Morgunblaðið - 22.12.2014, Qupperneq 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang
augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
1. deild karla
Hamrarnir – Selfoss.......................... frestað
Staðan:
Grótta 13 12 1 0 382:274 25
Víkingur 13 11 0 2 372:277 22
Selfoss 13 6 3 4 299:282 15
Fjölnir 14 7 1 6 345:341 15
Hamrarnir 13 7 1 5 282:282 15
KR 14 6 2 6 349:350 14
Þróttur 13 2 1 10 304:408 5
Mílan 14 2 1 11 313:358 5
ÍH 13 2 0 11 297:371 4
Þýskaland
Flensburg – Kiel .................................. 26:22
Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk fyrir
Kiel. Alfreð Gíslason þjálfar liðið.
Bergischer – Füchse Berlín ............... 30:25
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 8 mörk
fyrir Bergischer. Björgvin Páll Gústavsson
ver mark liðsins.
Dagur Sigurðsson þjálfar Füchse.
Burgdorf – Hamburg.......................... 30:36
Rúnar Kárason skoraði 1 mark fyrir
Burgdorf en Ólafur Andrés Guðmundsson
er meiddur.
Gummersbach – Melsungen .............. 26:32
Gunnar Steinn Jónsson skoraði 2 mörk
fyrir Gummersbach.
Erlangen – Magdeburg ...................... 19:28
Sigurbergur Sveinsson skoraði ekki fyr-
ir Erlangen.
Geir Sveinsson þjálfar Magdeburg.
Staðan:
RN Löwen 19 16 0 3 571:463 32
Kiel 19 16 0 3 552:458 32
Flensburg 18 14 1 3 544:454 29
Magdeburg 19 13 1 5 546:496 27
Göppingen 19 11 2 6 522:508 24
Melsungen 19 10 2 7 566:525 22
Hamburg 20 9 2 9 557:537 20
Gummersbach 19 9 2 8 528:533 20
Wetzlar 19 7 4 8 490:484 18
Füchse Berlín 19 8 2 9 513:532 18
H-Burgdorf 19 7 3 9 533:543 17
Bergischer 19 8 1 10 498:546 17
Balingen 19 8 1 10 469:499 17
N-Lübbecke 19 7 2 10 534:534 16
Erlangen 20 5 3 12 485:549 13
Minden 19 6 0 13 496:552 12
Friesenheim 19 6 0 13 477:560 12
Lemgo 19 4 1 14 537:558 9
Bietigheim 19 3 1 15 492:579 7
B-deild:
Neuhausen – Emsdetten..................... 32:26
Oddur Gretarsson skoraði 7 mörk fyrir
Emsdetten, Ernir Hrafn Arnarson 3 en
Anton Rúnarsson og Ólafur Bjarki Ragn-
arsson ekkert.
Eisenach – Saarlouis........................... 39:30
Bjarki Már Elísson skoraði 9 mörk fyrir
Eisenach og Hannes Jón Jónsson 1.
Grosswallstadt – Dormagen .............. 33:29
Fannar Þór Friðgeirsson skoraði 4 mörk
fyrir Grosswallstadt.
Henstedt – Aue .................................... 20:34
Hörður Fannar Sigþórsson gerði 2 mörk
mörk fyrir Aue, Bjarki Már Gunnarsson
eitt en Árni Þór Sigtryggsson var ekki með
vegna meiðsla. Sigtryggur Rúnarsson
skoraði ekki. Sveinbjörn Pétursson varð 16
skot í markinu. Rúnar Sigtryggsson þjálfar
liðið.
Spánn
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Barcelona – La Rioja........................... 35:25
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 2 mörk
fyrir Barcelona.
Úrslitaleikur:
Barcelona - Granolles ..........................37:26
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk
fyrir Barcelona.
Danmörk
KIF Kolding – Bjerringb./Silkeb ...... 24:20
Aron Kristjánsson þjálfar KIF Kolding.
Holstebro – Aalborg............................ 23:24
Ólafur Gústafsson skoraði ekki fyrir Aal-
borg.
SönderjyskE – Mors-Thy ................... 22:24
Daníel Freyr Andrésson ver mark Sön-
derjyskE.
Guðmundur Árni Ólafsson skoraði 2
mörk fyrir Mors-Thy en Róbert Aron Hos-
tert spilaði ekki.
Skanderborg – Midtjylland ............... 26:30
Vignir Svavarsson skoraði 6 mörk fyrir
Midtjylland.
Noregur
Drammen – Nötteröy ......................... 24:33
Einar Rafn Eiðsson skoraði 2 mörk fyrir
Nötteröy en Gísli Jón Þórisson komst ekki
á blað.
Svíþjóð
Sävehof – Guif...................................... 21:26
Atli Ævar Ingólfsson skoraði 8 mörk fyr-
ir Guif. Aron Rafn Eðvarðsson ver mark
Guif og Kristján Andrésson þjálfar liðið.
EM kvenna
Leikið í Ungverjalandi og Króatíu:
Úrslitaleikur:
Noregur – Spánn .................................. 28:25
Leikur um 3. sætið:
Svíþjóð – Svartfjallaland ..................... 25:23
HANDBOLTI
EM 2014
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Norska landsliðið í handknattleik
kvenna fagnaði í gærkvöldi sjötta
Evrópumeistaratitli sínum í sögunni
þegar það lagði spænska landsliðið í
úrslitaleik í Búdapest í Ungverja-
landi, 28:25. Þetta er um leið annar
sigur landsliðsins undir stjórn Þóris
Hergeirsson á Evrópumeistaramóti
síðan hann tók við sem aðalþjálfari
norska landsliðsins sumarið 2009.
Þórir hefur nú stýrt norska lands-
liðinu á þremur heimsmeistara-
mótum og unnið gullverðlaun í tví-
gang og einu sinni fengið silfur. Þess
utan varð norska landsliðið ólympíu-
meistari undir hans stjórn 2012,
heimsmeistari 2011 og brons-
verðlaunahafi 2009. Sísti árangur
norska landsliðsins á stórmóti undir
handleiðslu Þóris er fimmta sætið á
heimsmeistaramótinu í Serbíu fyrir
ári. Þá hafði landsliðið gengið í gegn-
um kynslóðaskipti þar sem nokkrir
þeirra leikmanna sem báru uppi liðið
nú voru að taka við keflinu af þeim
sem höfðu borið það árin á undan.
Þó voru enn fjórir leikmenn í
norska landsliðinu í gær sem léku til
úrslita við Spán á EM fyrir sex ár-
um, í eina skipti sem spænska lands-
liðið hefur komist á verðlaunapall á
EM. Um er að ræða Linn-Kristin
Riegelhuth Koren, Karoline Dyhre
Breivang, Camillu Herrem og línu-
manninn öfluga, Heidi Löke.
Fyrir sex árum vann norska liðið
úrslitaleikinn við Spán með 13 mörk-
um, 34:21. Í gær var leikurinn jafnari
eins flestir áttu von á.
Þórir létti af pressunni
„Þetta er stærsti sigur Þóris Her-
geirssonar sem landsliðsþjálfara
Noregs,“ sagði Thomas Kristensen,
einn helsti sérfræðingur TV2 í Dan-
mörku í gær. „Fyrir þremur vikum
benti fátt til þess að Noregur stæði
uppi sem Evrópumeistari. Danir
voru líklegastir og Þórir sagði í við-
tali við danska fjölmiðla að hann teldi
danska landsliðið langlíklegast til
þess að vinna Evrópumeistaramótið.
Þannig létti Þórir pressunni af sínu
liði sem virtist ekki vera eins öflugt
og stundum áður,“ segir Kristensen.
„Þórir hefur ekki á þessari stundu
það besta lið sem hann hefur haft í
höndunum síðan hann tók við sem
landsliðsþjálfari. En hann stýrir því
á frábæran hátt af gríðarlegri yfir-
vegun og nær því besta út úr hverj-
um leikmanni,“ skrifar Kristensen
m.a. ennfremur í pistli sínum.
Það blés ekki byrlega fyrir norska
landsliðinu framan af úrslitaleiknum
í gær gegn Spánverjum. Vörn Norð-
manna var slök og sóknarleikurinn
hikstaði gegn öflugri vörn Spánverja
og frábærum markverði liðsins, Silv-
io Navarro. Um tíma var forskot
Spánverja orðið fimm mörk, 10:5.
Hvorki Þórir né leikmenn hans fóru
á taugum, allir vissu að nægur tími
var til stefnu til þess að snúa taflinu
við og það tókst. Skömmu fyrir lok
hálfleiks var munurinn eitt mark,
11:10, Spáni í vil. Norska liðið fékk
tækifæri til þess að jafna metin en
tókst það ekki. Þess í stað skoruðu
Spánverjar síðasta mark hálfleiks-
ins, 12:10.
Ekki lengi að jafna
Það tók norska landslið aðeins
hálfa aðra mínútu að jafna metin í
síðari hálfleik, 12:12.. Það komst í
fyrsta sinn yfir, 16:15, eftir 35 mín-
útur, frá því að staðan var 3:2, mjög
snemma leiksins.
Eftir það var leikurinn kaflaskipt-
ur. Norðmenn komust tveimur
mörkum yfir nokkrum sinnum. Allt-
af jöfnuðu Spánverjar jafnharðan,
síðast 20:20.
Svo virtist sem spænska liðið væri
að gefast upp þegar átta mínútur
voru eftir og fjórum mörkum undir,
26:22. Þá kom kom nærri sjö mín-
útna kafli sem norska liðið skoraði
ekki mark. Sóknarleikur liðsins var
erfiður enda var það í tvígang manni
færra um skeið. Spánverjar söxuðu á
forskotið og komu því niður í eitt
mark, 26:25. Þótt illa gengi innan
vallar sýndi Þórir aðdáunarverða yf-
irvegun við stjórn liðsins af hliðarlín-
unni.
Solberg fyllti skarð Grimsbø
Silja Solberg kom í veg fyrir að
spænska liðið jafnaði metin í 26:26,
þegar hún varði í tvígang úr opnum
færum. Norðmönnum var ætlað að
vinna.
Það fór vel á því að Solberg væri
hetjan á lokakaflanum. Hún stökk
óvænt inn sem aðalmarkvörður liðs-
ins eftir fyrsta leik mótsins þegar
Kari Aalvik Grimsbø meiddist og
varð að draga sig út úr liðinu af þeim
sökum. Grimsbø hefur lengi verið
einn besti markvörður heims og oft í
gegnum tíðina riðið baggamuninn
fyrir norska landsliðið á ögur-
stundum með markvörslu sinni.
Margir töldu að án Grimsbø
myndi norska liðið eiga í erfiðleikum.
Solberg væri ekki nógu öflug til þess
að geta gengið í hennar fótspor.
Annað kom á daginn. Solberg lék
frábærlega í markinu allt mótið og
var að lokum valinn markvörður
mótsins.
Svíar unnu bronsið þegar þeir
unnu Svartfellinga, 25:23, í hörku-
leik. Þetta eru önnur verðlaun
sænska landsliðsins á Evrópumeist-
aramóti. Það hlaut silfur á EM 2010
eftir tap fyrir norska landsliðinu.
AFP
Yfirvegun Þórir Hergeirsson, fylgist íbygginn með sókn norska landsliðsins í sigurleiknum á Spánverjum á Evrópumeistaramótinu í gær.
Stærsti sigur Þóris
með norska landsliðinu
Hefur stýrt landsliðinu á sex mótum og unnið verðlaun á fimm þeirra