Fréttablaðið - 22.06.2015, Síða 6
22. júní 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6
Lyfjaauglýsing
20% afsláttur
af 100g og 150g Voltaren Gel í júní
TÆKNI Samningur um flutning á starfsemi
tölvuleikjarisans CCP í nýbyggingu, sem mun
rísa á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands í
Vatnsmýrinni, var undirritaður í Öskju fyrir
helgi. Undir samninginn skrifuðu Hilmar Veig-
ar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, Krist-
ín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, og Hilmar Bragi
Janusson, stjórnarformaður Vísindagarða HÍ.
Auk nýrrar aðstöðu CCP verður að finna
aðstöðu fyrir fleiri nýsköpunarfyrirtæki í hús-
inu.
Með nýrri staðsetningu vonast fyrirtækið
eftir auknu samstarfi við háskólasamfélagið en
CCP var áður til húsa við Grandagarð.
„Ég er sannfærður um að miklir möguleikar
eru fólgnir í þeirri samvinnu og uppbyggingar-
áformum sem fyrirhuguð er í Vísindagörðun-
um,“ sagði Hilmar Veigar við undirritunina.
„Við fögnum sérstaklega að koma CCP hing-
að á lóðina skapar grundvöll til að hýsa í sömu
byggingu ný sprotafyrirtæki,“ sagði Kristín
Ingólfsdóttir.
„Ég er mjög stoltur af því að þetta er að
verða að veruleika og tel að það sé til marks um
framsýni og metnað forsvarsmanna fyrirtækis-
ins,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri,
en hann var viðstaddur undirritunina ásamt Ill-
uga Gunnarssyni menntamálaráðherra. - þea
Framkvæmdastjóri CCP, rektor Háskóla Íslands og stjórnarformaður Vísindagarða undirrituðu samning:
CCP flytur höfuðstöðvarnar í Vatnsmýrina
FLUTNINGAR Skrifað var undir samning um flutninga
CCP í nýbyggingu í Vísindagörðum Háskóla Íslands.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
1. Af hvaða tilefni var stórleikkonan
Geena Davis stödd hér á landi?
2. Ferðamenn frá hvaða landi eyða
mestu á barnum?
3. Hvaða hljómsveit gefur út tónlist
sína á USB-lykli?
SVÖR
1. Davis fl utti erindi á ráðstefnunni WE
2015. 2. Rússlandi 3. KSF
SVISS Stríðandi fylkingar í Jemen
náðu ekki samkomulagi um
vopnahlé á samningafundi í Genf
í gær.
Riad Yassin, utanríkisráðherra
Jemens, sakar fulltrúa Houthi-
uppreisnarhreyfingarinnar um
að tefja vopnahlésferlið. Hann
segir að á endanum muni við-
ræður skila árangri en ekki hefur
verið ákveðið hvenær fulltrúar
fylkinganna muni hittast næst.
Átökin hafa skapað neyðar-
ástand fyrir um 20 milljónir
Jemena. - srs
Ekkert vopnahlé um sinn:
Árangurslaus
fundur í Genf
UTANRÍKISRÁÐHERRA Yassin sakar
Houthi-hreyfinguna um að tefja ferlið.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
ÍÞRÓTTIR „Þetta niðurgreiðsluform
er […] ósanngjarnt og mismunar
börnum og unglingum eftir aldri,
fjárhagsstöðu foreldra og íþrótta-
og tómstundagreinum.“ Þetta
segir í nýrri skýrslu um íþrótta-
mál í Hafnarfirði.
Skýrslan, sem
unnin er af ráð-
gjafarfyrirtæk-
inu R3, málar
svarta mynd af
niðurgreiðslum
sveitarfélags-
ins til barna
sem iðka íþrótt-
ir. Fram kemur
meðal annars að
börn sem stunda fótbolta, fimleika
og fleiri greinar fá hærri niður-
greiðslu en börn sem stunda gólf-
íþróttir og badminton.
Haraldur L. Haraldsson, bæjar-
stjóri Hafnarfjarðar, segist búast
við því að brugðist verði við vand-
anum þegar líða tekur á haust-
ið. „Nú setjumst við yfir þessa
skýrslu og skoðum hvað við telj-
um að betur mætti fara,“ segir
Haraldur.
Lægstu niðurgreiðslu fá börn á
aldrinum sex til tólf ára sem æfa
gólfíþróttir, badminton og aðrar
keimlíkar greinar, eða um 15.300
krónur á ári.
Hæstu niðurgreiðsluna fá tólf til
sextán ára börn sem æfa fótbolta,
fimleika og fleira, eða 30.600 krón-
ur á ári.
Hægt er að fá niðurgreiðslu
fyrir tvær íþróttagreinar í einu.
Þar af leiðir að börn sem æfa tvær
íþróttir sem hljóta meiri niður-
greiðslu geta fengið allt að 61.200
krónur á ári. Niðurgreiðslan getur
því munað 299 prósentum á milli
barna.
Í skýrslunni segir að fyrirkomu-
lagið komi niður á börnum sem
eiga foreldra sem ekki hafa efni
á að greiða mismuninn af tveim-
ur íþróttagreinum, eftir niður-
greiðslu.
Þá segir í skýrslunni að sækja
verði sérstaklega um niðurgreiðsl-
una, ólíkt því sem gengur og gerist
til dæmis í Reykjavík. Fáir virð-
ist sækja um niðurgreiðsluna og
er það mat skýrsluhöfunda að það
geti ekki stafað af áhugaleysi for-
eldra á því að fá tómstundir barna
niðurgreiddar.
Í öðrum sveitarfélögum á höfuð-
borgarsvæðinu nær niðurgreiðsla
til tómstunda til átján ára aldurs.
Þetta á ekki við um kerfið í Hafn-
arfirði, þar sem börn til sextán
ára aldurs fá niður greiðslu. Fram
kemur í skýrslunni að full ástæða
sé til að endurskoða þetta þar sem
mikið brottfall verði úr íþróttum á
þessum aldri.
„Skýrslan er þarna og nú ætlum
við bara að horfa fram á veginn og
vinna úr því sem þar er lagt til,“
segir Haraldur bæjarstjóri.
snaeros@frettabladid.is
Á STÖKKI Fimleikar eru rótgróin íþrótt í Hafnarfirði. Börn sem æfa fimleika fá hærri
niðurgreiðslu en börn í öðrum greinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Mismunað eftir áhugasviði
Ný greining á íþróttamálum í Hafnarfirði málar svarta mynd af niðurgreiðslum sveitarfélagsins til barna.
Skýrslan segir niðurgreiðslurnar mismuna eftir aldri, fjárhagsstöðu foreldra og íþróttagreininni sem börn velja.
Hafnarfjörður
Niðurgreiðsla fyrir þá sem
stunda gólfíþróttir, badminton
o.fl.:
● Fyrir börn 6-12 ára er niður-
greiðslan kr. 15.300
● Fyrir 12-16 ára er niður-
greiðslan kr. 22.950
● Niðurgreiðsla fyrir iðkendur
fótbolta, fimleika og annarra
greina sem æfðar eru allt árið:
Fyrir börn 6-12 ára er niður-
greiðslan kr. 20.400
Fyrir 12-16 ára er niðurgreiðsl-
an kr. 30.600
Garðabær
Öll börn á aldrinum 5-18 ára fá
27.500 kr. hvatapeninga
Kópavogur
Öll börn á aldrinum 5-18 ára fá
30.000 kr. frístundastyrk
Reykjavík
Öll börn á aldrinum 6-18 ára fá
35.000 kr. styrk til frístunda-
iðkunar
Mosfellsbær
Öll börn á aldrinum 6-18 ára fá
25.000 kr. frístundaávísun
MISMUNANDI EFTIR
SVEITARFÉLÖGUM
HARALDUR L
HARALDSSON
REYKJAVÍK Mannaskipti verða í
hverfisráði Pírata í Breiðholti, en
þar víkur sæti Sigmundur Þórir
Jónsson fyrir Hreiðari Eiríks-
syni. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá Pírötum í Reykjavík.
Sigmundur flutti nýverið úr
hverfinu og þykir réttast að
fulltrúi Pírata í ráðinu sé íbúi í
hverfinu.
Þá segir í tilkynningunni að
Hreiðar hafi laðast að Pírötum
í kjölfar þess að hann sagði sig
úr framboði fyrir Framsókn og
flugvallarvini í síðustu sveitar-
stjórnar kosningum. - ngy
Mannaskipti í hverfisráði:
Nýr Pírati í
Reykjavík
VEISTU SVARIÐ?
1
5
-0
9
-2
0
1
5
0
9
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
5
-B
9
B
8
1
6
2
5
-B
8
7
C
1
6
2
5
-B
7
4
0
1
6
2
5
-B
6
0
4
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K