Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.07.2015, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 09.07.2015, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2015 Það var full samstaða og ein­ róma samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að láta óháð ráð­ gjafafyrirtæki taka út rekstur bæjarins og koma með tillögur að umbótum. Að okkar mati á það enda að vera eðlilegur hluti af rekstri bæjarfélags að ráðast í slíkar úttektir með reglubundnum hætti samhliða hefð­ bund inni vinnu við gerð fjárhagsáætlana. Ólíkt því sem haldið hefur verið fram hefur því enginn ágreiningur verið um þá vinnu sem ráðist var í sl. haust. Fulltrúar minnihlutans hafa aftur á móti gert alvarlegar athuga semdir við ólýðræðisleg vinnu brögð meirihluta bæjar­ stjórnar Hafnarfjarðar í málinu og hvernig hann hefur valið að standa að ákvörðunum á grund­ velli þessarar vinnu. Hafa fulltrúar meirihlutans opinber­ lega reynt að snúa þeirri gagnrýni á hvolf og haldið því fram að minnihlutinn hafi neitað að taka þátt í úrvinnslu þeirra tillagna sem bárust. Staðreyndir málsins Staðreyndirnar í málinu eru þær að fulltrúar minnihlutans féll ust ekki á þá hugmynd meiri­ hlutans að kjörnir fulltrúar ættu að taka sér það hlutverk að velja hvaða hlutar þeirra skýrslna sem unnar voru fyrir bæjarstjórn ættu að verða opinberar almenningi og hverjir ekki. Við töldum það óeðlilegt að kjörnir fulltrúar tækju sér það hlutverk að ritstýra niðurstöðum og tillögum utan­ aðkomandi ráðgjafa sem sér­ staklega hefðu verið ráðnir sem faglegir og óháðir. Það samrýmist einfaldlega ekki okkar hugmynd­ um um opin og lýðræðisleg vinnu brögð né heldur teljum við slíkar aðferðir líklegar til þess að auka trúverðugleika og traust til þessa mikilvæga verkefnis úti í samfélaginu. Við fulltrúar minnihlutans lögð um því til að verkefnaskil ráðgjafanna yrðu með hefð­ bundn um hætti, þeir myndu leggja fram skýrslur sínar með greiningu og tillögum og kynna niðurstöður sínar fyrir bæjarráði. Í framhaldinu yrðu gögnin gerð opinber og kynnt almenningi. Þá töldum við sömuleiðis eðlilegt að viðkomandi fagráð fengju tækifæri til að fjalla um það sem að þeim snéri líkt og samþykktir bæjarins gera ráð fyrir. Í framhaldinu myndi bæjarstjórn vinna að yfirferð skýrslnanna í opnu og lýðræðislegu ferli og gera tillögur að breytingum á grundvelli þeirra. Á þetta gátu fulltrúar meirihlutans ekki fallist. Bæjarstjórinn skrifar skýrslu Einnig gerðum við athugasemd við að starfandi bæjarstjóri skyldi framkvæma hluta úttekt­ ar innar án þess að það hefði nokk urs staðar verið samþykkt að fela honum það verkefni. Töldum við það ekki samýmast þeirri gundvallarforsendu fyrir samþykkt bæjarstjórnar að um óháða vinnu væri að ræða og heldur ekki líklegt til að skapa nauðsynlegt traust og trú verðug­ leika í kringum verkefnið. Á þetta sjónarmið gátu fulltrúar meirihlutans heldur ekki fallist. Þar sem fulltrúar meirihlutans gátu ekki fallist á tillögur minni­ hlutans um opna stjórnsýslu og kynningu á skýrslum, niður stöð­ um og tillögum ráðgjafanna fyrir almenningi samhliða kjörn um fulltrúum var fulltrúum minni hlut­ ans kippt út úr vinnunni og upp­ lýsingaflæði til þeirra stöðvað. Ólöglegar uppsagnir Í framhaldinu var boðað nær fyrirvaralaust til aukafundar í bæjarstjórn þar sem meirihlutinn keyrði í gegn ákvarðanir um breytingar á stjórnkerfi bæjarins án þess að nokkur kynning hefði farið fram á niðurstöðum þeirrar rekstrarúttektar sem breyting­ arnar eru sagðar byggja á. Þetta var gert og fólki sagt upp störfum án þess að fram hafi farið tvær umræður um breytingarnar í bæj arstjórn líkt og samþykktir bæjarins kveða á um. Á þessi vinnubrögð getum við ekki fallist og teljum þau aðför að lýðræðislegum vinnubrögðum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Höfundar eru bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG. Knattspyrna: Heimaleikir: 9. júlí kl. 19.15, Kaplakriki FH - SJK Evrópudeild UEFA 12. júlí kl. 19.15, Kaplakriki FH ­ Fylkir úrvalsdeild karla 13. júlí kl. 19.15, Ásvellir Haukar ­ HK 1. deild karla 16. júlí kl. 20, Ásvellir Haukar ­ Keflavík 1. deild kvenna 17. júlí kl. 19.15, Ásvellir Haukar ­ Víkingur Ó. 1. deild karla 19. júlí kl. 20, Kaplakriki FH ­ KR úrvalsdeild karla 22. júlí kl. 20, Kaplakriki FH ­ Fram 1. deild kvenna 29. júlí kl. 19.15, Ásvellir Haukar ­ KA 1. deild karla 5. ág. kl. 19.15, Kaplakriki FH ­ Valur úrvalsdeild karla 7. ág. kl. 19, Kaplakriki FH ­ Álftanes 1. deild kvenna Knattspyrna úrslit: Karlar: BÍ/Bolungarvík ­ Haukar: 2­2 KR ­ FH: 2­1 Haukar ­ Þróttur R.: 1­2 SJK ­ FH: 0­1 Konur: Fjölnir ­ FH: (miðv.dag) Íþróttir FJÖRÐUR Minn metnaður er heiðarleiki, vönduð vinnubrögð og persónuleg þjónusta. Ársæll Steinmóðsson sölufulltrúi, 896 6076, as@remax.is Lækjargötu 34d, Hafnarfirði, sími 519 5900 | Heiðarleiki – Gleði – Metnaður Ertu í fasteignahugleiðingum? Mikil eftirspurn! Frítt söluverðmat Páll B. Guðmundsson löggiltur fasteignasali Ársæll Steinmóðsson sölufulltrúi Næsta blað 13. ágúst Fjarðarpósturinn er kominn í sumarfrí. Næsti Fjarðarpóstur eftir sumarfrí kemur út fimmtu daginn 13. ágúst.Sundfélag Hafnarfjarðar • sh@sh.is • www.sh.is • 555 6830 Allar upplýsingar um sumarsund Sundfélags Hafnarfjarðar og innritun verða á heimasíðu SH www.sh.is. styrkir barna­ og unglingastarf SH Tímabil í boði: 6. - 17. júlí 20. - 31. júlí Sumarsund fyrir hressa krakka Sumarsundskóli Sundfélags Hafnarfjarðar, SH, er með námskeið í Ásvallalaug, Sundhöllinni og Lækjarskólalaug í sumar Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 4-10 ára og standa yfir í tvær vikur eða 8-10 skipti. Er barnið þitt að byrja í skóla í haust og er óöruggt í vatninu? Skráðu það í Sumarsund SH! Námskeið fyrir 3-4 ára með foreldrum í boði í júlí! Eftir að hafa ekki átt skot að marki í fyrri hálfleik má segja að FH hafi stolið sigrinum á SJK Seinäjoki í Efrópukeppni í knatt­ spyrnu karla. Steven Lennon skoraði beint úr auka spyrnu á 56. mínútu, úr fyrsta markskoti FH. Síðari leikur liðanna er í kvöld kl. 19.15 í Kaplakrika og dugar FH jafntefli til að komast áfram. Komist FH áfram leikur liðið annað hvort við Laç frá Albaníu eða İnter Baku frá Aserbaídsjan en liðin skildu jöfn í fyrri leik liðanna. Leikið er 16. og 23. júlí. Í vondum málum í bikarnum Það gekk ekki eins vel hjá FH í bikarkeppni karla því KR sigraði FH í 8 liða úrslitum 2­1 og er FH því úr leik. FH í góðri stöðu í Evrópukeppninni Sigraði SJK Seinäjoki í Helsinki Aðför að lýðræðislegum vinnubrögðum Adda María Jóhannsdóttir Elva Dögg Ásu- dóttir Kristinsdóttir Gunnar Axel Axelsson Ófeigur Friðriksson Kennarinn Þá fróðleiksþorsti fyllir ungar sálir og fagrar vonir bærast létt í hjörtum: Vaknar þráin eftir vinarljóðum í verndarhjúpi ljúfum, sólarbjörtum. Þar gleðin býr er glitra tærir vetur og glæðist von um líf í fögrum heimi. Er mótar gangan börn á menntavegi, mildi kærleikans ei nokkur gleymi. Svo dýrmæt þá er dásemd góðra kynna og djúpt er snortið barn af námsins meiðum. Við leiðarenda lifna þakkarskuldir sem lífið allt með breytni okkar greiðum. Tileinkað Sigríði Þorgeirsdóttur, kennara af guðs náð, sem nú hefur látið af störfum við Öldutúnsskóla eftir 54 ár í starfi. Hún var kennarinn minn frá upphafi grunnskólagöngu minnar þar árið 1972 og allt til loka sjötta bekkjar. Veran í skólastofunni hjá Sigríði er sveipuð hlýjum og björtum ljóma ljúfra minninga um kennara sem lét sér sérlega annt um nemendur sína, menntun þeirra og velferð. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að kenna með henni í sama skóla áratugum síðar. Sigríður er einstakur fræðari og hreinræktaður mannvinur ­ sannkölluð fyrirmynd og holdgervingur allra þeirra eiginleika sem prýða hinn fullkomna kennara. Ég færi henni innilegar þakkir fyrir árin í Öldutúnsskóla og óskir um bjarta framtíð. – Jóhann Guðni Reynisson.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.