Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.04.2015, Síða 6

Fjarðarpósturinn - 16.04.2015, Síða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 Hafnarfjörður tekur þátt Evrópska lýðræðisvikan (The European Local Democracy Week) er samevrópskur viðburð­ ur sem haldinn er árlega að frumkvæði Evrópuráðsins. Fjöldi sveitarfélaga og héraða innan 47 aðildarríkja ráðsins tekur þátt í verk efninu en megintil­ gangur þess er að stuðla að og efla lýðræðislega þátttöku borgaranna í ákvörðunum sem varða sameiginleg málefni þeirra. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og ungmenna, meðal annars í gegnum verk­ efni og viðburði tengdum skóla­ starfi. Í desember sl. lögðu bæjar­ fulltrúar Samfylkingar og VG til við bæjarstjórn að samþykkja 2 milljóna króna fjárveitingu til að standa undir kostnaði við þátt­ töku Hafnarfjarðarbæjar í verk­ efninu. Var jafnframt lagt til að sérstök áhersla yrði lögð á fræðslu um lýðræðismál í leik­ og grunnskólum og áhugasömum starfsmönnum leik­ og grunn­ skóla gert kleift að kynna sér sam bærileg verkefni og fyrir­ myndir í öðrum löndum. Mark­ miðið er að hvetja til lýðræðis­ legrar umræðu á öllum skóla­ stigum og virkja ungt fólk til þátt töku í mótun bæjarins. Meiri­ hluti bæjarstjórnar vísaði tillög­ unni til bæjarráðs sem samþykkti hana þann 15. janúar sl. Virðing, samtal og samskipti Á hverju ári sam þykkir sveit­ ar stjórn ar þing Evrópuráðsins þema viðkomandi árs, sem um leið einkennir þær fyrirmyndir og hug myndir að verkefn um og viðburðum sem þátttakendur skipu leggja. Í ár er þemað tengt fjöl menningu og ber lýð­ ræðisvikan yfirskriftina „Að búa saman í fjöl­ menningarsamfélagi: Virð ing, samtal og samskipti“. Ákvörð un ráðsins um þema ársins má túlka sem viðbrögð við þeirri þróun og þeim atburðum sem hafa átt sér stað að und­ an förnu, m.a. í Evrópu og þeim krefj andi áskor unum sem evrópsk sam­ félög standa frammi fyrir í lýð­ ræðis­ og mann réttindamálum. Næstu skref Ef vel gengur að undirbúa þátttöku bæjarins í verkefninu má gera ráð fyrir að Hafnarfjörður geti tekið fullan þátt með fjölbreyttum viðburðum og verk efnum tengdum lýð ræðis­ málum haustið 2016. Ég hvet alla áhugasama, ekki sísta kennara, tómstundafræðinga og annað áhugasamt starfsfólk sem vinnur með börnum og ungl ingum, að kynna sér verk­ efnið, hugmyndirnar og þau tækifæri sem þátttaka í Evrópsku lýðræðisvikunni býður upp á. Upplýsingar má meðal annars nálgast á heimasíðu verkefnisins: www.congress­eldw.eu Höfundur er bæjarfulltrúi og fulltrúi Íslands á sveitar­ stjórn arþingi Evrópuráðsins. Gunnar Axel Axelsson Eftir jafnan fyrri hálfleik sem endaði 16­16 komu Haukar grimmir til leiks í þeim síðari og náðu mest 6 marka forystu. Leiknum lauk svo með sigri Hauka 28­24 og FH­ingar komn­ ir í sumarfrí. Haukar því komnir í 4 liða úrslit og leika fyrsta leikinn við Val á Hlíðar enda í kvöld kl. 19.30. Sigra þarf í þremur leikj­ um til að komast í úrslit. Haukakonur úr leik ÍBV konur reyndust Haukum ofjarlar og unnu báða leiki liðanna 30­24 og 32­29. Haukar eru því úr leik eftir mjög góðan seinni hluta Íslandsmótsins. Karlalið Hauka eru því eina von Hafnfirðinga í handboltan­ um núna í vor og munu Hafn­ firðingar örugglega hvetja Hauka til sigurs. Næsti heima­ leikur er á laugardaginn kl. 16 á Ásvöllum. Árni Steinn Steinþórsson skoraði 8 mörk gegn FH á Ásvöllum. Haukar slógu FH út í úrslitakeppni í handboltanum Keppa við Val í 4 liða úrslitum – ÍBV sló Haukakonur út ..bæjarblað Hafnfirðinga NÆSTA BLAÐ kemur út síðasta vetrardag MIÐVIKUDAGINN 22. apríl. Jarðáburður fyrir áhugafólk um ræktun Hestaskítur í pokum fæst gef­ ins utan við hesthús við Sörla ­ skeið. Áhugasamir mega taka poka meðan birgðir endast.

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.