Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Blaðsíða 30
Matur og drykkir Snætt í háloftum *Einn skrítnasti veitingastaður í heimi, Dinnerin the Sky, er staðsettur í París, Brussel ogDubai. Veitingastaðurinn býður gestum aðsnæða við glæsilegt matarborð sem hangir íkrana, 50 metra frá jörðu. Til þess að fá borðþurfa gestir að vera nákvæmlega 22 talsins ogþurfa að vera a.m.k. 1,50 m á hæð. Kvöld- verðurinn kostar sitt því meðalverð fyrir allt heila klabbið er um það bil 3,5 milljón. D esember er tekinn við og það styttist óðum í jólin. Margir eru eflaust á fullu í jólabakstri og því er tilvalið að fá uppskrift að dásam- legum sörum í safnið. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir gefur lesendum sunnudagsblaðsins uppskrift að sörum sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. „Ég er mikið jólabarn, enda eru jólin besti tími ársins að mínu mati,“ segir Eva Laufey. „Ég hef óskap- lega gaman af bakstri og þá sérstaklega fyrir jólin. Ég baka kannski ekki margar sortir en ég baka sömu kök- urnar aftur og aftur. Súkkulaðibitakökur, spesíur og svo eru sörur í uppáhaldi.“ Spurð um hefðir á jólunum hjá fjölskyldunni svarar Eva Laufey því að þær séu þónokkrar sem haldið er í. „Frá því að ég var lítil höfum við alltaf farið með jóla- kort og jólapakka til ættingjanna á aðfangadagsmorgun, þá stoppum við gjarnan og heilsum upp á ættingjana, en ætli matarhefðirnar heima séu ekki sterkari en aðrar jólahefðir. Súpan hennar mömmu er alltaf í forrétt og svo er svínahamborgarhryggur. Ég er hinsvegar sú eina sem borðar hann ekki, svo ég fæ alltaf sér mat á jól- unum, bara það sem mig langar í hverju sinni,“ segir hún og hlær. „Í ár ætla ég að elda Beef Wellington en það er innbökuð nautalund sem mér þykir afskaplega góð. Eftir matinn kemur bið að sjálfsögðu og í æsku minnist ég þess að hún hafi verið endalaus. Svo er boðið upp á konfekt og kaffi og pakkar opnaðir. Margar litlar hefðir sem ég gæti ekki sleppt og það væri ómögulegt að breyta þeim.“ Í haust eignaðist Eva Laufey frumburð sinn, dótturina Ingibjörgu Rósu, með kærasta sínum Haraldi Haralds- syni og verða jólin því öðruvísi í ár. „Jólin verða einstök í ár, ég hlakka mikið til að eyða þeim með Ingibjörgu Rósu og Hadda mínum,“ segir Eva Laufey að lokum. HINAR KLASSÍSKU SÖRUR KLIKKA EKKI Einstök jól framundan EVA LAUFEY ER VÖN AÐ BAKA SÖMU TEGUNDIRNAR FYRIR JÓLIN. HÚN ER MIKIÐ JÓLABARN OG HLAKKAR TIL AÐ NJÓTA FYRSTU JÓLA NÝFÆDDRAR DÓTTUR SINNAR Í FAÐMI FJÖLSKYLDUNNAR. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Eva hefur un- un af því að baka. BOTN 4 eggjahvítur 230 g heslihnetur (eða möndlur) 230 g flórsykur Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Hakkið heslihnet- urnar eða möndlurnar í matvinnsluvél. Stífþeytið eggjahvíturnar þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að hvíturnar renni úr. Blandið hnetunum og flórsykrinum varlega saman við eggjahvíturnar með sleikju. Mótið kökurnar með teskeið og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið í 10–12 mínútur. KREM 4 eggjarauður 1 dl vatn 130 g sykur 250 g smjör, við stofuhita 2 – 3 msk kakó ½ tsk vanillusykur eða vanillu extract 1 msk sterkt uppáhellt kaffi Aðferð: Þeytið eggjarauðurnar. Hitið vatn og sykur þar til það hitnar og verður að sírópi. Hellið sír- ópinu saman við eggjarauðurnar í mjórri bunu og haldið áfram að þeyta. Skerið smjörið í teninga og bætið út í. Næsta skref er að bæta kakó, vanillu og kaffi út í kremið. Þeytið í svolitla stund eða þar til kremið verður silkimjúkt. Það er ágætt að smakka sig til á þessu stigi. Kælið kremið áður en þið setjið það á kökurnar. Gott er að sprauta kreminu á kök- urnar með sprautupoka eða nota teskeiðar til þess að smyrja kreminu á þær. Það er algjört smekks- atriði hversu mikið af kremi fer á kökurnar. Kælið kökurnar mjög vel, helst í frysti, áður en þær eru hjúpaðar. HJÚPUR 300 g súkkulaðihjúpur Aðferð: Bræðið súkkulaðihnappa yfir vatnsbaði. Dýfið kremhlutanum á sörunum ofan í súkkulaðið. Gott er að geyma sörurnar í frysti. Njótið vel. Sörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.