Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.09.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 03.09.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Menntamálaráðherra hefur sagt að 30% drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Þetta nefndi hann fyrst á Alþingi í desember 2013 og vísaði þá til niðurstaðna úr PISA­könnun. 78% barna, drengja og stúlkna geta lesið sér til gangs við útskrift úr grunnskóla en með þjóðarátaki í læsi sem hrundið hefur verið af stað er stefnt að því að hækka hlutfallið í 90%. Verða skimunar­ próf notuð til að meta árangurinn. Þau hafa þann tilgang að finna börn sem þurfa aðstoð og að meta stöðuna svo skólakerfið geti brugðist rétt við. Þjóðarátakið er í senn yfirlýs­ ing og samningur við hvert sveitarfélag í landinu um sam­ eiginlegan skilning á mikilvægi læsis og að unnið verði eftir fremsta megni að því marki að a.m.k. 90% nemenda í hverju sveitarfélagi geti lesið sér til gagns árið 2018. Í Hafnarfirði var athöfn í Lækjarskóla þar sem flutt voru ávörp. Menntamálaráðherra talaði, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar, deildarstjóri á fræðsluskrifstofu en auk þess söng skólakórinn og nemandi las ljóð. Yngstu krakkarnir sátu ótrúlega róleg og stillt en þegar hinu talaða máli ætlaði aldrei að linna sá kennari þeirra aumur á þeim og þau hurfu út í góðviðrið. Það voru svo menntamála­ ráðherra, Illugi Gunnarsson, for­ maður fræðsluráð, Rósa Guð­ bjartsdóttir og fulltrí Heimilis og skóla, Ólafur St. Arnarsson sem undirrituðu samninginn. Þjóðarátak í læsi hafið í Hafnarfirði Samstarfssamningur undiritaður sl. föstudag Rósa Guðbjartsdóttir, Illugi Gunnarsson og Ólafur St. Arnarsson. Glæsilegir nemendur sem eiga framtíðina fyrir sér. Þeim leiddist þó löngu ræðurnar. Glæsilegur upplestur. SJÚKRAÞJÁLFARINN HEILSURÆKT Strandgata 75 220 Hafnarfjörður www.sjukrathjalfarinn.is © F ja rð ar pó st ur in n 20 15 09Skráning og nánari upplýsingar í síma 555 4449 Opið: mán - fös 8 - 19 laugardaga 9 - 12 Tækjasalur Bjartur og vel búinn tækjasalur Kvennaleikfimi Hressileg leikfimi fyrir konur á besta aldri Hópþjálfun fyrir hjarta- og lungnasjúklinga Hópþjálfun fyrir hjarta- og lungnasjúklinga Fjölbreytt þjálfun fyrir hjarta- og lungnasjúklinga, eftirlit og fræðsla (hefst 14. september). Heilsueflandi þjálfun eldri borgara Hópþjálfun fyrir eldri borgara. Fjölbreyttar styrkjandi, þolaukandi og jafnvægismiðaðar æfingar undir leiðsögn tveggja sjúkraþjálfara. Vatnsleikfimi Almenn þol og styrktarmiðuð þjálfun í vatni. Hentar öllum getustigum. Slitgigtarskólinn Vandað 8 vikna námskeið fyrir fólk með slitgigt í hnjám eða mjöðmum. Markmiðið er að draga úr einkennum slitgigtar og auka lífsgæði með fræðslu og markvissri þjálfun. Jafnvægisþjálfun Hópþjálfun fyrir einstaklinga sem glíma við jafnvægistruflanir Yoga I, II og III og meðgönguyoga Fyrir unga sem aldna Frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar Getum bætt við nokkrum nemendum í Forskóla fædd 2008 og 2009. Nokkur laus pláss á 3ja mánaða söngnámskeið til reynslu Hægt er að komast að í nám á trompet og básúnu. Eins eru laus pláss á raf-bassa og eða kontrabassa Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu skólans í síma 555 2704 eða með tölvupósti tonhaf@tonhaf.is Finndu Ratleikinn á Facebook! LEIKURINN STENDUR TIL 21. SEPTEMBER Frítt ratleikskort má fá m.a. í Ráðhúsinu og í Bókasafninu. Ratleikur Hafnarfjarðar Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.