Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Blaðsíða 18
Sagan af Paddington, bangs-anum sem elskar samlokurmeð appelsínumarmelaði, er að vissu leyti jólasaga, eiginlega er hann dálítið jólakraftaverk! Að kvöldi aðfangadags 1956 var Michael Bond, myndatökumaður hjá BBC í London, á leið heim úr vinnunni en leit inn í litla verslun rétt hjá Paddington- lestarstöðinni og sá þar sorg- mæddan bangsa aleinan uppi í hillu. Hann keypti bangsann og gaf konunni sinni í jólagjöf en um leið kviknaði hjá honum hug- mynd að sögu. Michael hafði áður skrifað smá- sögur svo hann settist við skriftir þessi jól og á tíu dögum lauk hann við fyrstu bókina um Padd- ington, einmanalegan björn frá Perú sem Brown fjölskyldan finn- ur á Paddington-lestarstöðinni og tekur að sér. Fyrsta bókin kom út í október 1958, uppfull af smá- sögum um ævintýrin sem þessi yfirmáta kurteisi, en oft og tíðum seinheppni, björn lendir í þar sem hversdagslegustu athafnir eins og bað eða verslunarferð geta komið bangsanum í talsvert klandur. Paddington-bækurnar komu út þétt og reglulega framundir lok 8. áratugarins, en eftir það var farið að gera upp úr þeim litlar litmyndabækur og svo sjónvarps- þætti. Flest börn undir fimmtugu kannast því við Paddington og marmelaðiklístruðu loppurnar hans. Orðinn kvikmyndastjarna En nú er vinalegi bangsinn orð- inn að kvikmyndastjörnu því í lok nóvember var myndin um hann frumsýnd í London. Og spenning- urinn hefur verið slíkur að öll borgin ber þess merki. Hvorki fleiri né færri en 50 Paddington- styttum hefur verið komið fyrir hér og hvar í miðborg Lundúna, hver þeirra fagurlega skreytt af listamönnum, hönnuðum og fræg- um stjörnum á borð við Emmu Watson og Benedict Cumber- batch. Styttan á Paddington-stöðinni er þó eins og bangsinn hefur nær alltaf verið, með þvældan, rauðan hatt og í bláum ullarjakka, enda hönnuð af Michael Bond sjálfum. Stytturnar standa nærri áhuga- verðum og vinsælum ferða- mannastöðum í London, t.d. hjá breska þinginu, Ripley‘s safninu og á Trafalgar-torgi. Hægt er að finna kort af styttunum á netinu og fylgja sérstakri Paddington slóð um London fram til áramóta. Stór hluti styttnanna verður síðan boðinn upp og fer allur ágóðinn af sölu þeirra til góðgerðarmála en flesta grunar að stytturnar hverfi ekki allar sjónum almenn- ings heldur muni kaup- endur þeirra finna þeim nýja staði. Innsigluð með loppufari Allar betri bókabúð- ir í London hafa sett upp sérstakt Paddington-horn þar sem nýjar prentanir af bókunum um hann bíða þess að ný börn uppgötvi þennan talandi bangsa en einnig kom út nýlega enn ein Padd- ington bókin, „Love from Paddington“ en það er safn sendi- bréfa sem bangsinn hefur sent Lucy frænku sinni í Lima eftir komuna til London. Og að sjálfsögðu voru öll bréfin innsigluð með klístrugu loppufari. KURTEIS EN HELDUR ÓHEPPINN BANGSI MEÐ MARMELAÐIKLÍSTRAÐAR LOPPUR Ástsælasti björn Breta HINN BRESKI PADDINGTON BANGSI HEFUR ÁTT HUG OG HJÖRTU BRESKRA BARNA Í HÁTT Í 60 ÁR. FYRSTA BÓKIN UM ÞENNAN TALANDI, KURTEISA BANGSA KOM ÚT ÁRIÐ 1958 EN KVIKMYND UM HANN VAR FRUMSÝND Á DÖGUNUM. ÞÁ HEFUR 50 PADDINGTON-STYTTUM VERIÐ KOMIÐ FYRIR HÉR OG HVAR Í LUNDÚNARBORG. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com 50 styttum af Paddington bangsa í fullri stærð hefur verið komið fyrir víða um Lundúnaborg. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.12. 2014 Rúna Magdalena Guðmundsdóttir er eigandi hárgreiðslustofunnar Hárgallerí á Laugavegi 27. Hún og eiginmaður hennar Sigurður Kaldal eiga þrjú börn, Vilhjálm Kaldal, Írenu Líf og Ingibjörgu Kaldal. Fimmti fjölskyldumeðlimurinn er hundurinn Nótt sem færir þeim mikla gleði og kátínu. Fjölskyldan nýtur þess að eiga sunnudaga sam- an í notalegheitum. Þátturinn sem allir geta horft á? Við stelpurnar erum duglegar að horfa saman á létta þætti þar sem mikið er hlegið svo sem Ástríði, Stelpurnar og Modern family en það er ansi erfitt að draga karl- mennina frá þessu fótboltaglápi. Ef ég fengi að ráða þá myndi ég vilja skammta þeim minni tíma í þetta áhorf en það gerist aðeins í draumalandi. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Nýjasta æðið á heimilinu er grillaður heill kjúklingur með soði eins og foreldrar mínir gerðu alltaf í gamla daga. Annars er sushi og tacos í miklu uppáhaldi hjá öllum og við getum ekki beðið eftir kal- kúninum á að- fangadag. Skemmtilegast að gera saman? Sunnu- dagarnir geta verið ansi kósý þegar við erum öll saman og fáum okkur brunch og liggjum í leti. Unglingarnir eru samt ansi fljótir eitthvað út eftir hádegismatinn. Það kannast örugglega allir við það. Borðið þið morgunmat saman? Það gerist ansi sjaldan þar sem við þurf- um að vera mætt á hinum ýmsu tímum, það er þá helst með yngstu prinsess- unni. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægra- styttingar? Við nýtum EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Rúna Magdalena Guðmundsdóttir Góðir göngutúrar í Laugardalnum Fjölskyldan Hvar og hvenær? Heiðmörk við Elliðavatn, laugardag og sunnudag kl.11-16. Nánar: Jólamarkaður verður opinn í Heiðmörk allar aðventu- helgarnar. Þar má finna úrval af handverki, skartgripum, fjölbreyttar ull- ar- og leðurvörur og margt fleira sem gæti verið sniðugt í jólapakkann. Jólamarkaður í Heiðmörk Silfur 925, ykkar teikning. Verð 19.800 kr. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.