Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.09.2015, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 17.09.2015, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015 Sóknarnefnd og sóknarprestur Víðistaðakirkju lýsa yfir fullum stuðningi við samþykkt Hafnar­ fjarðarbæjar frá 2. september um þátttöku í að taka á móti og aðstoða hópa flóttafólks. Víðistaðakirkja býður fram aðstoð sjálfboðaliða og starfs­ fólks auk aðstöðu í kirkju og safnaðarheimili, eftir því sem við á. Þá býður sóknarprestur upp á sálgæsluþjónustu eins og þörf krefur. Víðistaðakirkja mun einnig, ásamt öðrum söfnuðum Þjóð­ kirkjunnar, efna til samskota í kirkjunni sunnudagana 13. og 20. september nk. til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starf­ semi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu. Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að Alþjóðahjálparstarfi kirkna ACT ­ Alliance sem ásamt því að vinna að þróunarsamvinnu veitir neyðaraðstoð í kjölfar náttúru­ hamfara og vegna vopnaðra átaka. Aðstoðin er veitt án skil­ yrða og aðgreiningar og fer fram eftir alþjóðlegum stöðlum um neyðaraðstoð og ströngum siða­ reglum. Hjálparstarf kirkjunnar veitir neyðaraðstoð vegna stríðs­ átaka á Sýrlandi í gegnum ACT þar sem leitast er við að uppfylla grunnþarfir hinna stríðs hrjáðu. Áhersla er lögð á vernd og að stoð til handa konum og börn­ um á vergangi í landinu og flótta­ fólki í nágranna lönd unum. Við erum komin í Hafnarfjörðinn! Okkur vantar allar stærðir eigna á skrá Bjóðum upp á frítt sölumat fasteigna! www.alltfasteignir.is Linda Pétursdóttir aðstoðarmaður fasteignasala sími 560 5500 / 692 9787 linda@alltfasteignir.is Þorbjörn Pálsson löggiltur fasteignasali Bæjarhrauni 12, Hafnarfirði | sími 560 5500 | www. alltfasteignir.is Framkvæmda- og rekstrarstjóri Fimleikafélagið Björk er fjölgreina íþróttafélag með um 1300 iðkendur, börn og unglinga, í fimleikum, klifri og taekwondo og er eitt af fimm stærstu íþróttafélögunum í Hafnarfirði, sjá nánar www.fbjork.is. Framkvæmda- og rekstrarstjóri Hæfniskröfur Umsóknarfrestur stra@stra.is Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ ehf. starfar í umboði aðalstjórnar og sér um daglegan rekstur, starfsmannahald, áætlanagerð, skipulag félagsstarfs, samskipti við iðkendur, foreldra, sjálfboðaliða, þjálfara og aðra starfsmenn. Framkvæmdastjóri annast einnig verkstjórn á mótum, sýningum og öðrum viðburðum á vegum félagsins auk annars. eru að umsækjendur hafi menntun sem nýtist í starfi og marktæka reynslu af sambærilegum störfum. Áhersla er lögð á haldbæra reynslu og þekkingu á bókhaldsferlum, áætlana- og skýrslugerð, verkefnastjórnun og færni í tölvunotkun. Leitað er að metnaðarfullum og traustum aðila, sem er lipur í mannlegum samskiptum og hefur gaman af að starfa í krefjandi starfsumhverfi. er til og með 28. september nk. Gengið verður frá ráðningu sem fyrst. Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár ásamt sakarvottorði til . Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku. veitir frekari upplýsingar í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferli stendur. Ungmennastarfið er félags­ skapur krakka sem vilja vinna að mannúðar­ og mannréttindar­ málum í bland við að skemmta sér saman. Krakkarnir kynnast meðal annars Rauða kross in um, standa fyrir fjáröfl un um og kynnast framandi menn­ ingu. Starfið er ætlað öllum 10 ára og eldri og er skipt í hópa eftir aldri. Starfið er algjörlega gjald frjálst. Afhverju ungmennastarf? Ungmennastarf Rauða kross ins er ólíkt flestu því tómstundastarfi sem í boði er. Lögð er áhersla á að móta starfið eftir áhuga þátttakenda hverju sinni og eru þáttakendur virkir skipuleggjendur starfsins. Áhersla er lögð á að ÖLL ung­ menni séu velkomin og að ung­ mennastarfið sé vettvangur þar þau geti algjörlega verið þau sjálf óháð bakgrunni þeirra. Þátttaka í starfinu er alltaf á þeirra forsend­ um. Síðustu tíu ár hefur áherslan í starfinu verið á að tengja ólíka heima. Íslensk ungmenni og ungir flóttamenn og innflytjendur hafa í sameiningu unnið að því að minnka fordóma í sínu nærsamfélagi og vekja athygli á þeim tækifærum sem fjöl menn­ ingarsamfélag hefur upp á að bjóða. Ungmennin hafa unnið margvísleg verkefni sem snúa að fjölmenningarfræðslu og má þar helst nefna uppsetningu lifandi bókasafna og ljósmynda sýninga og þátttöku í Evrópuviku gegn kynþáttafordómum. Einnig hafa þau verið virk í jafningja fræðslu meðal annars um HIV veiruna. En af hverju þú? Ungmennastarf Rauða krossins er góður vettvangur til þess að hefja sjálfboðin störf. Í starfinu kynnist þú starfi Rauða krossins um allan heim. Þú færð tækifæri til að gefa af þér og kynnast ungu fólki víðsvegar um heim allan sem er að gera það sama. Allar nánari upplýsingar er að finna á raudikrossinn.is eða í síma 565 1222. Eina sem þú þarft að gera til að vera með er að mæta! Sjáumst í Rauða kross­ inum! Höfundar starfa fyrir Rauða krossinn. Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ Hvað er ungmennastarf Rauða krossins? Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir og Anna Bergrún Garðarsdóttir Býður fram kirkju og sjálfboðaliða og fleira Víðistaðakirkja vill aðstoða flóttafólk Rósa fær nýjan titil Fjármálastjóri bæjarins Rósa Steingrímsdóttir verður sviðs­ stjóri nýs fjármálasviðs Hafnar­ fjarðarbæjar skv. tillögu á fundi bæjarráðs. Tillögunni var vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.