Fréttablaðið - 22.06.2015, Side 4
22. júní 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
SPURNING DAGSINS
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
r á
sk
ilj
a
sé
r r
ét
t t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fy
rir
va
ra
.
Krít
Frá kr. 124.900
Netverð á mann frá kr. 124.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.
Netverð á mann frá kr. 159.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.
Porto Platanias Village
2. júlí í 11 nætur
MENNTUN Um þrjú þúsund ein-
staklingar hafa á einn eða annan
hátt notið góðs af tilraunaverkefn-
inu Menntun núna í Breiðholti sem
hófst fyrir tæpum tveimur árum en
er nú lokið. Árangurinn þykir svo
góður að halda á verkefninu áfram
þótt það verði minna í sniðum.
„Við í Breiðholti ætlum að halda
áfram að hittast og vinna saman.
Það fækkar í framkvæmdateymi
verkefnisins en við ætlum að þróa
áfram tækifæri til menntunar,“
segir Óskar Dýrmundur Ólafsson,
hverfisstjóri í Breiðholti.
Menntun núna var tilraunaverk-
efni menntamálaráðuneytisins,
Reykjavíkurborgar, aðila vinnu-
markaðarins og fræðslustofnana.
Í verkefninu var lögð áhersla á
fræðslu í nærsamfélaginu, að efla
innflytjendur, sem eru fjölmenn-
ir í Breiðholti, með íslenskunámi
og samfélagsfræðslu. Svokallað-
ir brúar smiðir fengu þjálfun í að
aðstoða samlanda sína við að nýta
tækifæri sín í nýju landi. „Meðal
námskeiðanna var leiðtoganámskeið
fyrir konur sem var mjög vel sótt
og árangursríkt. Með því var verið
að virkja konur sem leiðtoga í sínu
nærsamfélagi,“ greinir Ólafur frá.
Jafnframt var lögð áhersla á að
ná til brotthvarfsnema á svæðinu.
„Haft var samband við um 600
manns sem horfið höfðu frá námi
og þeim veitt viðtöl við ráðgjafa
eða boðin önnur úrræði. Við teljum
að 100 manns hafi beinlínis hafið
aftur nám eftir íhlutun. Við erum
búin að sá fræjum. Fólk fær hvatn-
ingu og ráðgjöf. Það veit oft ekki
hvaða tækifæri bjóðast til að fara
aftur í nám,“ tekur Óskar fram.
Auk Breiðholts hefur verkefnið
Menntun núna verið í gangi í Norð-
vesturkjördæmi. Markmiðið þar
var að efla ráðgjöf til fyrirtækja
um nám á vinnustað í kjördæm-
inu, auka samstarf atvinnulífs og
fræðsluaðila þar um starfstengt
nám, fjölga einstaklingum sem
ljúka iðnnámi og efla íslenskukunn-
áttu innflytjenda í kjördæminu.
Verkefnið var liður í átaki til þess
að hækka menntunarstig í íslensku
atvinnulífi. Sömu aðilar og komu að
verkefninu í Breiðholti komu að því
í Norðvesturkjördæmi.
ibs@frettabladid.is
Þrjú þúsund í átak-
inu Menntun núna
Tilraunaverkefnið Menntun núna náði til þriggja þúsunda Breiðhyltinga. Áhersla
lögð á fræðslu í nærsamfélaginu með námskeiðum og að ná til brotthvarfsnema.
Árangurinn svo góður að verkefninu verður haldið áfram að einhverju leyti.
ÚTSKRIFT
MÍMIS Nem-
endur útskrifaðir
úr námskeiðum
styrktum af vek-
efninu Menntun
núna.
MYND/MENNTUN NÚNA
Meðal
námskeiðanna
var leiðtoga-
námskeið fyrir
konur sem var
mjög vel sótt
og árangurs-
ríkt. Með því var verið að
virkja konur sem leiðtoga í
sínu nærsamfélagi.
Óskar Dýrmundur Ólafsson,
hverfisstjóri í Breiðholti
LONDON Laumufarþegi féll úr flug-
vél yfir London á föstudag og lenti
á verslun með þeim afleiðingum
að hann lést. Frá þessu greinir
Sky News.
Vélin var á leið frá Jóhannesar-
borg í Suður-Afríku til London og
átti atvikið sér stað hjá Heathrow-
flugvelli í London.
Hann og annar maður eru tald-
ir hafa haldið til í lendingarbún-
aði farþegaþotunnar á meðan hún
flaug tæplega þrettán þúsund kíló-
metra.
Hinn maðurinn er alvarlega
slasaður á sjúkrahúsi í London og
þykir það kraftaverk að hann hafi
lifað flugið af. - ngy
Á leið frá Afríku til Evrópu:
Laumufarþegi
féll úr flugvél
BRITISH AIRWAYS Maðurinn féll úr
flugvél British Airways. MYND/AFP
SJÁVARÚTVEGUR Eigendur Sam-
herja og stjórnendur Deutsche
Fishfang Union (DFFU) undir-
rituðu fyrir helgi samning um
smíði tveggja skuttogara við
norsku skipasmíðastöðina Kle-
ven í Álasundi. Skipin eru hönn-
uð af Rolls Royce.
Haraldur Grétarsson, fram-
kvæmdastjóri DFFU, segir að
þetta séu fyrstu nýsmíðar félags-
ins frá því Samherji keypti
félagið og löngu tímabært skref.
Skipin séu eins og þau ger-
ast best í dag, allur aðbúnaður
áhafnar verður til fyrirmyndar
og vinnuaðstaða eins og best ger-
ist. - shá
Endurnýjun eftir 20 ár:
Samherji smíð-
ar tvö ný skip
NÆSTA KYNSLÓÐ Skipin eru mun
umhverfisvænni en forverarnir. MYND/R&R
VIÐSKIPTI Sparisjóður Norðurlands
gerði samkomulag við Landsbank-
ann í gær, þess efnis að hafinn verði
undirbúningur að samruna þessara
tveggja fjármálafyrirtækja undir
merkjum Landsbankans.
Í tilkynningu frá Landsbank-
anum kemur fram að stjórn spari-
sjóðsins hafi leitaði til Landsbank-
ans þann 9. júní 2015 til að kanna
áhuga á samruna vegna óvissu um
framtíð sjóðsins.
Sameinað fyrirtæki yrði rekið
undir nafni Landsbankans og við
samrunann rynnu allar eignir og
skuldbindingar sparisjóðsins inn
í Landsbankann og hann tæki við
rekstri allra útibúa sjóðsins.
Eiginfjárhlutfall Sparisjóðs
Norðurlands var 8,2 prósent í árs-
lok 2014 sem er undir þeirri eigin-
fjárkröfu sem Fjármálaeftirlit-
ið gerir til sparisjóðsins. Rekstur
sjóðsins hefur verið viðunandi en
niðurfærslur eigna í kjölfar endur-
mats þeirra hafa valdið neikvæðri
rekstrarafkomu.
- ngy
Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna:
Rennur saman við Landsbankann
LANDSBANKINN Stjórn Sparisjóðsins
telur að með samrunanum verði óvissu
eytt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Inga, eru álfar kannski menn?
Eða menn kannski álfar?
Inga Björk Ingadóttir, músíkmeðferðar-
fræðingur og eigandi Hljómu, lék á lýru á
Álfahátíð í Hellisgerði á laugardag.
VIÐSKIPTI Spurningaleikurinn
QuizUp er nú fáanlegur fyrir
Windows-síma.
Fram til þessa hefur einungis
verið hægt að spila leikinn í tækj-
um sem keyra á iOS-stýrikerfinu
og á Android-tækjum.
Markaðshlutdeild Windows-
stýrikerfisins er lítil og úrval
appa fyrir eigendur Windows
síma eftir því.
Í QuizUp eru yfir 600 þúsund
spurningar í 1.200 flokkum og
spila virkir notendur rúmlega 7
milljónir leikja á dag. Önnur kyn-
slóð leiksins kom út í lok maí og
er meiri áhersla lögð á samskipti
og að tengja spilara saman. - gló
Þjónar þremur stýrikerfum:
QuizUp líka
fyrir Windows
SAMFÉLAG Þroskaþjálfinn Hanna Guðrún Sigurjóns-
dóttir er Reykvíkingur ársins 2015.
Hanna Guðrún hefur látið til sín taka þegar
kemur að flokkun á rusli og umhverfisvernd en hún
er búsett í Kóngsbakka í Neðra-Breiðholti og var til-
nefnd af nágranna sínum.
Hún hefur verið formaður húsfélagsins í Kóngs-
bakka um nokkurra ára skeið og staðið fyrir
fræðslustarfi um flokkun sem leitt hefur til þess að
sorptunnum hefur verið fækkað um tvær í hverjum
stigagangi og flokka íbúar nú allan pappír og pappa
frá almennu heimilissorpi.
Sjálf slær Hanna Guðrún ekki slöku við og flokk-
ar einnig plast, málma og lífrænan úrgang frá heim-
ilissorpi sínu og notar að auki þann lífræna úrgang
sem til fellur til moltugerðar.
Á laugardagsmorgun opnaði Hanna Guðrún
Elliðaárnar í boði borgarstjóra og Stangaveiðifélags
Reykjavíkur og um hálf átta landaði hún maríu-
laxi sínum sem var 62 sentimetrar að lengd. „Hann
bragðaðist mjög vel, það er alltaf gott að fá svona
nýveiddan og nýgenginn lax,“ segir Hanna Guðrún
sem var búin að matreiða fenginn og flokkaði að
sjálfsögðu lífræna úrganginn. - gló
Reykvíkingur ársins 2015 opnaði Elliðaárnar og landaði maríulaxi sínum:
Hefur látið til sín taka í flokkun
ÁNÆGÐ Hanna Guðrún með laxinn sem hún veiddi við
opnun Elliðaánna á laugardagsmorgun. MYND/AÐSEND
FLÓTTAMENN António Guterres,
framkvæmdastjóri flóttamanna-
mála hjá Sameinuðu þjóðunum,
kallar eftir því að þjóðir heimsins
endurnýi skuldbindingar sínar
gagnvart sáttmála um málefni
flóttafólks frá árinu 1951.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Guterres síðastliðinn laugar-
dag, alþjóðlega flóttamannadag-
inn.
Hann segir að aldrei hafi jafn
margir verið á flótta, en árið 2014
var metár í fjölda flóttamanna á
vergangi.
Um 60 milljónir manna eru á
flótta í dag. - srs
60 milljónir flóttamanna:
Metfjöldi fólks
á vergangi
BANDARÍKIN Lögreglan í Banda-
ríkjunum leitar nú strokufang-
anna Richards Matt og Davids
Sweat í smábænum Friendship í
suðvesturhluta New York-ríkis.
Íbúar bæjarins, sem eru um tvö
þúsund talsins, hafa verið varaðir
við því að nálgast nokkurn sem
gæti verið annar hvor fanganna.
Þeir Matt og Sweat struku úr
rammgerðu fangelsi í ríkinu fyrir
16 dögum. Ef rétt reynist að þeir
séu í bænum Friendship hafa þeir
lagt 500 km að baki. - skh
Taldir hafa farið 500 km:
Strokufanga
leitað í smábæ
1
5
-0
9
-2
0
1
5
0
9
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
5
-1
6
C
8
1
6
2
5
-1
5
8
C
1
6
2
5
-1
4
5
0
1
6
2
5
-1
3
1
4
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K