Morgunblaðið - 22.12.2014, Side 6
6 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
England
Hull – Swansea ........................................ 0:1
Gylfi Þór Sigurðsson var frá vegna
meiðsla í liði Swansea.
Liverpool – Arsenal.................................. 2:2
Newcastle – Sunderland.......................... 0:1
Man City – Crystal Palace....................... 3:0
Aston Villa – Man United ........................ 1:1
QPR – WBA.............................................. 3:2
Southampton – Everton .......................... 3:0
Tottenham – Burnley............................... 2:1
West Ham – Leicester ............................. 2:0
Staðan:
Chelsea 16 12 3 1 36:13 39
Manch.City 17 12 3 2 36:14 39
Manch.Utd 17 9 5 3 30:18 32
West Ham 17 9 4 4 29:19 31
Southampton 17 9 2 6 28:13 29
Arsenal 17 7 6 4 30:21 27
Tottenham 17 8 3 6 22:23 27
Swansea 17 7 4 6 22:19 25
Newcastle 17 6 5 6 18:23 23
Liverpool 17 6 4 7 21:24 22
Everton 17 5 6 6 27:27 21
Aston Villa 17 5 5 7 11:21 20
Stoke 16 5 4 7 18:21 19
Sunderland 17 3 10 4 15:24 19
WBA 17 4 5 8 17:23 17
QPR 17 5 2 10 20:32 17
Crystal Palace 17 3 6 8 19:27 15
Burnley 17 3 6 8 12:26 15
Hull 17 2 7 8 15:24 13
Leicester 17 2 4 11 15:29 10
B-deild:
Cardiff – Brentford ................................ 2:3
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
með Cardiff.
Blackburn – Charlton ............................ 2:0
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan
leikinn með Charlton.
Wigan – Rotherham ................................ 1:2
Kári Árnason lék allan leikinn með Rot-
herham.
Nottingham F. – Leeds ............................1:1
Blackpool – Bournemouth........................1:6
Fulham – Sheffield Wed. ..........................4:0
Huddersfield – Birmingham ....................0:1
Ipswich – Middlesbr. ................................2:0
Reading – Watford....................................0:1
Wolves – Brighton.....................................1:1
Derby – Norwich.......................................2:2
Millwall – Bolton .......................................0:1
Staðan:
Bournemouth 22 12 6 4 50:25 42
Ipswich 22 11 8 3 34:20 41
Brentford 22 12 4 6 37:29 40
Middlesbr. 22 11 6 5 35:17 39
Derby 22 11 6 5 40:23 39
Watford 22 11 5 6 39:23 38
Norwich 22 9 7 6 37:26 34
Blackburn 22 9 7 6 34:31 34
Nottingham F. 22 7 10 5 32:27 31
Wolves 22 8 7 7 25:32 31
Cardiff 22 8 6 8 29:30 30
Charlton 22 6 12 4 23:24 30
Fulham 22 8 4 10 35:39 28
Sheffield Wed. 22 6 10 6 16:21 28
Birmingham 22 7 7 8 24:32 28
Bolton 22 7 5 10 23:28 26
Reading 22 7 4 11 26:37 25
Leeds 22 6 6 10 25:32 24
Rotherham 22 5 9 8 18:27 24
Huddersfield 22 6 6 10 27:39 24
Millwall 22 5 8 9 23:32 23
Brighton 22 3 10 9 22:30 19
Wigan 22 3 8 11 22:30 17
Blackpool 22 2 7 13 17:39 13
ENGLAND
Hellas Verona – ChievoVerona ............. 0:1
Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Ve-
rona og lék í 85 mínútur.
Sassuolo – Cesena ................................... 1:1
Hörður Björgvin Magnússon lék allan
tímann með Cesena.
Roma – Milan.............................................0:0
Atalanta – Palermo ...................................3:3
Fiorentina – Empoli..................................1:1
Sampdoria – Udinese................................2:2
Torino – Genoa ..........................................2:1
Inter – Lazio ..............................................2:2
Staðan:
Juventus 16 12 3 1 34:7 39
Roma 16 11 3 2 28:11 36
Lazio 16 8 3 5 28:19 27
Napoli 16 7 6 3 28:20 27
Sampdoria 16 6 9 1 22:14 27
Genoa 16 7 5 4 21:15 26
Milan 16 6 7 3 25:18 25
Fiorentina 16 6 6 4 21:13 24
Udinese 16 6 4 6 20:22 22
Palermo 16 5 7 4 22:26 22
Inter 16 5 6 5 25:23 21
Sassuolo 16 4 8 4 17:21 20
Empoli 16 3 8 5 17:22 17
Torino 16 4 5 7 12:18 17
Verona 16 4 5 7 18:27 17
Chievo 16 4 4 8 12:19 16
Atalanta 16 3 6 7 11:21 15
Cagliari 16 2 6 8 21:29 12
Cesena 16 1 6 9 13:30 9
Parma 16 2 1 13 16:36 7
B-deild:
Perugia – Pescara ................................... 2:2
Birkir Bjarnason lék allan leikinn með
Pescara.
ÍTALÍA
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
úr GR og Valdís Þóra Jóns-
dóttir úr Leyni eru úr leik á
lokaúrtökumótinu fyrir Evr-
ópumótaröðina. Ólafía lék á
75 höggum á lokahringnum á
laugardag og var fimm högg-
um frá niðurskurðinum en
Valdís var höggi á eftir. Hún
náði sér vel á strik á loka-
hringnum og lék á 72 höggum
en það var of seint til þess að
bæta upp fyrir hina dagana þrjá.
Þetta var í fyrsta skipti sem Ísland átti tvo
fulltrúa á lokastigi úrtökumótanna en Ólöf
María Jónsdóttir úr Keili er eftir sem áður eina
íslenska konan sem unnið hefur sér inn keppn-
isrétt á Evrópumótaröðinni. kris@mbl.is
Ólafía og Valdís
komust ekki áfram
Valdís Þóra
Jónsdóttir
Bandaríska golfsambandið ætl-
ar greinilega að gera allt til að
stöðva sigurgöngu Evrópu í
Ryder-keppninni í golfi. Evr-
ópuúrvalið hefur nú sigrað á
síðustu þremur mótum og það
líkar Bandaríkjamönnum ekki
vel. Sambandið hefur sett á
laggirnar nefnd sem á að finna
bestu leiðina út úr þessum
vanda, en eftir tap Bandaríkj-
anna í haust kom fram mikil
gagnrýni á Tom Watson fyrirliða og er nokkuð
ljóst að hann verður ekki áfram. Ef marka má
skrif ýmissa golfmiðla er ekki talið líklegt að Fred
Couples taki við keflinu, en hann hefur farið fyrir
liðinu í Forsetabikarnum síðustu þrjú árin með
góðum árangri. skuli@mbl.is
Verður Couples
næsti fyrirliði?
Fred
Couples
Skylmingakonan Þorbjörg
Ágústsdóttir tryggði sér um
helgina rétt til að keppa á
fyrstu Evrópuleikunum í
skylmingum sem fram fara í
Bakú í júní á næsta ári.
Þorbjörg náði þessum ár-
angri á úrtökumóti sem haldið
var í Búdapest um helgina en
þar mættu 74 keppendur til að
freista þess að vinna sér sæti á
Evrópuleikunum.
Þorbjörg komst áfram úr riðlakeppninni og
lagði síðan búlgörsku stúlkuna Shalamanovu 15-
14 í átta liða úrslitunum í gríðarlega spennandi
viðureign. Þar með var sætið á leikunum í Bakú
tryggt, en á mótinu keppa 36 sterkustu skylm-
ingamenn í hverri grein. skuli@mbl.is
Þorbjörg keppir á
Evrópuleikunum
Þorbjörg
Ágústsdóttir
ENGLAND
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Miðherji QPR, Charlie Austin, stal
senunni í ensku úrvalsdeildinni á
laugardaginn og skoraði öll mörk
QPR sem vann WBA 3:2 eftir að
hafa lent 0:2 undir. Austin hafði
fram að þessu fikrað sig hægt og
hljóðlega upp listann yfir marka-
hæstu menn deildarinnar. Hann er
nú með 11 mörk í deildinni en aðeins
Sergio Aguero og Diego Costa hafa
skorað meira. Líklega fá þeir einnig
örlítið meira greitt fyrir sína vinnu
en Austin sem er nýliði í ensku úr-
valsdeildinni.
Charlie Austin er 25 ára gamall og
ferilskrá hans er ekki beinlínis stút-
full af nöfnum þekktra félagsliða.
Fyrstu þrjú félögin sem Austin spil-
aði fyrir voru Kintbury Rovers,
Hungerford Town og Poole Town.
Er það ekki fyrr en hann fer til
Swindon árið 2009 að maður fer að
kannast við nafn vinnuveitendanna.
Austin var hjá Burnley frá 2011 –
2013 og skoraði þar í öðrum hverjum
leik að meðaltali. Hann hefur verið í
herbúðum QPR frá árinu 2013. Þar
eru deildamörkin orðin 28 í 46 leikj-
um. Hann skoraði 20 mörk þegar
QPR vann sér sæti í úrvalsdeildinni í
vor og þrennan á laugardaginn var
hans fyrsta í úrvalsdeildinni.
Verðmiðinn margfaldast
Þar sem Austin er einungis 25 ára
gamall þá verður forvitnilegt að sjá
hvernig ferill hans þróast næstu ár-
in. Hann er 188 cm á hæð og mjög
sterkur líkamlega. Mætti kannski
segja að hann sé klassískur enskur
miðherji. Austin hefur sannað að
hann getur skorað mörk, hvort sem
um er að ræða úrvalsdeildina, neðri
deildirnar eða utandeildirnar.
Eigendur QPR eru væntanlega
ánægðir með fjárfestinguna. Talið er
að félagið hafi greitt í kringum 4
milljónir punda fyrir sóknarmann-
inn. Miðað við gangverðið á enskum
leikmönnum sem eitthvað geta í úr-
valsdeildinni þá myndu þeir marg-
falda þá upphæð ef Austin yrði seld-
ur. Í gamla útgerðarbænum Hull
eru menn sjálfsagt vonsviknir. Hull
City hafði nefnilega gengið frá sam-
komulagi um að kaupa Austin í júlí
2013 en hann stóðst ekki lækn-
isskoðun. QPR samdi í framhaldinu
við Austin hinn 1. ágúst 2013. Eig-
endur Hull City hafa líklega ekki
boðið læknateyminu sínu á pöbbinn
síðdegis á laugardaginn.
Dramatík á Anfield
Dramatíkin var allsráðandi í upp-
bótartímanum þegar Liverpool og
Arsenal skildu jöfn 2:2 á Anfield.
Leikir þessara liða hafa svo sem oft
skipt deildina meira máli en að þessu
sinni og líklega var hvorugur aðilinn
ánægður með eitt stig. Arsenal er í
6. sæti deildarinnar og Liverpool í
10. sæti.
Níu mínútum var bætt við venju-
legan leiktíma og fór leiktíminn því
hátt í 100 mínútur. Martin Skrtel
jafnaði fyrir Liverpool með skalla
eftir hornspyrnu þegar um sex mín-
útur voru liðnar af uppbótartím-
anum. Um þremur mínútum áður
hafði Fabio Borini fengið gula
spjaldið í annað sinn og þar með það
rauða. Leikmenn Liverpool voru því
orðnir tíu þegar þeir jöfnuðu.
Coutinho náði forystunni fyrir
Liverpool á 45. mínútu en Mathieu
Debuchy tókst þó að jafna áður en
leikmenn gengu til búnings-
herbergja í leikhléi. Oliver Giroud
kom Arsenal yfir í síðari hálfleik en
Skrtel átti síðasta orðið.
„Ekki er nokkur spurning að við
áttum skilið að vinna, frammistaða
okkar var framúrskarandi. Við spil-
uðum betur í dag en þegar við unn-
um þá hérna í fyrra 5:1,“ sagði
knattspyrnustjóri Liverpool, Brend-
an Rodgers, við fjölmiðlamenn að
leiknum loknum.
Skorar í öllum deildum
Charlie Austin hefur skorað 11 mörk fyrir jól á fyrsta tímabili sínu í ensku
úrvalsdeildinni Martin Skrtel jafnaði á sjöundu mínútu í uppbótartíma
AFP
Þrenna Charlie Austin getur leyft sér að brosa yfir jólahátíðina enda á meðal markahæstu manna úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta ári í deildinni.