Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.06.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 25.06.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015 Viðarvinir héldu nýlega sýningu í gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg. Það var við hæfi að sýna mest tálgaða fugla sem félagar í Viðarvinum höfðu gert. Höfðaskógur er þekktur fyrir að hýsa gott úrval fugla enda koma þangað fjölmargir fuglaáhugamenn allt árið um kring til að ná myndir af sjald­ séðum fuglum. Hvort þeir náðu mynd af spýtufuglunum er ekki vitað. Finndu Ratleikinn á Facebook! Frítt ratleikskort má fá í Ráðhúsinu, í Bókasafninu, á sundstöðum, í Fjarðarkaupum, bensínstöðvum, Músik og sport, Fjallakofanum, Altis, hjá Skógræktinni og víðar. Ratleikur Hafnarfjarðar Pólskt gamanverk í Gaflaraleikhúsinu Ljómi liðinna daga – Czar dawnych lat Gaflaraleikhúsið og menning­ ar hús Wroclawborgar í Póllandi, Centrum Kultury Wroc ław Zachó, verða með sýn ingu á pólska gamanleiknum „Ljómi liðinna daga“ (Czar dawnych lat) með sönglögum Beatu Malczewsku og í flutningi henn­ ar á sunnudaginn kl. 19. Beata starfar hjá Camelot kaba rettnum og Gamla þjóðleikhúsinu í Kraká og er ein þekktasta gam­ an leikkona Pólverja.Verkið er létt og skemmtilegt með tónlist. Sýningin er textuð á skjá og einnig er hægt að hlusta á íslenska þýðingu í heyrnartólum. Aðgangur er ókeypis og hægt er að panta miða í síma 565 5800 og midasala@gaflaraleikhusid.is Ljómi liðinna daga er á vegum verkefnisins „Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu“ sem er styrkt af menningarsjóði EES svæðisins og pólska menn­ ingarráðuneytinu og fjallar um að aðlaga listviðburði að þörfum blindra og sjónskerta með lýsingu á því sem gerist á kvik­ myndatjaldinu og sviðinu. Sýningin er í samstarfi við Blindrafélagið. Gaflaraleikhúsið hefur verið í þessu samstarfi frá 2013 með menningarhúsi Wroc­ law borgar og sýnt var verk frá Póllandi í fyrra í Gaflara leik­ húsinu og fyrir tveimur vikum var Unglingurinn sýndur við góðan orðstír í Wroclaw. Beata Malczewska Undirbúningi að byggingu hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð var lokið er núverandi meirhluti ákvað að fresta fram kvæmd um og láta gera úttekt á fleiri valkost­ um. Búið var að setja mikinn kostnað í undir búning, lokið var við allar arki tektateikningar, verk fræðiteikningar og þá voru öll útboðsgögn til búin. Ekki virð ist vera gert ráð fyrir þessum kostnaði í saman burði á kost un­ um. Niðurstaða skýrslu sem Capa­ cent vann er að samkvæmt veg­ inni einkunn er staðsetning á Sólvangs reitnum valinn hag­ kvæmasti kosturinn, sérstaklega ef horft er til rekstrar og stofn­ kostnaðar. Settar voru upp 4 sviðsmyndir og mismunandi mat gefið á hina ýmsu þætti. Í skýrslunni er vegin meða leink­ unn hærri fyrir Sólvangs svæðið í þremur sviðsmyndanna en fyrir Skarðshlíð í einni. Byggt á takmörkuðum upplýsingum Í skýrslunni er tekið fram að matið byggi á takmörkuðum upplýsingum, því nákvæm út ­ færsla liggur ekki fyrir um skipu­ lag Sólvangs og viðbygg ingar við hann. Samþykkt ráðuneytisins hefur fengist fyrir uppbyggingu við Skarðshlið og landið virðist henta vel til uppbyggingar skv. upplýsingum í skýrslunni. Óvissa hefur ríkt um eignar­ haldið á Sólvangi, þ.e. hvort það er alfarið í eigu bæjarins, að 85% eða 60%. Hvort heldur byggt verður hjúkrunarheimili eða önnur aðstaða fyrir aldraða á staðnum þarf að komast að sam­ komulagi við ríkissjóð um ráð­ stöfunina. Álitsgjafar bentu á að ef byggt verður á Sólvangsreitnum þá mun það líklega vera gert í óþökk hraunavina í bænum og hætt við neikvæðum viðbrögðum við framkvæmdinni. Skiptar skoð ­ anir eru um hversu gott bygg­ ingarlandið er til fram kvæmda. Í framhaldi af þessari úttekt lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í fjöl­ skylduráði til á fundi ráðsins 5. júní sl. að nýtt 60 rýma hjúkr­ unar heimili sam kvæmt fyrir­ liggjandi samningi við Velferðar­ ráðuneytið frá árinu 2010 rísi á Sólvangsreitnum. Jafnframt er bæjarstjóra falið að taka upp formlegar viðræður við Velferð­ arráðuneytið um fjölgun hjúkr­ unarrýma í bænum enda fyrir­ liggjandi brýn þörf á frekari uppbyggingu á næstu árum. Vísað til bæjarstjórnar Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar og tekið fyrir á fundi ráðsins 19. júní sl. Þar samþykkti fjölskylduráð tillög­ una með þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar en Samfylking og VG greiddu atkvæði gegn tillögunni. Afgreiðsla gagnrýnd Létu fulltrúar minnihlutans bóka að þeir teldu að vísa ætti málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn þar sem um verulega stefnu­ breytingu í hjúkrunar heimilis­ málinu væri um að ræða. Furð­ uðu þeir sig á þeirri afstöðu meirihlutans að virða ekki erindisbréf ráðsins þar sem komi skýrt fram í 7. gr. „Ætíð skal þó vísa máli til afgreiðslu bæjar­ stjórnar ef tveir ráðsmenn, hið minnsta, æskja þess.“ Sviðsstjóra var þá falið að leggja fram erindisbréf starfshóps um verkefnið á næsta fundi og var málinu vísað til bæjarstjórnar. Ekki er hægt að sjá í fundargerð að tillagan sé stíluð til bæjar­ stjórnar og því óljóst hvað átt er við með vísun til bæjarstjórnar þar sem fjölskylduráð hefur þegar samþykkt tillöguna. Fjölskylduráð hefur samþykkt byggingu hjúkrunarheimilis á Sólvangsreitnum Málinu var vísað til bæjarstjórnar að ósk minnihlutans Skarðshlíð „Staðsetning heimilisins fjarri miðbæ gerir það hins vegar afskekkt og er líklegt til þess að draga úr heimsókn­ um aðstand enda, að minnsta kosti þangað til hverfið byggist upp að fullu.“ Sólvangssvæði „Ekki verður hægt að byggja hjúkrunarheimilið á einni hæð svo sem æskilegt er talið í við miðunum ráðuneytisins um bygg ingu og starfsemi hjúkr unar heimila.“ Hér er stefnt að því að koma fyrir 3­4 hæða húsi með 60 hjúkrunarrýmum. Engar tillögur hafa enn verið lagðar fram um nánari útfærslu, aðkomu að húsinu, aðlögun að hrauninu eða útlit. Knattspyrnulið FH dróst á mánudag á móti finnska liðinu Seinäjoen Jalkapallokerho frá Seinäjoki í Finnlandi í Evrópu­ keppni UEFA. SJK var stofnað árið 2007 við samruna félaganna TP­Seinäjoki og Sepsi­78 og leikur í efstu deild í Finnlandi. Liðið varð í 2. sæti á síðasta tíma bili. Fyrri leikurinn er í Finnlandi fimmtudaginn 2. júlí. Leikurinn verður á gervigrasvelli við hlið Ólympíuleikvangsins í Helsinki, en völlurinn tekur 10.770 áhorf­ endur á móti 3.500 sem þeir hefðu getað tekið á móti á sínum heimavelli. Síðari leikur inn verð ur 9. júlí á Kaplakrika. SJK sigraði FH 2­0 á æfinga­ móti á á Spáni í mars sl. FH heimsækir KR Á laugardag dróst lið FH svo á móti KR í 8 liða úrslitum bikar­ keppni karla og verður leikið á KR­vellinum sunnudaginn 5. júlí kl. 19.15. FH mætir SJK frá Seinäjoki í Finnlandi Evrópuleikur í Kaplakrika 9. júlí Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Kaldárselsvegi • sími 555 6455 Tré og runnar ...í garðinn þinn Spýtufuglarnir í skóginum Viðarvinur að störfum. Lj ós m yn di r: Fr ið rik B re kk an

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.