­ munamál fyrir framgang hverfisins og því ekkert annað í stöðunni. Hafnarfjarðarbær og Landsnet gerðu grunnsamkomulag um flutningskerfi raforku í ágúst 2009. Þar kemur fram að Lands­ net þurfi að leggja háspennulínur um lögsagnarumdæmi Hafnar­ fjarðar til að bæta flutningskerfi raforku. Markmiðið var að við uppbyggingu flutningskerfisins yrði komið til móts við sjónarmið Hafnarfjarðarbæjar að því marki sem unnt væri með vísan til skyldna Landsnets. Þannig mætti lágmarka kostnaðarþátttöku Hafn ar fjarðarbæjar við breyt­ ingar á kerfinu en fylgja átti í hví vetna markmiðum í aðal­ skipu lagi Hafnarfjarðar 2015­ 2025. Helstu breytingar á kerfinu voru að byggðar yrðu tvær nýjar háspennulínur frá Sandskeiði að Njarðvíkurheiði og nýtt tengi­ virki reist í Hrauntungum. Ættu Hamra neslínur 1 og 2 að víkja sem og núverandi Suðurnesjalína. Tengivirkið í Hamranesi yrði þá spennistöð. Ísal­línur 1 og 2 færðust því frá Hamranesi að Hrauntungum og þaðan í beina stefnu að álverinu. Háspennulína sem liggi að Hamranesi yrði þá færð í Hraun­ tungur og Hamranesið yrði tengt tengivirkinu í Hrauntungum með 2 jarðstrengjum. Gerð var ráð fyrir að verkið yrði unnið í 3 áföngum og yrði að fullu komið til framkvæmda árið 2017. Miðað við þessa áætlun bæri Lands net allan kostnað af verk­ inu. Í samkomulaginu segir að Hafnarfjarðarbær leggi áherslu á að framkvæmdum verði lokið eigi síðar en 2015 en þá greiddi Hafnarfjarðarbær ákveðinn flýti­ kostnað sem var áætlaður 300 milljón kr. við þriðja áfanga. Landsnet setti fyrirvara í sam­ komulagið um að breyttust for­ sendur um aukinn flutning raf­ orku til álversins og fl. yrðu teknar upp viðræður um endur­ mat á forsendum þess að leggja raflínur í lofti í álverið. Viðauki Í október 2012 gerðu aðilar viðauka við samkomulagið. Þar kemur fram að Landsnet telji ekki hægt að tímasetja hvenær framkvæmdum ljúki og í hvaða röð. Þar leggur Hafnarfjarðarbær ríka áherslu á niðurrif Hamra­ neslínu 1 og 2 þar sem þær hafi veruleg áhrif á þróun íbúðar­ byggðar enda fari það að megin­ stefnumörkun Landsnets. Í sam­ komulaginu upplýsir Lands net þá ákvörðun sína að ráðast í niðurrif Hamraneslínu og að undirbúningur hefjist eigi síðar en 2016 þannig að fjarlægja megi línurnar árið 2020. Verði ráðist í fyrsta áfanga nýs álvers í Helguvík eða annars orkufreks iðnaðar verði undirbúningar strax hafinn. Mat á samkomulagi Í mati sem Landslög gerðu fyrir Hafnarfjarðarbæ segir að tímaáætlanir samningsins hafi ekki staðist af hálfu Landsnets. Þar segir einnig að Landsnet hafi ekki upplýst hvaða breyttu að stæður liggi til grundvallar seinkun á framkvæmdum. Skýrslu höfundur telur í ljósi þess að Landsnet hafi nú óskað eftir leyfi til að ráðast í hluta þeirra framkvæmda sem fyrsti áfangi tók til, eðlilegt og í samræmi við 2. mgr. 6. gr. samningsins að aðilar setjist niður og ræði fram­ hald framkvæmda og nauðsyn­ legar breytingar á honum m.a. til að lágmarka tjón Hafnarfjarðar­ bæjar. Landsnet geti ekki ein­ hliða tínt inn þá hluta fram­ kvæmd anna sem henta fyrirtæk­ inu án þess að ræða um framhald framkvæmdanna og þau atriðið sem skipta Hafnarfjarðarbæ mestu. Viðaukinn breyti þar engu um. Í samkomulaginu er getið að almenna flutningskerfið megi standa í 20 ár frá því hver lína er tekin í notkun og því er mikilvægt að skýrt sé við hvaða línur sé átt. Í 2. málslið 4. málsgreinar 6 gr. samkomulagsins segir: „Ef samfelld byggð á svæðinu þróast þannig að háspennulínur hamli verulega frekari þróun byggðar á einhverjum hluta línuleiðarinnar eru aðilar sammála um að sá hluti raforkukerfisins verði færður fjær byggð, ef til þess fást tilskilin leyfi.“ Þá greiði Lands­ net fyrir flutninginn. Skýrsluhöf­ undur telur að framangreindar ástæður eigi við um þá áfanga sem tilbúnir eru til úthlutunar í Skarðshlíð en verður ekki úthlutað vegna línunnar. Þetta eigi jafnframt við um þann hluta Hnoðraholtslínu sem tak marki uppbyggingu í Áslandi 4 og 5/ Vatnshlíð. Í samtali við forstjóra Landsnets upplýsti hann að ekki væri á áætlun að flytja Hnoðra­ holtslínu. 8,5 km jarðstrengur að Helguvík Til samanburðar stendur til að leggja tvo 132 kV jarðstrengi frá fitjum að Helguvík vegna áforma þar, alls rúmlega 8,5 km leið. Þar er gert ráð fyrir 5x220 kV jarð­ strengjum verði álver byggt þar. Þar virðist ekki hafa verið neitt tiltökumál og engum vand kvæð­ um bundið. Yfirlýsing frá Landsneti Á þriðjudag sendi Landsnet frá sér yfirlýsingu vegna frásagna um að Landsnet hafi svikið loforð. Þar segir að fyrirtækið hafi verið reiðubúið að færa um ræddar línur ef bæjarfélagið bæri þann kostnað sem það var ekki tilbúið til. Í framkvæmda­ áætlun Landsnet var áformað að flytja línurnar í tengslum við uppbyggingaráform á Reykja­ nesi en þau áform breyttust og því var flutningi línanna frestað. Í yfirlýsingunni er ekki rökstutt hvers vegna sé verið að fara bráðabirgðaleið að Hamranesi í stað þess að byggja nú þegar áformað spennuvirki í Hraun­ tungum. Segir í yfirlýsingunni að nú sé uppbygging hafin á Reykja nesi og forsendur séu fyrir því að halda áfram með fyrri áform um uppbyggingu flutningskerfisins. Þessari mynd vila íbúarnir breyta. Um hvað snýst línumálið á Völlum? æljsf Lj ós m .: G uð ni G ís la so n -stöðin Hafnfirska leigubílastöðin 520 1212 T A X I Þessar línur vill fólk að fari sem allra fyrst.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.