Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2014
„Tildrögin að þessum glæstu peysuinnkaupum eru
þau að fyrir tveimur árum eða svo átti ég forláta jóla-
peysu, græna með snjóköllum á, sem ég var mjög
hrifinn af. Hún var hlý og einstaklega jólaleg en
fremur efnisléleg enda keypt í þrælakistunni Pri-
mark,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen og við-
urkennir fúslega að hann sé með samviskubit yfir
þeim kaupum. „Hún fór á endanum í ruslið og ég því
jólapeysulaus.“
Hann viðurkennir að hann sé að verða æ meira
jólabarn í „ellinni“, ástand sem ágerist með hverju
árinu. „Og mér finnst það yndislegt. Jólalögin eru
sett í gang hér á heimilinu um miðjan nóvember og
höfð í blússandi gangi allan sólarhringinn. Ég á
reyndar það erfitt með að kveðja þessa tíð, og jóla-
tónlistina, að jólaplata Sting er spiluð fram á síðasta
vetrardag. Nýti ég mér þar þá klausu að Sting skil-
greinir hana sem vetrarplötu.“
Alltént, einhverju sinni sá Arnar Eggert svo
nokkrar grallaralegar jólapeysur með þungarokks-
sveitum; Metallica, Slayer og Anthrax.
„Ég varð þegar afar skotinn í Slayer-peysunni,
ekki bara að sú eðla sveit sé ein af mínum uppáhalds
heldur er munstrið og allur frágangur mjög hátíðleg-
ur,“ segir hann með þungri áherslu. „Þarna var kom-
ið tækifæri til að bæta upp fyrir Primark-peysuna
„vondu“. Hún er auðvitað snilldarleg, kersknin sem
stýrir þessari þungarokks-jólapeysuframleiðslu þar
sem hún felur í sér æpandi þversögn. Slayer, sem
hafa alla tíð flaggað andkristilegum táknum, eiga ekki
beint erindi á hátíð ljóss og friðar og fólk tengir þá arg og
ofsa þungarokksins seint við stillu aðventunnar. En Slayer-
menn – blessi þá – hafa náð að lauma peysunni inn á þetta
svæði eins og Trójuhesti. Er það vel.“
Peysan er fágæt í dag og náði Arnar Eggert henni í
gegnum ebay-síðuna eftir æsilegt uppboðskapphlaup.
„Heldur þröng reyndar, en það undirstrikar bara kynþokk-
ann betur. Gleðileg jól!“
FESTI KAUP Á SLAYER-JÓLAPEYSU
Trójuhestur jólanna
Arnar Eggert
Thoroddsen
alsæll í nýju peys-
unni í eldhúsinu.
Ljósmynd/Móheiður Hlíf
ARNAR EGGERT THORODDSEN, DOKTORSNEMI Í TÓNLISTARFRÆÐUM Í EDINBORG,
FER EKKI Í JÓLAKÖTTINN ÞETTA ÁRIÐ ENDA BÚINN AÐ EIGNAST GLÆNÝJA
JÓLAPEYSU SEM HELGUÐ ER BANDARÍSKU ÞRASSHLJÓMSVEITINNI SLAYER.
Bandaríkjamaðurinn Danny
Shouse gerði sér lítið fyrir og skor-
aði 100 stig fyrir Ármann í
118:109-sigri á Skallagrími í Borg-
arnesi í 1. deildinni í körfubolta í
byrjun desember 1979. Var það
metjöfnun í heiminum, að því er
fram kom í frétt Morgunblaðsins,
en goðsögnin Wilt Chamberlain
vann líka það afrek að skora 100
stig í leik með Philadelphia Warri-
ors gegn New York Knicks 1962.
„Danny Shouse hitti með ein-
dæmum vel og þó reyndu Borg-
nesingar allt til að stöðva hann.
Þeir settu tvo menn á hann á köfl-
um en allt kom fyrir ekki,“ sagði í
frétt Morgunblaðsins. „Ármanns-
liðið byggir eingöngu á Danny –
aðrir leikmenn eru í statista-
hlutverkum og kunna lítið fyrir sér
í íþróttinni,“ sagði ennfremur.
Sjálfur var Shouse undrandi yfir
að heyra hversu mörg stigin voru
eftir leikinn. „Ég reyndi alls ekki
að setja met og hefði hæglega get-
að skorað fleiri körfur ef ég hefði
vitað af því að heimsmetið væri í
hættu,“ sagði hann.
Nýr leikmaður Borgnesinga,
Dakarsta Webster, sem síðar tók
sér nafnið Ívar, skoraði 60 stig í
leiknum. En féll samt í skuggann.
GAMLA FRÉTTIN
Skoraði
100 stig
Danny Shouse, til hægri, ásamt umboðsmanni sínum, Bob Stars. Sá furðaði
sig á því að betri lið en Ármann hefðu ekki sýnt skjólstæðingi sínum áhuga.
Shouse gekk síðar í raðir Njarðvíkinga og lék með þeim við góðan orðstír.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Andrea Jónsdóttir
útvarpskona og mannvinur
Mummi í Götusmiðjunni
athafnamaður og mannvinur
Bob Geldof
tónlistarmaður og mannvinur
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18,
mánudaga - föstudaga 11-18:30
ÖLL JÓLALJÓS
Á30% AFSLÆTTI
Gjafahugmynd
UNDIR
15.000
1 2 3
1. Aino-stjarna. 60 cm. 5.995 kr. Nú 4.197 kr. 2. Snöflinga-stjarna. 64 cm. 12.995 kr.
Nú 9.097 kr. 3. Halka-stjarna. 52 cm. 3.495 kr. Nú 2.447 kr. Perustæði seld sér.
Christmas-jólastjarna
Mista-hreindýrahorn
H56cm
9.995
Cool-vegglampi
14.995
Blacktree-rúmföt
140x200/60x63cm
6.995
Globe-hnöttur
20cm
9.995
Show-kobber
spegill60x60cm
12.995
Army-loftljós
H27cm
7.995
Ladder-stigi
H155cm
11.995
Moto-vegghillur
þrjárípk.
14.900