Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2014 „Tildrögin að þessum glæstu peysuinnkaupum eru þau að fyrir tveimur árum eða svo átti ég forláta jóla- peysu, græna með snjóköllum á, sem ég var mjög hrifinn af. Hún var hlý og einstaklega jólaleg en fremur efnisléleg enda keypt í þrælakistunni Pri- mark,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen og við- urkennir fúslega að hann sé með samviskubit yfir þeim kaupum. „Hún fór á endanum í ruslið og ég því jólapeysulaus.“ Hann viðurkennir að hann sé að verða æ meira jólabarn í „ellinni“, ástand sem ágerist með hverju árinu. „Og mér finnst það yndislegt. Jólalögin eru sett í gang hér á heimilinu um miðjan nóvember og höfð í blússandi gangi allan sólarhringinn. Ég á reyndar það erfitt með að kveðja þessa tíð, og jóla- tónlistina, að jólaplata Sting er spiluð fram á síðasta vetrardag. Nýti ég mér þar þá klausu að Sting skil- greinir hana sem vetrarplötu.“ Alltént, einhverju sinni sá Arnar Eggert svo nokkrar grallaralegar jólapeysur með þungarokks- sveitum; Metallica, Slayer og Anthrax. „Ég varð þegar afar skotinn í Slayer-peysunni, ekki bara að sú eðla sveit sé ein af mínum uppáhalds heldur er munstrið og allur frágangur mjög hátíðleg- ur,“ segir hann með þungri áherslu. „Þarna var kom- ið tækifæri til að bæta upp fyrir Primark-peysuna „vondu“. Hún er auðvitað snilldarleg, kersknin sem stýrir þessari þungarokks-jólapeysuframleiðslu þar sem hún felur í sér æpandi þversögn. Slayer, sem hafa alla tíð flaggað andkristilegum táknum, eiga ekki beint erindi á hátíð ljóss og friðar og fólk tengir þá arg og ofsa þungarokksins seint við stillu aðventunnar. En Slayer- menn – blessi þá – hafa náð að lauma peysunni inn á þetta svæði eins og Trójuhesti. Er það vel.“ Peysan er fágæt í dag og náði Arnar Eggert henni í gegnum ebay-síðuna eftir æsilegt uppboðskapphlaup. „Heldur þröng reyndar, en það undirstrikar bara kynþokk- ann betur. Gleðileg jól!“ FESTI KAUP Á SLAYER-JÓLAPEYSU Trójuhestur jólanna Arnar Eggert Thoroddsen alsæll í nýju peys- unni í eldhúsinu. Ljósmynd/Móheiður Hlíf ARNAR EGGERT THORODDSEN, DOKTORSNEMI Í TÓNLISTARFRÆÐUM Í EDINBORG, FER EKKI Í JÓLAKÖTTINN ÞETTA ÁRIÐ ENDA BÚINN AÐ EIGNAST GLÆNÝJA JÓLAPEYSU SEM HELGUÐ ER BANDARÍSKU ÞRASSHLJÓMSVEITINNI SLAYER. Bandaríkjamaðurinn Danny Shouse gerði sér lítið fyrir og skor- aði 100 stig fyrir Ármann í 118:109-sigri á Skallagrími í Borg- arnesi í 1. deildinni í körfubolta í byrjun desember 1979. Var það metjöfnun í heiminum, að því er fram kom í frétt Morgunblaðsins, en goðsögnin Wilt Chamberlain vann líka það afrek að skora 100 stig í leik með Philadelphia Warri- ors gegn New York Knicks 1962. „Danny Shouse hitti með ein- dæmum vel og þó reyndu Borg- nesingar allt til að stöðva hann. Þeir settu tvo menn á hann á köfl- um en allt kom fyrir ekki,“ sagði í frétt Morgunblaðsins. „Ármanns- liðið byggir eingöngu á Danny – aðrir leikmenn eru í statista- hlutverkum og kunna lítið fyrir sér í íþróttinni,“ sagði ennfremur. Sjálfur var Shouse undrandi yfir að heyra hversu mörg stigin voru eftir leikinn. „Ég reyndi alls ekki að setja met og hefði hæglega get- að skorað fleiri körfur ef ég hefði vitað af því að heimsmetið væri í hættu,“ sagði hann. Nýr leikmaður Borgnesinga, Dakarsta Webster, sem síðar tók sér nafnið Ívar, skoraði 60 stig í leiknum. En féll samt í skuggann. GAMLA FRÉTTIN Skoraði 100 stig Danny Shouse, til hægri, ásamt umboðsmanni sínum, Bob Stars. Sá furðaði sig á því að betri lið en Ármann hefðu ekki sýnt skjólstæðingi sínum áhuga. Shouse gekk síðar í raðir Njarðvíkinga og lék með þeim við góðan orðstír. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Andrea Jónsdóttir útvarpskona og mannvinur Mummi í Götusmiðjunni athafnamaður og mannvinur Bob Geldof tónlistarmaður og mannvinur ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 ÖLL JÓLALJÓS Á30% AFSLÆTTI Gjafahugmynd UNDIR 15.000 1 2 3 1. Aino-stjarna. 60 cm. 5.995 kr. Nú 4.197 kr. 2. Snöflinga-stjarna. 64 cm. 12.995 kr. Nú 9.097 kr. 3. Halka-stjarna. 52 cm. 3.495 kr. Nú 2.447 kr. Perustæði seld sér. Christmas-jólastjarna Mista-hreindýrahorn H56cm 9.995 Cool-vegglampi 14.995 Blacktree-rúmföt 140x200/60x63cm 6.995 Globe-hnöttur 20cm 9.995 Show-kobber spegill60x60cm 12.995 Army-loftljós H27cm 7.995 Ladder-stigi H155cm 11.995 Moto-vegghillur þrjárípk. 14.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.