24 stundir - 03.11.2007, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 200732
spurningar
Örn Elías Guðmundsson / Mugison
Helstu vonbrigði mín
hingað til voru þegar
ég hélt að ég hefði
unnið í lottóinu fyrir fimm
árum. En síðan var ein talan vit
laus. Við pabbi vorum byrjaðir
að fagna nýfengnu ríkidæminu
og búnir að klára 3 bjóra. Svo
hringdum við og uppgötvuðum
mistökin. Það var hrikalegt.
Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og
hvers vegna?
Ef ég þarf að nefna eina manneskju, þá
nefni ég hann pabba. Hann styður mig,
klappar mér á bakið og segir mér brandara.
Hann er alltaf til staðar og veitir mér styrk.
Eins og mamma reyndar líka.
Hver er þín fyrsta minning?
Ég man fyrst eftir mér nærri drukkn
uðum í Bolungarvík. Þá hef ég verið rúm
lega þriggja ára. Atli frændi minn kom mér
til bjargar og reif mig upp úr djúpum polli í
kringum ónýta vatnslögn.
Hver eru helstu vonbrigðin hingað til?
Helstu vonbrigði mín hingað til voru þegar
ég hélt að ég hefði unnið í lottóinu fyrir
fimm árum. En síðan var ein talan vitlaus.
Við pabbi vorum byrjaðir að fagna nýfengnu
ríkidæminu og búnir að klára 3 bjóra. Svo
hringdum við og uppgötvuðum mistökin.
Það var hrikalegt.
Hvað í samfélaginu gerir þig dapran?
Það er sjálfelskan í samfélaginu. Mér finnst
ég sjálfur og samfélagið ekki sinna þeim sem
þurfa á hjálp að halda nógu vel.
Leiðinlegasta vinnan?
Ég hef bara aldrei unnið leiðinlegt hand
tak vegna þess að það hefur alltaf verið svo
skemmtilegt fólk í námunda við mig.
Uppáhaldsbókin þín.
Uppáhaldsbókin mín heitir Tabúlarasa og
er eftir Sigurð Guðmundsson. Bókin hafði
mikil áhrif á mig þegar ég las hana og ég gríp
stundum í hana á klósettinu.
Hvað eldarðu hversdags? Ertu góður
kokkur?
Ég elda ágætan mat og er mikill nautna
seggur. Ég er bestur í að elda beikon og vil
helst nota það í allar máltíðir. Beikon, egg og
baunir, trukkamáltíðir, beikonpasta, beikon
majóneskjúklingasamlokur, beikon, beikon
og meira beikon.
Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á
ævi þinni?
Það myndi verða að vera Eiríkur Norðdahl
tvífari minn. Og hálfbróðir. Alla vega þannig
séð.
Að frátalinni húseign, hvað er það dýrasta
sem þú hefur fest kaup á?
Ætli það sé ekki tölvan mín. Eða er það
kannski gítarinn minn? Ég á 43 ára Gibson
gítar sem ég festi kaup á í Dublin, svona Elvis
Presleygítar. Hann var helvíti dýr. Gamli gít
arinn minn brotnaði og ég þurfti að kaupa
annan vegna þess að ég var að fara að hita
upp fyrir Emilíönu Torrini. Ég átti peninga
inni á bók sem ég gat eytt í svona hluti. Og
bjór og svona. Þá átti ég ekki börn.
Mesta skammarstrikið?
Ég gerði hrikalegt símaat í vini mínum,
honum Bigga, sem rekur Sigurrósarsund
laugina. Hrekkurinn stóð yfir í þrjá daga.
Við pabbi stóðum í þessu og vorum alveg
gasalegir. Fengum menn til að hringja og
bjóða honum milljónir undir borðið fyrir að
reka mig úr hljóðstúdíóinu sem hann var bú
inn að bóka mig í. Ég komst að því seinna að
hann svaf ekki á næturnar af áhyggjum.
Hvað er hamingja að þínu mati?
Það er að vakna á morgnana við hliðina
á fjölskyldu sinni. Eða vera vakinn af börn
unum sínum.
Hvaða galla hefurðu?
Ég er latur. Ég er líka matargat, en það er
galli sem ég held upp á.
Ef þú byggir yfir ofurmannlegum hæfi
leikum, hverjir væru þeir?
Ég myndi ekki þurfa að sofa og þannig
gæti ég komið f leiru í verk.
Hvernig tilfinning er ástin?
Hún er innileg. Góð og hlý.
Hvað grætir þig?
Það þarf svo lítið til að græta mig. Ég er
alltaf grátandi.
Hefurðu einhvern tíma lent í lífshættu?
Já, það hefur gerst nokkrum sinnum. Ekki
nýlega samt. Það er bara gott fyrir mann að
lenda í lífsháska stöku sinnum.
Hvaða hluti í eigu þinni meturðu mest?
Af veraldlegum hlutum met ég gítarinn
minn mest.
Hvað gerirðu til að láta þér líða vel?
Tek mér pásu og fæ mér gott kaffi og spjalla
við konuna mína.
Hverjir eru styrkleikar þínir?
Ég er rólegur og umburðarlyndur.
Hvað langaði þig að verða þegar þú varst
lítill?
Ég var alltaf að skipta um skoðun. Ég vildi
verða slökkviliðsmaður, karatekall, lögga,
trukkabílstjóri og kennari.
Er gott að búa á Íslandi?
Já, æðislegt. Ég hef það gott hér á landi.
Finnst gott að búa hér og það er örugglega
jafngott að búa hér og annars staðar.
Hefurðu einhvern tíma bjargað lífi
einhvers?
Ég er að minnsta kosti alltaf reiðubúinn.
Hvert er draumastarfið?
Ég er í draumastarfinu.
Hvað ertu að gera núna?
Ég er nýbúinn að gefa út plötu og var að
klára að föndra 5000 eintök af henni. Brjóta
saman. Það tók 4 daga. Núna er ég að klára
að setja saman skipulag á tónleikaferð hér
innanlands. Ég stefni á að halda fimm tón
leika. Á Ísafirði, Akureyri, í Vestmanna
eyjum, Hafnarfirði og svo að lokum hér í
Reykjavík. Þá ætla ég að taka tónleikasyrpu í
Danmörku, Berlín, París og f leiri stöðum.
Örn Elías Guðmundsson er
tónlistarmaður sem hefur sett
sterkan svip á tónlistarlíf Íslands
á undanförnum árum. Hann
er kjarkaður og einlægur lista
maður. Örn Elías tók upp á því
að kalla sig listamannsnafninu
Mugison, pabba sinn kallar hann
Papamug og konu sína Mugim
ama. Mugiarnir halda til á Vest
fjörðum þar sem ótrúlegustu
laglínur kvikna og kveikja í land
anum. Nú hefur Mugison gefið út
nýja plötu, Mugiboogie. Platan
lofar góðu en hún er pökkuð inn
í nautnalegt leður með áletrun
sem minnir á Biblíuna.
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
24stundir/Golli
stundir