Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.03.2015, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 26.03.2015, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Helgi hættir í Hvale yrar skóla Stefán Ingvarsson varð um helgina tvöfaldur Íslandsmeistari unglinga á Íslandsmótinu í áhalda fimleikum sem haldið var í fimleikahúsi Ármenninga um helgina. Stefán sigraði í úrslitum á hringjum og á svifrá, og fékk auk þess tvenn silfurverðlaun, á bogahesti og á tvíslá. Stefán keppti einnig til úrslita á stökki og endaði í 5. sæti. Í fjölþrautar­ keppninni sem fram fór á laugar­ dag hafnaði þessi ungi efnilegi fimleikamaður í 3. sæti, eftir harða keppni við þá Aron Frey Axelsson, Ármanni, sem varð í 1. sæti og Martin Bjarna Guð munds son, Gerplu, sem varð í 2. sæti. Bjarkarpiltar fóru með ein verðlaun til viðbótar í flokki ungl inga frá þessu móti þar sem Orri Geir Andrésson varð í 3. sæti á tvíslá. Glæsilegur árangur það hjá ungum fimleikamanni sem á enn eftir að keppa í nokkur ár í flokki unglinga en Orri Geir var einnig í úrslitum á hringum þar sem lann endaði í 5. sæti. Bjarkarstúlkurnar Nína María Guðnadóttir og Margrét Lea Kristinsdóttir áttu einnig prýðis­ gott mót. Margrét Lea hafnaði í 2. sæti í fjölþraut í flokki ungl­ inga og Nína María í 3. sæti. Sigur vegari í flokki unglinga í fjölþraut varð Nanna Guðmunds­ dóttir, Gróttu. Í úrslit um á áhöld­ um fengu þær báðar silfur­ verðlaun, Nína María á tvíslá og Margrét Lea á slá. Þær stöllur kepptu til úrslita á fleiri áhöldum. Margrét Lea varð í 5. sæti á tvíslá og Nína María varð í 5. sæti á slá og gólfi. Aðrir keppendur frá Björk sem stóðu sig einnig með prýði, öll í flokki unglinga, voru þau Breki Snorrason. 10. sæti í fjölþraut, Fannar Logi Hann­ esson, 9. sæti í fjölþraut og Sara Mist Arnar, 13. sæti fjölþraut. Stefán Ingvarsson, Vladimir Zaytsev þjálfari og Orri Geir Andrésson, stoltir með árangurinn. Stefán Íslandsmeistari unglinga Orri Geir fékk brons á tvíslá á Íslandsmóti í áhaldafimleikum Starfsmenn óskast í aðhlynningu á Hrafnistu í Hafnarfirði Óskum eftir að ráða sem fyrst starfsmenn í 80% starfshlutfall í aðhlynningu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Um er að ræða morgun-, kvöld- og næturvaktir. Unnið er aðra hvora helgi. Gefandi starf á góðum vinnustað fyrir 20 ára og eldri. Nánari upplýsingar um starfið veitir Saskia Freyja Schalk, sérfræðingur í mannauðsdeild (mannaudur@hrafnista.is). Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu hrafnistu, www.hrafnista.is HRAFNISTA HAFNARFIRÐI HRAFNISTA Reykjavík I Hafnarörður Kópavogur I Reykjanes www.hrafnista.is Stimulastik Örvun og leikfimi fyrir börn Nýtt námskeið, Stimulastik, var að hefjast hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Námskeiðið er ætlað börnum frá fæðingu til 2ja ára aldurs. Stimulastik er hannað af dönskum iðjuþjálfa og er orðið samsett úr orðunum „stimu­ lation“ og „gymnastik“ eða örvun og leikfimi og mætti því kalla Örfimi á íslensku. Tilgangur með Stimulastik er að efla og styrkja börn gegnum þá gleði sem hreyfing og leikur gefa. „Við erum að örva snerti­, jafnvægis­ og stöðuskyn, sem er undirstaða allrar hreyfigetu, sem og félagslegrar og vitrænnar færni,“ segir Hafdís Sigríður Sverrisdóttir, iðjuþjálfi og vinnuvistfræðingur. „Við viljum að börnin okkar geti lesið, skrifað, hjólað og klifrað án erfiðleika. Stimulastik getur stuðlað að því að börnin öðlist betri færni í þessu,“ segir Hafdís sem hefur sérhæft sig í hreyfiþroska barna. Einnig er hún menntuð TeBa Therapeut, en sú þekking gengur út á tengslamyndun ungabarns og móður. Nánari upplýsingar má sjá á www.mommusetur.is . Námskeiðin eru í 8 skipti og kennt er í tveimur hópum, frá fæðingu til 6 mánaða og 6 mánaða til 2ja ára. Yngri en 6 mánaða verður kennt kl. 9 en þeim eldri kl. 11 í húsnæði Listdansskóla Hafnar­ fjarðar að Bæjarhrauni 2. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum. Næsta námskeið hefst mánu­ daginn 27. apríl og er til 20. maí. Skráning er hafin á vef List­ dansskóla Hafnarfjarða www. listdansskoli.is. Tónleikar Lúðrasveitarinnar Gamli slagarinn Misty í einleik Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur tónleika í Hamarssal Flens borgarskólans á laugar­ daginn kl. 14. Á efnisskránni er meðal annars að finna verk eftir lúðra sveita­ tónskáldin Philip Sparke, Jacob de Haan og Franco Cesarini, sem allir hafa komið við sögu á tónleikum LH síðustu árin. Sousa verður heldur ekki langt undan. Einleikari á tónleikunum er Valgeir Geirsson, sem þenur draglúðurinn og leikur gamla slagarann Misty eftir Erroll Garner. Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Ósk­ arsson. Aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára. FJÖRÐUR Páll B. Guðmundsson löggiltur fasteignasali Ársæll Ó. sölufulltrúi 896 6076, as@remax.is Lækjargötu 34d, Hafnarfirði Vantar eignir á skrá Mikil eftirspurn! Frítt söluverðmat Helgi Arnarson hefur sagt upp stöðu sinni sem skólastjóri í Hvaleyrarskóla eftir 9 ára farsælt starf. Hann hefur verið ráðinn sem sviðsstjóri fræðslu­ sviðs Reykjanesbæjar. Sagði hann upp starfi sínu með bréfi 18. mars og óskar hann eftir að ljúka störfum 1. júní nk. Starf skólastjóra hefur þegar verið auglýst. Hvaleyrarskóli tók til starfa árið 1990. Í skólanum eru samtals 405 nemendur, 61 starfsmenn, þar af 45 kennarar. Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • 220 Hafnarrði • 555 4855 • steinmark.is • steinmark@steinmark.is Ársskýrslur Stafræn prentun

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.