Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.05.2015, Page 2

Fjarðarpósturinn - 07.05.2015, Page 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2015 Það vakti mikla athygli þegar eigendur auglýsingaskiltis sög­ uðu niður glæsileg birkitré í borgarlandi Reykjavíkur ­ til þess eins að betur sæist á aug­ lýsingaskiltið! Greini lega er ekkert mikilvægara en tekjuöfl­ unin. Þetta vekur mann til umhugsunar um aug lýs­ ingaskiltaskóg sem vaxið hefur upp á tveimur stöðum í Hafnarfirði, skóg sem ekki hefur mátt grisja og hefur verið undanþeginn ákvæðum frægrar skilta­ reglu gerðar sem sett var hér í bæ, ekki síst til að stemma stigu við hömlulausum uppsetningum auglýs ingaskilta. Þessir skiltaskógar eru við íþrótta­ svæði stóru íþróttafélaganna, FH og Hauka og virðist ekkert hamla að skógurinn stækki þar. Hvergi þar sem ég hef komið hef ég séð svona skiltaveggi utan­ vert á íþróttamannvirkjum og er ég viss um að ekki yrði jafnvel tekið í beiðni annarra félaga um uppsetningu slíkra skóga, hvað þá fyrirtækja sem vildu kynna rekstur sinn hér í bæ. Þó deila megi um ljótleika þá er enginn vafi í mínum huga að þessir skiltaskógar eru mikil óprýði fyrir Hafnarfjörð. Mikið hef ég oft óskað þess að framan við þessi skilti verði plantað trjágróðri til að bæta ásýndina. Reyndar hjálpar það ekki mikið til í nágrenni Ástjarnarinnar, þessarar friðlýstu náttúruperlu okkar. Engin leyfi eru fyrir stórum hluta skiltanna enda hafa þau verið sett upp eftir tilkomu skiltareglugerðarinnar en hvergi hef ég fundið í fundargerðum heimild fyrir uppsetningu þeirra. Auðvitað er mikilvægt að íþróttafélög hafi möguleika á tekjuöflun en þá verða bæjaryfirvöld líka að horfa til jafnræðisreglunnar og ekki vilja menn að skiltaveggir verði reistir við húsnæði allra félaga í bænum, hvað þá fyrirtækja. Í viðtali hér í blaðinu við bæjarstjóra 4. september sl. kom fram að úttekt á rekstri og stjórnkerfi bæj ar­ ins ætti að taka 4­6 mánuði. Þá hefði úttektin átt að vera tilbúin í síðasta lagi í febrúar. Nú er kominn maí­mánuður og ekkert bólar á niðurstöðunni. Ýmis sparn aðaráform hafa þó þegar verið lögð fram án þess að úttektinni hafi verið lokið. Engar hlutaskýrslur hafa verið birtar og ekkert því sem bendir til þess að byggt hafi verið á vinnu þeirra sem vinna að úttektinni. Þessi langa bið hefur ekki hjálpað til við að halda friðinn á stjórnarheimilinu og samstaðan er lítil nema þá helst í raflínumálinu. Mikilvægt er að þessi úttekt verði kynnt bæjarbúum sem fyrst svo þeir þurfi ekki að velkjast í óvissu með sparnaðaráform sem orð róm ur er um en engin vissa. Fimm ára bekkur í Hvaleyrarskóla og Kató­málið eru gott dæmi um það. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagurinn 10. maí Fermingarguðsþjónusta kl. 11 20 fermingarbörn, sjá nafnalista á frikirkja.is Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn Þriðjudagurinn 12. maí Aðalfundur kl. 20 Aðalfundur safnaðarins verður í safnaðar­ heim ilinu þriðjudaginn 12. maí kl. 20. Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudaginn 10. maí Árleg óvissuferð sunnudagaskólans Öll börn velkomin í fylgd með fullorðnum. Lagt af stað kl. 11.00 og komið til baka ca. kl. 13.30 Engin guðsþjónusta. www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudagur 10. maí Guðsþjónusta kl. 11 Aðalsafnaðarfundur Viðistaðasóknar að lokinni guðsþjónustu. www.vidistadakirkja.is Vorhátíð fjölskyldunnar sunnudaginn 10. maí kl. 11-13 Fjölskyldustund í kirkjunni kl. 11-11.30 Barna og unglingakórar kirkjunnar syngja. Sunnudagaskólanum lýkur. Kl. 11.30-13 verður boðið upp á grillaðar pylsur, djús og kaffi. Hoppukastali fyrir börnin, leikir og tónlist. Allir velkomnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 KAFFISALA svdk. Hraunprýði verður að venju í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 11. maí kl. 15-19 Hvetjum Hafnfirðinga og nágranna til að mæta, fá sér glæsilegar veitingar og styrkja gott málefni. Allir hjartanlega velkomnir til okkar. Einnig er hægt að panta kaffimeðlæti á netfangið: stinag@internet.is Stjórn Hraunprýði Næsti.. ..kemur út miðvikudaginn 13. maí!

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.