Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.06.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 11.06.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 Magnús Bjarni Baldurs son hefur verið ráð inn verkefnastjóri nýrr ar Markaðsstofu Hafn ar fjarð ar til sex mánaða. Magnús Bjarni var ráðinn úr hópi um fimmtíu um sækjenda. Magnús Bjarni (54) hefur um ­ talsverða reynslu af mark aðs málum, upp byggingu vörumerkja, aug ­ lýsingamiðlun og stjórn unarstörfum. Magn ús mun starfa með undir­ búningsstjórn Markaðsstofunnar við að skilgreina hlutverk hennar, undir­ búa formlega stofn un, virkja samvinnu bæjarins, fyrirtækja og íbúa auk þess að vinna að stefnu­ mörkun stofunnar. „Við erum virkilega ánægð með að hafa fengið reynslu mikinn aðila með víðtæka þekkingu á mark aðsmál um til liðs við okkur. Bæjarfélagið og samfélagið hér í Hafnarfirði bindur miklar vonir við Markaðsstofu Hafnarfjarðar sem stefnt er að því að stofna formlega í haust,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri. Það er farið að draga til tíðinda í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Loksins hefur ­ aftur ­ verið tekin ákvörðun um það hvar byggja eigi nýtt hjúkrunarheimili. Það telst víst hagkvæmast að henda fullbúnum teikningum að hjúkr­ unarheimili á einni hæð sem rísa átti í nýju hverfi, Skarðshlíð í dalnum innan við Vellina. Í stað þess á að skerða enn af hrauninu í miðbænum og reisa hús á nokkrum hæðum við hlið Sólvangs. Sjáendur hafa örugglega fullvissað meirihlutann um að engir álfar búi í klettunum við Sólvang. Ákvörðunin er rökstudd með því að þetta sé í samræmi við hagkvæmniathugun sem birt var fyrir alllöngu. Þó hefur ekki verið sýnt hvernig byggingin eigi að vera, hvernig aðkoma og aðlögun að hæðóttu landslaginu verði. Þá er enn ekkert vitað hvaða starfsemi verður í Sólvangi eftir að heimilisfólkið flytur í nýja húsið. Talað hefur verið um miðstöð öldrunarþjónustu án þess að neinar ákvarðanir hafi verið teknar eða skýr framtíðarsýn verið mynduð. Það verður því örugglega kurr um þessa ákvörðun og óvissa um afstöðu hópa eins og Hraunavina sem hafa varið kletta í nágranna sveitar­ félaginu með kjafti og klóm. Hins vegar verður að fagna því að ákvörðun hefur loksins verið tekin og vonandi munu aldraðir Hafnfirðingar njóta betri aðbúnaðar en hægt hefur verið að veita á Sólvangi. En það eru fleiri tíðindi því loksins er farið að bóla á niðurstöðum úr rekstrarúttekt á hinum ýmsu sviðum í rekstri bæjarins. Reyndar áttu þessar niðurstöður að vera löngu komnar en fyrsta skýrslan er greining á samningum við íþróttafélögin þar sem kennir margra grasa og greinilegt að margt má laga. Hvort það leiði til sparnaðar í rekstri eða aðeins betri nýtingu fjár er hins vegar ekki hægt að lesa út úr skýrslunni. Vonast er til að fleiri skýrlur fari að detta inn en síðan tekur við mat á niðurstöðum og tillögugerð til úrbóta. Þó svo skýrsluhöfundar bendi á ýmislegt sem betur má fara, eru það ekki útfærðar tillögur. Því má reikna með að ekki megi vænta endanlegra tillagna fyrr en í fyrsta lagi í haust enda af miklu að taka og bæjarfulltrúar taka líklega samkvæmt venju lengsta sumarfrí sem hægt er skv. sveitarstjórnarlögum eða tvo mánuði. Er þá ekki óvarlegt að áætla að hagræðing í ljósi niðurstaðna úr rekstrarúttektinni verði ekki sýnileg fyrr en á næsta rekstrarári og niðurstöðurnar nýttar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2016. Það er gríðarlega mikilvægt að niðurstöður berist sem hraðast og að vel verði unnið úr þeim svo sátt geti myndast um framhaldið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 14. júní kl. 10 Hjólreiðamessa kirknanna í Hafnarfirði og Garðabæ Hún hefst í Ástjarnarkirkju kl. 10. Síðan er hjólað á milli kirknanna og verður einn messuliður í hverri þeirra. Þetta er mjög fjölskylduvæn messa. Hressing á leiðinni. Fermingar: astjarnarkirkja.is www.astjarnarkirkja.is Sunnudagurinn 14. júní Hjólað milli kirkna í Hafnarfirði og Garðabæ Kl. 10.30 verður stutt helgistund í Hafnarfjarðarkirkju. Allir velkomnir að taka þátt, börn sem fullorðnir. www.hafnarfjardarkirkja.is. Verkefnastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar Magnús Bjarni Baldursson. Óskar Guðjónsson, safnstjóri Menningarhússins í Árbæ hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar og tekur hann við í byrjun ágúst. Óskar er 63 ára bókasafns­ fræðingur, búsettur í Kópavogi – eins og fráfarandi forstöðu maður, Anna Sigríður Einars dóttir, sem starfað hefur hjá Bókasafni Hafnarfjarðar í tæpt 31 ár. Hún var fyrsti bóka safnsfræðingurinn sem ráðinn var til safnsins og var fostöðu maður þess frá 1992. Umsækjendur um stöðuna voru: Bergljót Tulinius Gunnlaugsdóttir, Dagný Helgadóttir, Edda Hrund Svanhildardóttir, Grétar Erlingsson, Guðmundur Halldórsson, Jón Krist inn Ragnarsson, Kristinn Hauk ur Guðnason, Óskar Guð jóns­ son, Pétur T. Gunnarsson og Sigrún Guðnadóttir. Bókasafn Hafnarfjarðar Óskar ráðinn forstöðumaður Bókasafnsins Anna Sigríður hættir. Óskar Guðjónsson tekur við. Líflegt á hafnarsvæðinu Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.