Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.09.2015, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 03.09.2015, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Safnaðarstarfið er að hefjast Sunnudagurinn 6. september Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldmessa kl. 20 Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. Miðvikudaga í vetur í safnaðarheimilinu: Foreldramorgnar kl. 10-12 Krílakór yngri kl. 16.30 (2 ára og 3 ára í fylgd með foreldrum) Krílakór eldri kl. 17-7.40 (4 ára og 5 ára) Kirkjukórinn æfir kl. 18.30 Fimmtudaga: Krílasálmar í kirkjunni kl. 10.30 Stund fyrir ungbörn 3ja mánaða til 24 mánaða. Sjá nánar á www.frikirkja.is Viltu vinna hjá KFC? óskast til ræstingastarfa hjá KFC Hafnarfirði. er frá kl. 8:00–14:00 eða eftir samkomulagi, fimm daga vikunnar. eru gerðar sérstakar menntunarkröfur. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. um starfið veitir Barbara, mannauðsstjóri KFC, í síma 515 0920 eða í tölvupósti, barbara@kfc.is. getur sótt um starfið með því að fylla út umsókn á kfc.is. Þrátt fyrir mótmæli nágranna og undirskriftarlista með mót­ mæl um samþykkti skipulags­ og byggingarráð á fundi sínum 25. ágúst breytta deiliskipulagstil­ lögu að lóðinni Stekkjarberg 9. Fyrr hafði verið kynnt deiliskipu­ lagstillaga sem gerði ráð fyrir 13 íbúðum í par­ og raðhúsum á þremur hæðum ásamt stakstæð­ um bílskúrum en á lóðinni hafði staðið lítið einbýlishús. Lóðin er við friðlýst Stekkjar­ hraunið en í raun hluti af svæð­ inu. Fengu eigendur lóðarinnar árið 1987 verðlaun fegrunar­ nefndar Hafnarfjarðar fyrir „falleg an garð með uppsprettu­ lind þar sem náttúruvernd er höfð í fyrirrúmi og íslenska flóran fær vel notið sín.“ Fullyrðir lögmaður nágranna að graftrarleyfi á lóðinni hafi verið gefið í heimildarleysi og miklar skemmdir hafa verið unnar þannig að grunnvatnsstaða í tjörnum snarminnkaði. Ekki má deiliskipuleggja eina lóð Í bréfi lögmannsins til bæjaryfirvalda er bent á að ekkert deiliskipulag sé til fyrir þessa lóð og lóðirnar í kring en deiliskipulagi fyrir þær hafði verið frestað er deiliskipulag var gert fyrir svæðið 1993. Bendir hann á fjölmargar brotalamir sem hann telur vera á vinnslu málsins. Túlkun lóðarhafa á skoðun nágranna nýtt Í fundargerð skipulags­ og byggingarráðs frá 25. ágúst er vísað í tölvupóst frá lóðarhafa, Ágústi Má Ármann þar sem hann vísar í samtal við nágranna og segir þá geta sæst við byggingaráformin ef húsin verði lækkuð í tvær hæðir. Fylgdi tölvupósturinn fundargerðinni en hefur nú verið tekinn út en ljóst er að ráðsmenn hafa tekið tillit til hans við afgreiðslu málsins án þess að hafa fyrir því að kanna sannleiksgildi hans. Nágrann­ arnir segja að fullyrðingar í tölvupóstinum séu rangar og upplýsa ráðsmenn að þeir hafi aldri fengið hann til að tala máli þeirra, heldur hafi falið lögmanni sínum það verk. Fá ekki öll gögn Lögmaður nágrannanna gagnrýnir seinagang við afhend­ ingu gagna og gagnrýnir einnig að hann hafi ekki fengið í hendurnar gögn sem máli skipti. Það vekur líka athygli við afgreiðslu skipulags­ og bygg­ ingarráðs að ráðið birtir ekki með fundargerðum sínum athuga semdir og svör né neinn rök stuðning fyrir samþykkt sinni. Hart deilt á deiliskipulagstillögu Ráðsfulltrúar sagðir illa upplýstir

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.