Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Blaðsíða 23
7.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 „Mér fannst afskaplega gaman að koma að Gardavatninu. Náttúran er falleg og bæirnir við vatnið þar sem við komum sömuleiðis. Þar eru aldagamlar byggingar sem hefur verið vel við haldið og gaman að skoða þær, þar sem gengið er um steinlögð stræti,“ segir Kristín Björnsdóttir á Selfossi. Hún var meðal þátttakenda í bændaferðinni til Garda og um nærliggjandi slóðir þar. „Við ferðafélaganir náðum vel saman, fararstjórn Hlínar Gunnarsdóttur og skipulag allt var með besta móti. Við komum því ánægð heim,“ segir Kristín sem fannst sérstaklega gaman að koma í smáþorpið Li- mone. „Byggingarnar og umhverfið mynda fallega og nánast listræna heild – og svo er þarna listafólk í öðru hverju húsi. Gullsmiður bæjarins, danskur að uppruna, lumaði á fallegum skartgripum og það var ómögulegt að standast mátið og kaupa fínirí. Þá bragðast sítrónulíkjörinn sem ég fékk í bæjarbúð- inni vel – og ilmurinn af kertum og sápu úr hinum gula ávexti er mjög ljúfur. Satt að segja var ekki ann- að hægt en kaupa eitthvað unnið úr sitrónum í þessum fallega bæ, þar sem meðal annars má sjá rústir mikilla mannvirkja þar sem ræktun ávaxtarins var stunduð í stórum stíl í gamla daga – og er víst enn.“ Kristín Björnsdóttir með páskagula kertaunga unna úr sítrónum í minjagripabúð í Limone. Listin er áberandi í Limone Steinsmiðjan Rein - Viðarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 566 7878 - www.rein.is Sköpunarkrafturinn býr innra með okkur. Við leitumst við að móta umhverfi okkar eftir eigin smekk og þörfum til að öðlast samhljóm og jafnvægi í daglegu lífi. Silestone býður þér upp á fjölbreytta nálgun við þessa tjáningu þegar þú vilt móta nýtt eldhús eða baðherbergi á persónulegan hátt. Silestone er fáanlegt í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendum með Silestone. www.silestone.com ýmsar einkennisplöntur Miðjarð- arhafsstranda, svo sem ólífutré, pálmar, sedrusviður og magn- ólíutré. Rómversk höll og Íslandssöngvari Skemmtilegt þykir að fara hlykkj- óttan veg meðfram vesturströnd- inni Gardavatnsins, enda er þar fjöldi ganga og vegskála sem falla snoturlega inn í landslagið. Raunar þykir leiðin við vatnið austanvert ekki síður áhugaverð. Svipmót hennar er þó annað, þar sem ekið er úr einu byggðarlaginu í annað. Á þessum slóðum er Gardone þekktur bær á þessum slóðum. Baðströndin þar er fjölsótt, enda er veðráttan mild og gróðursæl mikil. Þá eru þarna margir áhuga- verðir sögustaðir, kirkjur og kast- alar. Má þar nefna rústir róm- verskrar hallar í Desenazno, bænum þar sem Íslandssöngvarinn Kristján Jóhannsson bjó árum saman með fjölskyldu sinni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Utan af vatninu víðfeðma er fallegt að horfa til Riva, sem stendur við norðurenda þess og er vinsæll ferðamannabær. Elsa María Valdimarsdóttir og Haf- steinn Hannesson frá Sauðárkróki á stjörnunni í Limone.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.