Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.06.2015, Qupperneq 8

Fjarðarpósturinn - 11.06.2015, Qupperneq 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 Kirkjurnar í Hafnarfirði og Garðabæ standa fyrir sam eig in­ legri hjólreiðamessu á sunnu­ daginn. Hún hefst í Ástjarnar­ kirkju og í Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 10. Þar verður sign­ ing og bæn auk þess sem einn sálmur verður sunginn eins og í öllum kirkj unum. Næsta stopp er í Hafnar fjarðarkirkju um kl. 10.30 þar sem flutt verður miskunnarbæn og dýrð ar söngur. Að Fríkirkjunni verð ur komið um kl. 10.50 þar sem ritn­ ingarlestrar verða og lof gjörð ar­ vers lesið. Í Víðistaða kirkju kl. 11.20 verður guðspjall les ið og örpré dikun verður í Garða kirkju kl. 11.50. Hjól reiða messunni lík ur svo í Bessa staðakirkju með altarisgöngu og blessun. Hress­ ing verður á leið inni. Greiðum atkvæði um kjarasamningana ábyrga afstöðu Sýnum ATH! Atkvæði póstleggist í síðasta lagi 18. júní 22. júní er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana FLÓABANDALAGIÐ V Samfélagssjóður Valitor veitti 10 styrki Samfélagssjóður Valitor veitti 10 styrki að heildarupphæð kr. 8.000.000 sl. fimmtudag í húsa­ kynnum sínum við Dalshraun. Hlutverk sjóðsins er að styðja við vandlega valin málefni, sem bæta mannlíf og efla. Eftirtalin verkefni og aðilar hlutu nú styrk úr sjóðn um: Ferðafélag Íslands til að setja upp skilti með upplýsingum um gönguleiðir í Skaftafelli. Kór Langholtskirkju ásamt kamm ­ ersveit til setja upp og flytja Jóhannesarpassíuna eftir Johann Sebastian Bach. Specialisterne á Íslandi til að þjálfa einstaklinga á einhverfu rófinu til að komast út í atvinnu lífið. Litla óperukompan­ íið til að setja á svið ævintýra­ óperuna Bald ursbrá. Í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna á Íslandi, til að styrkja gerð högg­ myndar af Ingibjörgu H. Bjarna­ son sem staðsett verður við Alþingishúsið. Ritun sögu versl­ unar og við skipta á Akureyri frá upphafi til okkar daga. Öldunga­ ráð Hafnarfjarðar vegna verk­ efnisins Brúkum bekki, til að fjölga bekkjum í Hafn arfirði til að stuðla að auk inni útivist og hreyfingu hjá eldri borgurum. Silja Elsabet Brynjarsdóttir til að stunda söngnám við Royal Academy of Music í London. Sigmar Þór Matthíasson til að stunda kontrabassanám við The New School í New York. Sólveig Steinþórsdóttir til að stunda fiðlunám við Universität der Künste í Berlín. Sjóðurinn var stofnaður fyrir 23 árum og hafa frá upphafi verið veittir samtals 174 styrkir til einstaklinga og samtaka. Frá afhendingu styrksins sl. fimmtudag. Nýtt hjúkrunarheimili Fjölskylduráð lagði fram tillögu á síðasta fundi ráðsins þess efnis að nýtt 60 rýma hjúkr­ unarheimili samkvæmt fyrir­ liggj andi samningi við Velferðar­ ráðuneytið frá árinu 2010 verði byggt á Sólvangsreitnum. Að beiðni minnihluta ráðsins var afgreiðslu frestað til næsta fundar en algjör ein­ hugur er um þessa ákvörð­ un að hálfu meirihluta bæjar stjórnar enda í fullu samræmi við fyrirliggjandi greiningu Capacent sem framkvæmd var síðastliðið haust um samanburð val­ kosta um staðsetningu hjúkr unarheimilis. Sólvangur verður miðstöð öldrunarþjónstu í Hafnarfirði Sólvangur var byggður árið 1953 og hefur síðan þá gengt lykilhlutverki í hjúkrun aldraðra í Hafnarfirði. Þar eru nú 56 hjúkrunarrými, 2 rými til hvíldar­ innlagnar og 8 dagdvalarrými auk sjúkraþjálfunar og mötu­ neytis sem þjónustar ennfremur íbúa í þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara að Sólvangsvegi 1­3. Á Sólvangi er þannig nú þegar fyrir hendi ýmis stoðþjónusta sem mikilvægt er að sé til staðar í nærumhverfi nýs hjúkrunar­ heimilis auk þess sem heimild er fyrir 4000fm viðbyggingu á reitnum samkvæmt núgildandi deiliskipulagi Með því að samnýta hluta af núverandi byggingu fyrir stoð­ þjónustu og stjórnunarrými vegna nýs hjúkrunarheimilis næst fram mikilvæg hagræðing í stofnkostnaði og með nálægð við stoðþjónustu næst fram rekstrarlegt hagræði auk sem sem möguleikar eru á fjölgun rýma með endurbótum á eldri bygg ingu ef samningar nást við velferðarráðuneytið. Staðsetning nýs hjúkrunar­ heimils í miðju bæjarins í grónu hverfi styður auk þess við markmið bæjarstjórnar um þéttin gu byggðar og er í samræmi við vilja hagsmuna­ sam taka og íbúa sem létu þetta mál sig miklu varða í aðdraganda síðustu bæjarstjórnarkosninga. Undirbúningur mun hefjast á næstu vikum og miðað er við að nýtt hjúkrunarheimili taki til starfa í apríl 2018. Guðlaug er formaður fjölskylduráðs og Helga er formaður umhverfis­ og framkvæmdaráðs. Helga Ingólfsdóttir Guðlaug Kristjánsdóttir Hjólað á milli kirkna Einn messuhluti í hverri kirkju Frá hjólreiðamessunni 2014. Lj ós m .: Þ ór od du r S ka pt as on

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.