Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.09.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 17.09.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015 Fyrirsjáanleg er tvöföldun á kostnaði vegna yfirtöku Strætó bs. á akstursþjónustu fatlaðra um síðustu áramót, sem að óbreyttu mun falla á sveitarfélagið. Þetta kemur fram í minnisblaði sviðsstjóra Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar sem segir þessa stöðu kalla á endurmat. Fjölskylduráð fundaði um málið sl. föstudag og fól svið­ stjóra að meta fyrirkomulag akst urs þjónustu fatlaðra á grundvelli fyrirliggjandi gagna um verð, þjónustustig og kostn­ aðarskiptingu og skoða með hvaða hætti þessi þjónusta verður best tryggð til framtíðar með hagsmuni notenda og sveitarfélagsins að leiðarljósi. Forsendur brosnar Strætó bs. var formlega falin umsýsla með rekstri ferðaþjón­ ustunnar með samkomulagi milli þeirra sveitarfélaga sem aðilar eru að samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. þann 19. maí 2014. Ekki var undirritaður sérstakur samningur milli Strætó og sveitarfélaganna í tilefni þess að Strætó tók við umsýslu ferða­ þjónustunnar heldur virðist byggt á almennri yfirlýsingu Strætó í skýrslu frá því í nóvember 2013, um að taka verkefnið að sér. Í minnisblaði Strætó frá 22. október 2014 kom fram fram að Strætó teldi ekki ástæðu til annars en að gera ráð fyrir að kostnaður við akstur yrði sambærilegur árið 2015 og hann var árið 2014. Í minnisblaði Juris slf. frá 2. júlí sl., sem hlýtur að túlkast sem lögfræðiálit, sem Hafnar fjarðar­ bær lét gera segir að svo virðist sem þær forsendur sem Strætó gaf sveitarfélaginu hafi ekki staðist og muni ekki gera það á árinu 2015. Getur ekki rift samningi við Strætó Hafnarfjarðarbær getur ekki rift samningi við Strætó þar sem Strætó er í raun ekki aðili að sam komulagi sveitarfélaganna um ferðaþjónustu fatlaðra. Strætó var hins vegar falið að sjá um rekstur þjónustunnar í sam­ ræmi við samkomulag sveitar­ félaganna og stofnsamn ing Strætó. Þá segir í lögfræðiálitinu að ekki sé raunhæft að leggja til riftun á samkomulagi sveitar­ félaganna enda verði ekki séð að fosendur samkomulagsins séu brosnar, heldur snúi þeir þættir að aðkomu Strætó. Þarf samþykki hinna sveitarfélaganna Möguleikar Hafnar fjarðar­ bæjar á því að draga sig úr sam­ komulaginu eru tvennskonar skv. lögfræðimatinu, annars vegar að draga sig alfarið úr samstarfi sveitarfélaganna en hins vegar að vera áfram aðili að samkomulaginu en að Strætó fari ekki lengur með umsjón ferðaþjónustu fatlaðra fyrir Hafnarfjarðarbæ. Tillögu þess efnis þyrfti að leggja fyrir sveitarstjórnir þeirra sveitarfélaga sem aðilar eru að því til sam­ þykktar og væri því hugsan legt að bæjarstjórn Hafnar fjarðar­ bæjar myndi samþykkja tillögu þess efnis að leita viðræðna við önnur sveitarfélög um uppsögn samkomulagsins að hluta eða öllu leyti. Ekki samþykkt í bæjarstjórn Samkomulagið sem sveitar­ félögin gerðu sín á milli var ekki samþykkt í bæjarstjórn Hafnar­ fjarðar og hefur verið leitað álits lögfræðings Sam bands sveitar­ félaga á því hvort það sé sam­ kvæmt lögum. Í svari lögfræðingsins kemur fram að ef ákvörðun er tekin utan sumarleyfistíma og ekki er um að ræða ráðstöfun sem þegar hefur verið samþykkt af bæjar­ stjórn, t.d. í fjárhagsáætlun, ætti ákvörðun almennt ekki að taka gildi fyrr en að lokinni stað­ festingu bæjarstjórnar. Áhugi á að semja við Blindrafélagið Á fundi fjölskylduráð 22. maí sl. var sviðsstjóra m.a. falið að hefja viðræður við Blindrafélagið um akstursþjónustu en félagið hafði leitað eftir viðræðum. Ekki er hægt að semja við aðra um ferðaþjónustu fyrr en niðurstaða er komin í því hvort Hafnar­ fjarðarbær geti rift samningnum við sveitarfélögin á höfuð borg­ arsvæðinu. Kostnaður tvöfaldast eftir aðkomu Strætó bs. að akstursþjónustu fatlaðra Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu Stöðug fylgisaukning Pírata í skoðanakönnunum kemur mörg­ um á óvart og ekki síst Pírötum sjálfum. En af hverju ætti þetta ekki að gerast? Ekki standast kosn inga­ loforðin, hvorki hjá vinstri eða hægri stjórn. Virtir hagfræðingar hafa líka lýst því yfir að auðlindir Íslendinga séu meiri en Norð­ manna, við eigum sum sé að vera ríkari en Norðmenn. Það er því eftir miklu að slægjast, bæði fyrir okkur eða þá sem hafa haft óheftan aðgang að auð lind unum okkar í gegnum stjórn málin. Píratar hafa samþykkt að allur fiskur skuli fara á markað komist þeir til valda. Þá yrði hægt að fjármagna stóraukin stuðning við þá sem verst hafa það, aldraða lífeyrisþega og öryrkja sem lifa flestir undir fátæktarmörkum. Við verðum því að styðja við unga fólkið okkar sem vill og getur breytt þessu. Auðlindir landsins eru að færast á æ færri hend ur og svo stefnir í meiri einka væðingu og gjaldtöku fyrir nauðsynlega þjónustu. Lág­ marks laun eiga ekki að vera lægri en lágmarksframfærsla. Nýr samfélagssáttmáli var samin af fólkinu í landinu og afhentur Alþingi sem drög að nýrri stjórnarskrá sem voru samþykkt með miklum meiri­ hluta í kosningum 20. okt. 2012. Stjórnmálamenn settu hana svo ofaní skúffu og tóku síðan allt stjórnarskrárferlið í sína gæslu enda ekki að þeirra skapi. Þetta myndi engin önnur ríkisstjórn í Evrópu gera. Við fáum ekki að semja okkar eigin samfélagssáttmála ef hann er ekki stjórn­ völdum að skapi og við fáum heldur ekki að njóta auðlindanna sem okkur vantar svo sár­ lega. Er að undra að fólk vilji breyta þessu? Treystum við betur þjófunum sem við þekkj um en okkar eigin fólki sem vill gera eitthvað í þessu? Við verðum að styðja þá stefnu að auðlindir Íslendinga skili sér í ríkiskassann svo að aldraðir og öryrkjar þurfi ekki búa við þau kjör sem nú eru boðin. Þetta eru þeir hópar sem eiga að njóta algers forgangs. Eldri borgarar ættu því fyrst og fremst að styðja Pírata, sjálfs síns vegna. Píratar vilja breyta samfélaginu til hins betra fyrir fólkið sitt. Mikið er lagt uppúr því að fá sem bestar upplýsingar um einstök málefni og taka svo upplýsta stefnu í málaflokknum. Mikil­ vægt er að fá eldri borgara með okkur til að breyta þeirri stefnu að lífeyrir og örorkubætur dugi ekki til framfærslu. Höfundur er stjórnarmaður Pírata, Hafnarfirði. Ólafur Sigurðsson Hvað vilja Píratar uppá dekk? Píratar og gamla fólkið Einróma samþykkt í bæjarstjórn Vilja taka við flóttafólki Bæjarstjórn staðfesti 2. september sl. samþykkt fjöl­ skyldu ráðs frá 28. ágúst síðast­ liðnum um fullan vilja til að taka þátt í verkefni ríkis­ stjórnarinnar að taka á móti og aðstoða hópa flóttafólks. Bæjarstjórn fól bæjarstjóra áframhaldandi samtal við ríkis­ valdið um hlutverk og aðkomu Hafnarfjarðarbæjar að verk­ efninu þar sem meðal annars verði horft til nýlegrar reynslu bæjarins af móttöku flóttafólks. Bæjarstjóra var falið að upp­ lýsa bæjarráð um framgang við ræðnanna á meðan á þeim stendur og leggja svo fram útfærða, tímasetta og kostnaðar­ metna áætlun þegar niðurstaða liggur fyrir. Stefna fyrirtækisins er að veita fjölbreyttar lausnir fyrir viðskiptavini okkar. Starfsfólk prentsmiðjunnar er með áratuga reynslu af prentverki. Veitum örugga og góða þjónustu. Prentsmiðja með góða þjónustu í meira en 30 ár Bæ kl in ga r GOLFSKÓLINN Golfskólinn ehf. - Strandgötu 1 1 - 220 Hafnarfirði - Sími 511 0800 - upplysingar@golfskoli nn.is - www.golfskolinn.is Gunnlaugur Elsuson gulli@golfkennari.is Gunnlaugur Elsuson PGA golfkennari og íþróttafræðingur verður öllum þátttakendum til halds og trausts, bæði áður en lagt er af stað í ferðina og sem fararstjóri meðan á ferðinni stendur. Ingvar Jónsson ingvar@golfskoli.is Ingvar Jónsson, markaðs,- og viðskiptafræðingur sér um rekstur, umsýslu og viðskipta- tengsl. Ingvar er einnig þekktur stuðbolti og fararstýrir í því hlutverki. Eric Bremberg eric@nordiskagolfskolor.se Eric Bremberg er eigandi og framkvæmdastjóri Norrænu golfskólanna. Hann sér um allan daglegan rekstur og samninga við birgja. Fredrik Cederborg fredrik@nordiskagolfskolor.se Fredrik Cederborg er markaðsstjóri og einnig eigandi Norrænu golfskólanna. Hann sér um markaðsmál og heimasíðu móðurfélagsins. Golfskólinn hefst fjórum vik um fyrir brottför Innifalið í verði ferðarinnar er golfskóli fyrir alla þátt- takendur. Kennt verður í 5 ma nna hópum einu sinni í viku, á þriðjudögum eða fimm tudögum, eftir því hvort hentar betur. 6. nóvember - ferðadagur Ef þú átt erfitt með að sofa í f lugvél þá er gott að fara snemma að sofa daginn fyrir ferðina því flug til Dubai tekur bróðurpartinn af deginum. Flogið er með Icelandair til Kaupmannahafn ar (3 klst.) og þaðan beint til Dubai með flugfélaginu Em irates (6,5 klst). 7. nóvember - skoðunarferð í Dubai Í ferðinni verður farið í skoðun arferð um Dubai. Lagt verður af stað kl. 9:00 og kom ið heim kl. 17:00. Þar verður meðal annars stop pað í Dubai Mall, stærstu verslunarmiðstöð í heimi með meira en 1.200 verslanir, stærsta fiskabúr í heimi og st ærsta gosbrunn í heimi. 8-14. nóvember - golf, golf, g olf ... og keppni! Leiknar verða 18 holur á hver jum degi, sjö daga í röð. Ef holurnar 18 duga ekki til að svala golfþorsta einhverra þá er þeim velkomið að halda áfram og spila fram á kvöld, því hluti vallarins (holur 1-7 ásamt holum 17 og 18) eru flóðlýstar. Ótakmar kað golf í sjö daga þýðir að þú mátt spila eins mikið og þig lystir alla þá daga. 15. nóvember - frjáls dagur Daginn fyrir brottför, er nákvæ mlega ekkert fyrirfram ákveðið og því allt opið og mö gulegt. Fararstjórar verða að sjálfsögðu boðnir og búnir til að aðstoða, hvort sem þú vilt skella þér á skíði (innan húss), fara í úlfaldareið inn í eyðimörkina eða upp í hæðs tu byggingu heims. 16. nóvember - heimferð Lagt er af stað árla morguns. Flogið er til Kaupmanna- hafnar með Emirates og þaða n með Icelandair til Keflavíkur. Ferðatilhögun Um okkur GOLFSKÓLINN með Gaman Ferðum Fótboltaleikir / Golf Tónleikar / Sólarstrendur / Borgarferðir Gaman saman www.gaman.is gaman@gaman.is Við fljúgum með WOW air Hádegistilboð Súpa dagsins Fiskur dagsins Kaffi eða te 1.790kr. Kvöldverðartilboð. Humarsúpa 990kr. Fiskur dagsins 1.990kr. Kjöt dagsins 2.990kr Humar 300 gr. 3.200kr. Linnetsstíg 1 • 220 Hafnarfjörður Opnunartími öll virk hádegi 11:30-14:00 Virk kvöld 18:00-21:00 Helgar 18:00-22:00 Borðapantanir í síma 565 5250. Hádegistilboð Fiskistaður í hjarta Hafnarfjarðar Súpa dagsins Fiskur dagsins Kaffi eða te 1.790 kr. Humarsúpa 990 kr. Fiskur dagsins 1.990 kr. Kjöt dagsins 2.990 kr. Humar 300 gr. 3.200 kr. Kvöldverðartilboð V E I T I N G A H Ú S M at se ðl ar Stay Connected. First 30 minutes FREE with Purchase High Speed Internet Access Computer Access and Laptop Ports WiFi Wireless Internet Hotspots Work Stations $00.00 per minute Enim iriure accumsan epulae ant molior vicis feugiat valetudo quad vicis iaceo eumeum quidem volutpat eum mara ut accumsan lorem sid. Charging Stations $00.00 per machine Vulputate iaceo, volutpat eum mara ut accumsan nutus praesent vulpes aliquip exputo abluo, aliquam suscipit euismo toure siustum eatum. Software Available on Stations Vulputate iace. Volutpat eum mara. Accumsan nutus. Aliquip exputo abluo. Hours: 7am -9pm M-S 9am -6pm Sun Tation humo iusto at ut valde nulla delenit at paratus duis tincidunt eros minim. Praesent populus captosecundum autem vulpes ut gemino. Quae comis ludus multo at consectetuer reprobo aliquam, consequat torqueo patria ludus bene iustum imputo. Erat brevitas ut pagus ea ut gilvus augue ut, vel. internet cafe 5432 Any Street West Townsville, State 54321 555-543-5432 ph www.yourwebsitehere.com internet cafe ServiceMenu Na fn sp jö ld , r ei kn in ga r, br éf ef ni , u m sl ög Ban Kúnn Thai Restaurant Tjarnarvöllum 15, 221 Hafnarrði s. 565 5665 Taktu með heim eða borðaðu á staðnum Svavar G. Jónsson 898 0773 Opið: Mán. - laug. kl. 11 - 21 Sun. kl. 16 - 21 Garðar Halldórsson Fríða Pálsdóttir Brunnstíg 7 220 Hafnarfjörður Iceland Tel. +354 5554567 +354 8940318 gardar@sbh.is fridapals58@gmail.com Linnetsstíg 1 • 220 Hafnarfjörður Opnunartími öll virk hádegi 11:30-14:00 Virk kvöld 18:00-21:00 · Helgar 18:00-22:00 Borðapantanir í síma 565 5250. Fiskistaður í hjarta Hafnarfjarðar V E I T I N G A H Ú S 1 0 % a fs lá tt u r Laxatungu 79 | 270 Mosfellsbaer | Iceland | Cpr: 500614-1450 Lava Seafood +354 527 7740 | +354 897 1085 | lavaseafood@lavaseafood.is Dags. KRÓNUR REIKNINGUR An: Gisting/Accommodation Samtals Vsk 7% Steinmark Gistiheimilið Dyngja ehf. Kt. 660706-1270 Vsk.nr 103360 Hafnarbraut 1 • 780 Höfn Tel: +354 846 0161 e-mail: fanney@dyngja.com Dags. KRÓNUR REIKNINGUR An: Gisting/Accommodation Samtals Vsk 7% Steinmark Gistiheimilið Dyngja ehf. Kt. 660706-1270 Vsk.nr 103360 Hafnarbraut 1 • 780 Höfn Tel: +354 846 0161 e-mail: fanney@dyngja.com FB LAUSNIR F i n n u r f i n n u r l a u s n F i n n u r f i n n u r l a u s n CMYK Hafðu samband og fáðu tilboð! steinmark@steinmark.is - sími 555 4855 - steinmark.is - Dalshrauni 24, 220 Hafnarfirði Heilbrigðiseftirlit hótar lokun Ítrekaðar kvartanir undan lykt frá fiskvinnslu við Óseyrarbraut Fyrirtækið S. Iceland ehf. að Óseyrarbraut 5 hefur frá 27. maí 2013 haft starfsleyfi til frystingar aukaafurða úr fiski. Samþykkt var í vor viðbót við starfsleyfið til 4 ára fyrir litla próteina­ og lýsisvinnslu en það viðbótar starfsleyfi hefur ekki verið gefið út þar sem fram kvæmd um við búnað til varnar lof mengun hefur ekki verið lok ið. Í framhaldi alvarlegra athuga semda í mars sl. sendi fyrirtækið úrbótaáætlun til Heil brigðis eftirlits Hafnar­ fjarðar­ og Kópa vogssvæðis. Ítrekaðar kvartanir um ólykt frá starfseminni hafa borist síðan. Í ljós hefur komið að prótein­ og lýsisvinnslan hef ur ekki verið í gangi síðan í þriðju viku júní mánaðar. Ólykt frá starfseminni hefur verið til verulegs ama fyrir umhverfið eftir það segir í fundargerð Heil brigðiseftirlitsins og verður því rakin til hefðbund­ innar starfsemi. Elsa Eðvaldsdóttir hjá S. Iceland sgði í samtali við Fjarð­ arpóstinn í apríl að mikil áhersla væri lögð á að hafa starfsemina í samræmi við starfsleyfi en verið væri að stilla inn vélar og hreinsibúnað og ekki eigi að vera nein ólykt frá starfseminni. S. Iceland ehf. hefur gert grein­ argerð um viðbrögð fyrirtækisins vegna tíðra kvartana um ólykt frá starfseminni sem Heil brigðis­ nefndin hefur farið yfir og telur það liggja fyrir að rekstri fyrir­ tækisins hafi verið verulega breytt á árinu 2015. Eftir þær breytingar hefur ekki lengur verið fylgt ákvæðum starfsleyfis um að takmarka loftmengun frá starfseminni og með því hafi verulega verið brotið á lífsgæðum annarra í nágrenninu. Heilbrigðisnefnd leggur því fyrir fyrirtækið að bregðast nú þegar við og hætta nú þegar allri starfsemi sem veldur umræddri ólykt í umhverfinu. Verði kröfum um úrbætur ekki sinnt verður ekki komist hjá að stöðva starf­ semi fyrirtækisins.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.