Fréttablaðið - 22.06.2015, Síða 2

Fréttablaðið - 22.06.2015, Síða 2
22. júní 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Á morgun er útlit fyrir fyrir hæga norðlæga átt eða hafgolu suðvestanlands. Skýjað með köflum víðast hvar en skýjað að mestu austan til á landinu. Það verður áfram hlýtt í veðri á suðvestan- og vestanverðu landinu, en annars er hiti 6 til 12 stig. SVEITARSTJÓRNARMÁL „Eftir nokkra skoðun innandyra hjá okkur komumst við að því að hag- kvæmni gæti verið nokkur, sér- staklega ef horft er á peningahlið- ina,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjastjóri Kópavogs. Umtalsverðri vinnu hefur verið varið í að greina kosti þess að flytja bæjarskrifstofu Kópavogs úr Fannborg í Norðurturn við Smáralind. Bæjarstjórn Kópa- vogs mun á næstunni taka fyrir tillögu um að veita Ármanni umboð til að ganga til samninga um kaup á nýju húsnæði. „Í þessu felst fyrst og fremst hagkvæmni, rýmið nýtist mun betur. Við erum að fækka fer- metrum úr um það bil 4.700 í 3.500. Við förum úr þessu hólf- aða skrifstofurými og það verður meira um opið rými. Þetta held ég að henti betur, auki flæði meira og skapi betri þjónustu fyrir bæjar búa,“ segir Ármann. Fjárhagslegur ábati af flutn- ingunum gæti verið um 2 millj- arðar króna á 25 árum. Þá er lík- legt að sala fasteigna bæjarins við Fannborg muni skapa minni lánsþörf fyrir bæinn. „Lánsþörfin verður minni með tilliti til sölu á gömlu skrifstof- unni. Þörfin væri þá upp á núll til 345 milljónir til skamms tíma en til langs tíma skapar þetta sparnað sem er mjög hagkvæmt fyrir bæinn og skapar fjármuni sem má nýta til að greiða niður skuldir.“ - srs Bæjarstjóri Kópavogs segir að til langs tíma muni kaup á nýrri skrifstofu skila sér í miklum ábata: Flutningur bæjarskrifstofu skapar sparnað NORÐURTURN Ármann segir nýja rýmið mun nútímalegra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DANMÖRK Margrét Danadrottning veitti Lars Løkke Rasmussen, leiðtoga Venstre, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Danmörku. Leiðtogar allra stjórnmálaflokkanna hafa fundað með drottningunni undanfarna daga og veitti hún Løkke umboðið eftir að leiðtogar danska Þjóðar- flokksins, Frjálslynda bandalagsins og Íhalds- flokksins mæltu með því að Løkke fengi að fara með stjórnar myndunarumboð. Stjórnmálaskýrendur í Danmörku telja líklegt að Løkke muni mynda minnihlutastjórn með stuðningi nokkurra hægriflokka þar sem flokkarnir eru sam- mála um nokkur lykilatriði á borð við hvernig skuli hátta opinberum útgjöldum. Danski Þjóðarflokkurinn vann óvænt mikinn kosn- ingasigur síðastliðinn fimmtudag en hann er nú annar stærsti flokkurinn á eftir Jafnaðarmannaflokknum. Þjóðarflokkurinn hefur þegar lagt fram fjögur skilyrði fyrir setu í ríkisstjórn en flokkurinn vill að ríkis stjórnin taki upp skeptískari Evrópustefnu, inn- leiði landamæraeftirlit, takmarki innflutning og mót- töku flóttamanna auk þess að auka opinber útgjöld um 0,8 prósent. - srs Danski Þjóðarflokkurinn leggur fram fjögur skilyrði fyrir ríkisstjórnarsetu: Løkke fær umboð til viðræðna Á LEIÐ FRÁ DROTTNINGUNNI Lars Løkke mun að öllum líkindum mynda minnihlutastjórn. FRÉTTABLLAÐIÐ/AFP ALÞINGI Þingfundur verður í dag klukkan 15, en Alþingi hefur ekki fundað síðan á þriðjudag. Þá var fundum ítrekað frestað eftir að tilkynnt var um fyrirhugað- ar breytingar sjávarútvegsráð- herra á því hvernig fyrirkomulag makríl veiða yrði. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er samkomulag í fæð- ingu. Það felst meðal annars í því að horfið verður frá tillögu meiri- hluta atvinnuveganefndar, undir forystu Jóns Gunnarssonar, um að fjölga þeim virkjanakostum sem færast í nýtingarflokk. - kóp Hnúturinn er að leysast: Samkomulag í fæðingu á þingi Tónlistarhátíðinni Secret Solstice lauk í gærkvöldi: Þúsundir nutu tónlistarinnar FÓLK Fjöldi fólks naut tónlistar á hátíðinni Secret Solstice sem lauk í Laugardalnum í gærkvöldi með tónleikum Wu Tang Clan. Veðrið lék við hátíðargesti og þeir sem best gerðu við sig keyptu sig í heita pott- inn sem var í átta metra hæð á svæðinu. Fjöldi tónlistarmanna steig á svið og leynigestur hátíðarinnar var bandaríski rapparinn Busta Rhymes. - kóp Í VARMA OG VELLYSTINGUM Þau Takara Bushnell, Lindsey Spekman og Efrain Quintan frá Kaliforníu sögðu hátíðina vera einstaka upplifun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ VEÐUR „Það verður áfram flott veður á landinu öllu nema kannski Suðausturlandi,“ segir Sibylle von Löwis of Menar, hópstjóri veðurmælikerfa hjá Veðurstofu Íslands. Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að sú gula hefur látið sjá sig í ríkara mæli að undanförnu heldur en landsmenn hafa vanist. Sólin mun halda áfram að skína næstu daga þó líklega verði nokkrum gráðum svalara en í gær. Hitinn í gær varð mestur 19°C á nokkrum stöðum, til dæmis í Húsafelli og á Þingvöllum. - jóe Stefnir í góða veðurviku: Sól og blíða í kortunum SJÓMENNSKA „Það getur verið frekar mikil prumpulykt hérna á næturnar,“ segir Birgitta Micha- elsdóttir, nemandi á skólaskipinu Georg Stage. „Við erum 60 manns um borð í skipinu og það getur verið mjög þröngt. Við búum í einu rými neðan þilja þar sem við sofum, borðum og förum í kennslustund- ir. Síðan sofum við í hengirúmum á næturnar og það verður afar þröngt. Þetta er mikil áskorun en mjög skemmtilegt,“ segir hún. Birgitta, sem er tvítug, ákvað eftir útskrift úr Kvennaskólanum að prófa eitthvað algerlega nýtt. Hún flutti til Danmerkur og sótti um nám í sjómennsku á skóla- skipinu Georg Stage. „Mig langaði að gera eitthvað nýtt og mig langaði aðallega til að ferðast,“ segir hún. Georg Stage er danskt skólaskip og þriggja mastra seglskúta sem var smíðuð árið 1934. „Maðurinn sem lét smíða skipið nefndi það eftir syni sínum sem dó ungur,“ segir Birgitta. Skipið er nefnt eftir Georg Stage, syni Fredriks Stage, sem dó úr berklum árið 1880. Sýn Fred- riks var að efla þjálfun danskra sjómanna með verklegum aðferð- um og lét hann því smíða upphaf- lega skólaskipið Georg Stage árið 1882, seinna skipið var smíðað árið 1934. Nemendur á skipinu munu verða á siglingu í fimm mánuði um Norð- ur-Atlantshaf. „Við höfum komið við á Englandi og Írlandi, erum núna á Íslandi og munum síðan koma við í Færeyj- um, Orkneyjum, Kristiansand, Álaborg og Kristjánsey,“ segir Birgitta. „Hér lærum við allt sem sjó- menn þurfa að kunna sem þýðir að við lærum hluti eins og sigl- ingafræði og vélfræði. Við lærum allt um skip, ekki bara seglskip. Lærum til dæmis hvernig skrúfan virkar og hvernig maður stýrir,“ segir hún en Birgitta hefur marg- oft stýrt skipinu sjálf en nemend- urnir skiptast á að stýra. „Síðan lærum við mikið á reip- in. Við lærum að nota kraft reipis- ins og margt er unnið með hand- afli. Við erum með sjö kílómetra af reipi á skipinu sem er mjög mikið.“ Birgitta gæti hugsað sér að vinna við siglingar í framtíðinni. „Það eru reyndar ekki mörg svona skólaskip eftir í heiminum en ég gæti hugsað mér að vinna á seglskipi. Það væri auðvitað gaman að geta verið í heitari lönd- um.“ stefanrafn@frettabladid.is Fór beint úr Kvennó að læra sjómennsku Birgitta Michaelsdóttir er tuttugu ára nemandi á danska skólaskipinu Georg Stage. Hún býr um borð í seglskútunni með sextíu öðrum nemendum. Hún segir að þó að það sé þröngt um fólkið sé námið mikil og skemmtileg áskorun. STÝRT MEÐ HANDAFLI Sjö kílómetrar af reipi eru um borð í Georg Stage. VIÐ STÝRIÐ Birgitta hefur margoft stýrt seglskipinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ VEÐUR SJÁ SÍÐU 18 SÓLAR SJÓÐHEITUR í sólarhring! Hefst í dag kl. 12 1 5 -0 9 -2 0 1 5 0 9 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 4 -5 6 3 8 1 6 2 4 -5 4 F C 1 6 2 4 -5 3 C 0 1 6 2 4 -5 2 8 4 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.