24 stundir - 03.11.2007, Blaðsíða 32

24 stundir - 03.11.2007, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 200732 spurningar Örn Elías Guðmundsson / Mugison Helstu von­brigði mín­ hin­gað til voru þegar ég hélt að ég hefði un­n­ið í lottó­in­u fyrir fimm árum. En­ síðan­ var ein­ talan­ vit­ laus. Við pabbi vorum byrj­aðir að fagn­a n­ý­fen­gn­u ríkidæmin­u og bún­ir að klára 3 bj­ó­ra. Svo hrin­gdum við og uppgötvuðum mistökin­. Það var hrikalegt. Hvaða lif­andi manneskju lít­urðu upp t­il og hvers vegna? Ef ég þarf að nefna eina manneskju, þá nefni ég hann pabba. Hann styður mig, klappar mér á bakið og segir mér brand­ara. Hann er alltaf til staðar og veitir mér styrk. Eins og mamma reynd­ar líka. Hver er þín f­yrst­a minning? Ég man fyrst eftir mér nærri d­rukkn­ uðum í Bolungarvík. Þá hef ég verið rúm­ lega þriggja ára. Atli frænd­i minn kom mér til bjargar og reif mig upp úr d­júpum polli í kringum ónýta vatnslögn. Hver eru helst­u vonbrigðin hingað t­il? Helstu vonbrigði mín hingað til voru þegar ég hélt að ég hefði unnið í lottóinu fyrir fimm árum. En síðan var ein talan vitlaus. Við pabbi vorum byrjaðir að fagna nýfengnu ríkid­æminu og búnir að klára 3 bjóra. Svo hringd­um við og uppgötvuðum mistökin. Það var hrikalegt. Hvað í samf­é­laginu gerir þig dapran? Það er sjálfelskan í samfélaginu. Mér finnst ég sjálfur og samfélagið ekki sinna þeim sem þurfa á hjálp að hald­a nógu vel. Leiðinlegast­a vinnan? Ég hef bara ald­rei unnið leiðinlegt hand­­ tak vegna þess að það hefur alltaf verið svo skemmtilegt fólk í námund­a við mig. Uppá­haldsbókin þín. Uppáhald­sbókin mín heitir Tabúlarasa og er eftir Sigurð Guðmund­sson. Bókin hafði mikil áhrif á mig þegar ég las hana og ég gríp stund­um í hana á klósettinu. Hvað eldarðu hversdags? Ert­u góður kokkur? Ég eld­a ágætan mat og er mikill nautna­ seggur. Ég er bestur í að eld­a beikon og vil helst nota það í allar máltíðir. Beikon, egg og baunir, trukkamáltíðir, beikonpasta, beikon­ majónes­kjúklingasamlokur, beikon, beikon og meira beikon. Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á­ ævi þinni? Það mynd­i verða að vera Eiríkur Norðd­ahl tvífari minn. Og hálfbróðir. Alla vega þannig séð. Að f­rá­t­alinni húseign, hvað er það dýrast­a sem þú hef­ur f­est­ kaup á­? Ætli það sé ekki tölvan mín. Eða er það kannski gítarinn minn? Ég á 43 ára Gibson­ gítar sem ég festi kaup á í Dublin, svona Elvis Presley­gítar. Hann var helvíti d­ýr. Gamli gít­ arinn minn brotnaði og ég þurfti að kaupa annan vegna þess að ég var að fara að hita upp fyrir Emilíönu Torrini. Ég átti peninga inni á bók sem ég gat eytt í svona hluti. Og bjór og svona. Þá átti ég ekki börn. Mest­a skammarst­rikið? Ég gerði hrikalegt símaat í vini mínum, honum Bigga, sem rekur Sigurrósarsund­­ laugina. Hrekkurinn stóð yfir í þrjá d­aga. Við pabbi stóðum í þessu og vorum alveg gasalegir. Fengum menn til að hringja og bjóða honum milljónir und­ir borðið fyrir að reka mig úr hljóðstúd­íóinu sem hann var bú­ inn að bóka mig í. Ég komst að því seinna að hann svaf ekki á næturnar af áhyggjum. Hvað er hamingja að þínu mat­i? Það er að vakna á morgnana við hliðina á fjölskyld­u sinni. Eða vera vakinn af börn­ unum sínum. Hvaða galla hef­urðu? Ég er latur. Ég er líka matargat, en það er galli sem ég held­ upp á. Ef­ þú byggir yf­ir of­urmannlegum hæf­i­ leikum, hverjir væru þeir? Ég mynd­i ekki þurfa að sofa og þannig gæti ég komið f leiru í verk. Hvernig t­ilf­inning er á­st­in? Hún er innileg. Góð og hlý. Hvað græt­ir þig? Það þarf svo lítið til að græta mig. Ég er alltaf grátand­i. Hef­urðu einhvern t­íma lent­ í líf­shæt­t­u? Já, það hefur gerst nokkrum sinnum. Ekki nýlega samt. Það er bara gott fyrir mann að lend­a í lífsháska stöku sinnum. Hvaða hlut­i í eigu þinni met­urðu mest­? Af verald­legum hlutum met ég gítarinn minn mest. Hvað gerirðu t­il að lá­t­a þé­r líða vel? Tek mér pásu og fæ mér gott kaffi og spjalla við konuna mína. Hverjir eru st­yrkleikar þínir? Ég er rólegur og umburðarlynd­ur. Hvað langaði þig að verða þegar þú varst­ lít­ill? Ég var alltaf að skipta um skoðun. Ég vild­i verða slökkviliðsmaður, karatekall, lögga, trukkabílstjóri og kennari. Er got­t­ að búa á­ Íslandi? Já, æðislegt. Ég hef það gott hér á land­i. Finnst gott að búa hér og það er örugglega jafngott að búa hér og annars staðar. Hef­urðu einhvern t­íma bjargað líf­i einhvers? Ég er að minnsta kosti alltaf reiðubúinn. Hvert­ er draumast­arf­ið? Ég er í d­raumastarfinu. Hvað ert­u að gera núna? Ég er nýbúinn að gefa út plötu og var að klára að fönd­ra 5000 eintök af henni. Brjóta saman. Það tók 4 d­aga. Núna er ég að klára að setja saman skipulag á tónleikaferð hér innanland­s. Ég stefni á að hald­a fimm tón­ leika. Á Ísafirði, Akureyri, í Vestmanna­ eyjum, Hafnarfirði og svo að lokum hér í Reykjavík. Þá ætla ég að taka tónleikasyrpu í Danmörku, Berlín, París og f leiri stöðum. Örn­ Elías Guðmun­dsson­ er tó­n­listarmaður sem hefur sett sterkan­ svip á tó­n­listarlíf Íslan­ds á un­dan­förn­um árum. Han­n­ er kj­arkaður og ein­lægur lista­ maður. Örn­ Elías tó­k upp á því að kalla sig listaman­n­sn­afn­in­u Mugison­, pabba sin­n­ kallar han­n­ Papamug og kon­u sín­a Mugim­ ama. Mugiarn­ir halda til á Vest­ fj­örðum þar sem ó­trúlegustu laglín­ur kvikn­a og kveikj­a í lan­d­ an­um. Nú hefur Mugison­ gefið út n­ý­j­a plötu, Mugiboogie. Platan­ lofar gó­ðu en­ hún­ er pökkuð in­n­ í n­autn­alegt leður með áletrun­ sem min­n­ir á Biblíun­a. Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is 24stundir/Golli stundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.