Fjarðarpósturinn - 25.06.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015
Á fundi bæjarstjórnar 4. mars
2015 lögðu fulltrúar Samfylk
ingar og Vinstri grænna fram
tillögu um að fram færi óháð
stjórnsýsluúttekt sem hafi þann
tilgang að skýra stjórnsýslustöðu
Hafnarfjarðarhafnar. Var það
gert í kjölfar upphlaups sem varð
vegna tilraunar formanns hafnar
stjórnar til að áminna starfsmann
hafnarinnar fyrir að hafa upplýst
að hann hafi verið boðaður á
fund í ráðhúsinu þar sem hann
hafi verið spurður út í málefni
hafnarinnar. Hafði hafnarstjóri
áður neitað að veita honum
áminn ingu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks
höfnuðu tillögu minnihlutans á
fundinum og lögðu fram tillögu
um að fram færi úttekt á stjórn
sýslu, fjármálum og rekstri
Hafn ar fjarðarhafnar sl. tíu ár.
Út tektin yrði víðtækari á hafn
arsjóði en áform voru um í áður
sam þykktri rekstrarúttekt á
stofn unum Hafnarfjarðarbæjar.
Var sú tillaga samþykkt með
atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðis
flokks og Bjartrar framtíðar.
Ekki í samræmi við
tillöguna
Bæjarstjóri fékk síðan Capa
cent til að vinna þessa úttekt og
var skýrsla um hana gefin út 18.
júní sl. og bar nafnið Úttekt á
starfsemi Hafnarfjarðarhafnar.
Greini legt er að engin úttekt hef
ur verið gerð á stjórnsýslu Hafn
ar fjarðarhafnar eins og greinilega
er kveðið á um í samþykkt
bæjar stjórnar. Samt kemur fram í
inn gangi að skýrslan sé um
rekstur og stjórnun Hafnarfjarðar
hafnar. Skýrslan var kynnt
hafnar stjóra 16. júní sem þá fékk
fyrst tæki færi til að koma með
ábendingar og sendi hann inn
ábendingar á 5 síðum en skýrslan
var birt á heima síðu bæjarins 2
dögum síðar.
Samkeppnishöfn
Í skýrslunni kemur fram að
skipakomum hefur fækkað frá
2006 en enginn togari á lengur
heimahöfn í Hafnarfirði og
Hafnar fjarðarhöfn því í hreinum
samkeppnisrekstri. Komum
skemmtiferðaskipa hefur þó
fjölgað en sérstaklega er tekið
fyrir það markaðsstarf sem
höfnin hefur átt í, ekki síst til að
reyna að laða að fleiri skemmti
ferðaskip. Ekkert er fjallað um
landanir minni báta og kemur
m.a. fram að landaður afli heima
skipa hafi verið 19,2 tonn árið
2014 og er þá augljóslega ekki
tekinn með landaður afli báta
sem skráðir eru í Hafnarfirði.
Þess má geta að skv. upp lýsing
um frá Fiski stofu var árið 2014
landað 41.378 tonnum í Hafnar
firði og var hlutur fiski skipa með
heima höfn í Hafnar firði 510,8
tonn en í skýrsl unni segir að
mest hafi verið landað 5,5 tonn
um árið 2013!
Skipakomum fækkar en
tekjur standa í stað
Í skýrslunni kemur fram að
þrátt fyrir að skipakomum hafi
fækkað mikið frá 2006 hafi
tekjur nánast staðið í stað en þær
voru 427 millj. kr. 2014. Rekstr
ar hagnaður hefur verið 6799
millj. kr. árin 20102014 en
geng is munur hefur haft mikil
áhrif á útkomuna en hagnaður
eftir fjármagnsliði hefur verið 52
– 164 milljónir kr. en tap var á
rekstrinum 2011 og 2012, mest
25,5 millj. kr. Bent er á að
hagnaður fyrir afskriftir og
fjármagnsliði (EBITDA) hafi
farið lækkandi en hann var 124
millj. kr. 2014 og að meðaltali
150 millj. kr. 20052014. Í
samanburði við tíu stærstu hafnir
landsins var EBITDA Hafnar
fjarðar hafnar næst lægst í hlut
falli af tekjum árið 2013, næst á
eftir Reykjaneshöfn eða 32,5%
af tekjum. Skýrsluhöfundar
benda á að framlegð sé rúmlega
tvöfalt meiri en skamm tíma
skuldir sem verði að teljast vel
við un andi.
Launakostnaður er langstærsti
útgjaldaliðurinn eða um 35% af
útgjöldum. Hjá höfninni starfa
12 manns. Nokkuð er fjallað um
fjölda starfsmanna og gerður
saman burður við aðrar hafnir.
Hafnarstjóri bendir á að víða þar
sem heimaskip eru mörg sjá
skipverjar sjálfir um ýmsa vinnu
sem hafnsögumenn þurfa að
sinna þegar aðkomuskip koma
að höfn. Bent er á mikla yfirvinnu
og óreglulegan vinnutíma á
höfninni en hafnsögumenn ráða
ekki komutíma skipa í höfn og
geta áætlanir skipa breyst af
ýmsum ástæðum. Er því velt upp
hvort endurskoða þurfi vinnu
tíma fyrirkomulagið. Bent er á að
meðalaldur starfsmanna er hár,
62 ár og að yfirvinna hafi hækk
að frá 2012 og er um 73% af
mánaðarlaunum.
Kostnaðarliðir skoðaðir
Í skýrslunni er farið ofan í
ýmsa kostnaðarliði, félagsgjöld,
rekstur vörubifreiðar, rekstur
hafnsögubáta og fl. Sérstaklega
er farið í saumana á markaðs og
ferðakostnaði en árin 20062007
var tekin tekin ákvörðun um að
leggja aukna áherslu á að
markaðs setja höfnina sem
áfangastað fyrir skemmti ferða
skip. Í kjölfar þess jókst kostn
aður við markaðsmál nokkuð.
Það væri ekki að sjá að markaðs
setningin hafi verið hluti af
samræmdri markaðsstefnu sveit
arfélagsins í heild en stefna í
markaðsmálum var samþykkt í
hafnarstjórn í mars 2010. Bent er
á svo virðist sem markaðsáhersla
hafnarinnar hafi ekki skilað
miklum árangri ef litið sé til
heildartekna hafnarinnar. Segja
skýrsluhöfundar það vekja
athygli sú mikla áhersla sem
lögð hafi verið á að hafnarstjóri
sækti ráðstefnur erlendis til að
kynna höfnina. Eru ferðirnar
tíundaðar í skýrslunni og kostn
aður við þær.
Fjallað er um dagpeninga
greiðslur og engar athugasemdir
gerðar við þær nema í einu tilfelli
þar sem fjöldi daga sem greiddir
eru dagpeningar fyrir eru 3
dögum fleiri en fjöldi daga sem
ráðstefnan stóð yfir. Er birt yfirlit
yfir ferðakostnað og dagpeninga
hafnarstarfsmanna 20112014.
Kostnaður við dagpeninga var
9,1 millj. kr. þessi 4 ár en bent er
á til samanburðar að dagpeningar
annarra starfsmanna Hafnar
fjarðarbæjar var 12,6 millj. kr.
Fjallað er um söguritun vegna
100 ára afmælis hafnarinnar og
athygli vakin á að tveir af þremur
viðsemjendum voru starfsmenn
bæjarins. Ekki var tekið lægsta
tilboði og var kostnaður við
út gáfuna 2,1 millj. kr. hærri en
tilboðið hljóðaði upp á, eða
samtals 11,7 millj. kr.
Framtíðin
Í skýrslunni segir að það tæki
höfnina 7,5 ár að greiða upp allar
langtímaskuldir sínar, þ.m.t.
lífeyrisskuldbindingar, ef allri
framlegð væri ráðstafað til þess.
Bent er á að miðað við stöðuna
árið 2006 hefði það tekið 18,5 ár
svo staðan hafi batnað verulega.
Þó nýr samningur hafi verið
gerður við Alcan á Íslandi um
hafnargjöld og rekstur Straums
víkur hafnar í maí 2014 er hag
ræðing sem af honum mun leiða
ekki með í skýrslunni. Þess er
aðeins getið í texta, 5 bls. síðar,
að hann geti bætt hag hafnar
innar um 6075 millj. kr. á ári.
Lántaka hafnarinnar hefur verið í
erlendri mynt og vaxtir lágir en
gengisáhættan mikil. Eftir geng
is hagnað kom skell urinn 2008 er
lánir hafnarinnar tvöfölduðust.
Árið 2014 fékk hafnarsjóður
hlutdeild í láni sem Hafnar
fjarðarbær fékk hjá Íslands banka
og er árleg greiðsla hafnarinnar
af láninu um 48 m.kr. og ætti því
að vera vel viðráðanlegt fyrir
hafnar sjóð.
Hvað næst?
Ýmsar vangaveltur hafa verið
uppi um tilgang úttektarinnar og
heyrst hefur orðrómur um að
núverandi meirihluti vilji breyta
rekstrarformi hafnarinnar og
setja hana undir bæjarstjórn.
Stefni menn að því að segja
núverandi hafnarstjóra upp og
færa starf hans undir bæjarstjóra.
Á það hefur líka verið bent að
hafnarstjórn hefur verið mjög
einhuga á undanförnum árum og
ekkert kemur fram í úttektinni
sem bendir til þess að óeðlilega
hafi verið staðið að málum.
Fulltrúar í hafnarstjórn eru í
flestum tilfellum bæjarfulltrúar
eða varabæjarfulltrúar svo
tenging við bæjarstjórn hefur
alltaf verið mikil.
Allir þurfa á okkur að halda en
færri virðast líta á okkur sem
mikilvægan hlekk í uppeldi
barnsins.
Þegar foreldrar fara á stúfana að
leita sér að dagforeldri fara flestir
að með gát. Margir velja sér
dagforeldri nálægt heimili og
aðrir hafa fengið afspurn af
ákveðnu dagforeldri hjá vinum og
vandamönnum. Við gerum okkur
grein fyrir hversu erfið þessi
tímamót hjá foreldrum og barni
geta verið. Aðlögun er því oftast
bæði fyrir foreldra og barn. Þar
sem við störfum langflest heima
hjá okkur og höfum eingöngu
leyfi fyrir 5 börn þá getum við
boðið upp á rólegt, heimilislegt og
náið umhverfi. Við upplýsum
foreldra um uppeldisstefnu, mat
ar ræði, dagsskipulag svo fátt eitt
sé nefnt. Við reynum eftir fremsta
megni að koma til móts við þarfir
barnsins. Við getum upplýst for
eldra í lok dags um líðan barnsins
frá aö þar sem engin nema við
höfum komið að umönnun barns
ins á gæslutíma. Við getum boðið
uppá sveigjanleika ef foreldrum
seinkar í umferð, ef foreldrar
þurfa að fá greiðslufrest og margt
margt fleira. Náin samskipti og
vinskapur myndast oft sem helst
langt framyfir dvöl barnsins.
Samtök dagforeldra í hafnarfirði
hafa haldið fyrirlestra um
mikilvægi góðra samskipta.
Dagforeldrastarfið hefur sætt
mikilli gagnrýni í nokkurn tíma.
Margir virðast standa í þeirri trú
að daggæsla í heimahúsi sé
geymsla þangað til barnið fer á
leikskóla, það er auðvitað mikill
misskilningur því dagforeldrar
eru að vinna ótrúlega gott starf
með börnunum sem er góður
undirbúningur fyrir leikskólann.
Foreldrum finnst gjaldið alltof
mikið og treysta oft ekki fólki í
heimahúsi fyrir börnum sínum. Í
allri þessari umræðu hefur ekki
verið rætt um hvaða skilyrði fólk
þarf að uppfylla til að fá
dagforeldraleyfi. Mikið eftirlit er
með dagforeldrum og þurfum við
að aðlaga heimili okkar að þeim
skilyrðum sem heilbrigðiseftirlitið
og leyfisveitendur setja okkur.
Sex sinnum á ári er komið í bæði
boðaðar og óboðaðar eftirlitsferðir
til okkar og skýrslur gerðar um
heimsóknina. Dagforeldrar fagna
þessu eftirliti því það gefur okkur
aukið gagnsæi. Dagforeldrar
spyrja sig oft af hverju er ekki
niðurgreitt jafn mikið með barni
hjá dagforeldri og á leikskóla. Er
það sanngjarnt gagnvart foreldr
um og er það sanngjarnt gagnvart
okkar starfi. Væri ekki verið að
bjóða uppá raunverulegt val ef
foreldrum byðist að borga svipað
gjald og hjá leikskólum? Þar
þurfa sveitarfélögin að taka sína
ábyrgð.
Það er nokkuð ljóst að 6
mánaða börn eru ekki öll að fara
að fá leikskólapláss á næstunni.
Hvernig væri að hugsa þetta á
þann hátt að öll börn 1824
mánaða komist á leikskóla og
yngri börnin séu í höndum þeirra
sem henta vel til starfsins, þ.e
dagforeldrum. Af hverju á þessi
stétt stöðugt að búa við þá
hugmynd að verið sé að útrýma
henni, það yrðu mikil mistök því
það er nokkuð ljóst að dagforeldrar
eru mjög mikilvægir og án okkar
kæmust fáir af. Af hverju er ekki
hægt að raunverulega byggja upp
dagforeldrakerfið þannig að allir
séu sáttir. Þegar stöðug er verið að
leggja fram tillögur um að lækka
inntökualdur á leikskóla skapar
það ekki bara starfsóöryggi hjá
okkur heldur hætta einnig margir
dagforeldrar. Mikið hefur borið á
því undanfarið að ekki hafa verið
nógu mörg laus pláss hjá
dagforeldrum og foreldrar jafnvel
þurft að fara í annað bæjarfélag.
Við viljum fá viðurkenningu á
okkar starfi og að allir átti sig á
því hversu nauðsynlegir dagfor
eldrar eru.
Árlega er gerð skoðanakönnum
meðal foreldra sem eiga börn hjá
dagforeldrum og hefur hún ávallt
komið mjög vel út. Það segir
okkur að fólk er ánægt með starf
dagforeldra. Ef foreldrar ættu
möguleika að borga jafnmikið hjá
dagforeldri og á leikskóla þá væri
verið að bjóða uppá raunverulegt
val. Eða eru allir búnir að gleyma
að það er svo gott að hafa val?
Virðingarfyllst,
Samtök dagforeldra í
Hafnarfirði.
Skilaboð frá dagforeldrum í Hafnarfirði
Úttekt á rekstri Hafnarfjarðarhafnar
Engin úttekt gerð á stjórnun hafnarinnar eins og fyrirskrifað var
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n