Fréttablaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 8
22. júní 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 GRIKKLAND Stjórnvöld í Rússlandi útiloka ekki að þau muni koma Grikkjum til bjargar í fjárhags- vandræðum þeirra. Í yfirlýsingu sem skrifstofa Vlad imírs Pútín, forseta Rúss- lands, sendi frá sér á föstudag segir að Rússar íhugi lánveiting- ar til Grikklands. Þar var þó tekið fram að Grikkir hefðu ekki óskað eftir aðstoð. BBC-fréttastofan segir að áhyggj- ur af starfsemi grískra banka fari vaxandi en innlánseigendur hafa tekið út milljarða evra af reikning- um sínum í þessari viku. Talið er að upphæðin nemi allt að 4 milljörðum evra. Ástæðan er sú að stjórnvöld í Grikklandi hafa frest fram að mán- aðamótum til þess að ná samning- um við Evrópusambandið um skuld- ir Grikklands. Úttektir af reikningum aukast frá degi til dags eftir því sem nær dregur mánaðamótum. Leiðtogar evruríkjanna munu koma saman á neyðarfundi á mánudaginn til að ræða stöðuna, en fundur fjár- málaráðherra ríkja á evrusvæð- inu á fimmtudaginn skilaði engum árangri. Seðlabanki Grikklands hefur sagt að ef samningar takast ekki fyrir mánaðamót megi búast við því að Grikkir þurfi að yfirgefa evru- svæðið og í framhaldinu Evrópu- sambandið. - jhh Stjórnvöld í Rússlandi íhuga lánveitingar til Grikkja til að bjarga þeim úr fjárhagsvandræðum: Óttast að gert verði áhlaup á gríska banka LEIÐTOGAR HEILSAST Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hitti Vlad- imír Pútín, forseta Rússlands. NORDICPHOTOS/AFP SKATTUR Bandaríska verslanakeðjan Walmart hefur komið að minnsta kosti 76 milljörðum doll- ara fyrir í 78 dótturfyrirtækjum í 15 skattaskjól- um. Á viðskiptasíðu Dagens Nyheter er vitnað í skýrslu samtakanna Americans for Tax Fairness, sem hafa kortlagt meint net dótturfyrirtækjanna og skattaskjólanna. Walmart rekur nú 6.300 verslanir í 27 löndum en á einnig dótturfyrirtæki í fjölda landa án þess að reka þar verslanir, að því er greint er frá í skýrsl- unni sem kom út í þessari viku. Þar segir jafnframt að í ársskýrslum Walmart sé ekki greint frá félögum í eigu verslanakeðjunn- ar í Lúxemborg, Hollandi, Sviss, Írlandi, Bresku- Jómfrúreyjum, Cayman-eyjum, Panama, Barba- dos og Gíbraltar, en félögin eru sögð vera nokkrir tugir. Talsmaður Walmart, Randy Hargrove, segir skýrsluna ófullkomna og gerða til að villa um fyrir mönnum. Samtökin Americans for Tax Fairness eru regn- hlífarsamtök 425 félaga sem vilja skattaumbætur í Bandaríkjunum. - ibs Ný skýrsla um meint skattaundanskot verslanakeðjunnar Walmart: Milljarðar dala í skattaskjólum SKATTASKJÓL Lúxemborg er sögð eitt af mörgum skatta- skjólum Walmart. SVEITARSTJÓRNARMÁL Hafnar- fjarðar höfn eyddi um níu milljón- um í ferðalög starfsmanna hafnar- innar á árunum 2011 til 2014. Þar af var kostnaður við dagpeninga starfsmanna 4,6 milljónir króna. Til samanburðar eyddu allar aðrar stofnanir Hafnarfjarðar- bæjar samanlagt 12,6 milljónum króna í dagpeninga fyrir starfs- menn sína. Þetta kemur fram í úttekt sem Capacent gerði á Hafnarfjarðar- höfn fyrir bæinn. Alls var farið í 32 ferðir á tíma- bilinu sem námu 108 ráðstefnu- dögum og 132 dögum þar sem dagpeningar voru greiddir út. Hafnarstjórinn, Már Sveinbjörns- son, fór í flestar þessara ferða eða 28 þeirra, ýmist einn eða með öðru starfsfólki hafnarinnar. Már Sveinbjörnsson, hafnar- stjóri Hafnarfjarðarhafnar, segir að höfnin sé markaðsdrifin höfn og heimsóknir á ráðstefnur og fundi séu partur af markaðsstefnu hafnarinnar. „Árið 2006 og 2007 var skoðað hvernig mætti markaðssetja höfn- ina og þá var meðal annars skoð- að að leggja áherslu á skemmti- ferðaskip. Þetta var ákvörðun sem hafnarstjórnin tók á sínum tíma og við höfum fylgt því,“ segir Már. Höfnin er aðili að Cruise Ice- land og Cruise Europe sem eru samtök um móttöku skemmti- ferðaskipa til Íslands. Á þeirra vegum hafa starfsmenn hafnar- innar sótt margar ráðstefnur. Athygli vekur að árið 2014 fækkar ferðum umtalsvert en það ár var farið í fjórar ferðir og meðal annars var hætt við ferð til Miami til að skoða skemmtiferða- skip á vegum Cruise Iceland. „Við fórum þarna tvisvar á ári til Miami eða til Evrópu á vegum Cruise Iceland. Eftir ráðstefn- una 2013 þá mátum við það svo að þessar ferðir væru ekki að skila okkur ákveðnum ábata þannig að það var hætt við að fara árið 2014.“ Í úttekt Capacent kemur fram að bæjarstjóri Hafnarfjarðar skrifi undir allar dagpeninga- skýrslur. „Allar greiðslur dagpeninga eru samkvæmt reglum ríkisins og hafa verið kvittaðar af bæjar- stjóra,“ segir Már og bendir á að öll gögn um slíkt hafi verið opinber og ekkert sé falið í þeim efnum. Haraldur L. Haraldsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar, vildi ekki tjá sig um efni úttektarinnar. stefanrafn@frettabladid.is Dagpeningar námu um 4,6 milljónum Hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar segir hátt hlutfall ferðakostnaðar vera í takt við markaðsstefnu hafnarinnar. Dagpeningar hafnarinnar á árunum 2011-2014 námu um þriðjungi dagpeninga allra stofnana bæjarins sem voru 12,6 milljónir. HÖFNIN Áhersla hefur verið á að laða skemmtiferðaskip til hafnarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Allar greiðslur dagpeninga eru sam- kvæmt reglum ríkisins. Már Sveinbjörnsson, hafnarstjóri. Beðið eft ir messu OPNAÐ EFTIR ÁRÁSINA Ung stúlka bíður eftir að komast til messu í Emanuel- kirkjunni í Charleston í Norður-Karólínu. Hinn 17. júní skaut Dylann Roof níu manns í kirkjunni til bana. Í gær komu hundruð manna saman í kirkjunni til sunnudags- messu og til að minnast þeirra sem voru skotnir. Bandaríska alríkislögreglan annast rannsókn málsins en lögreglan rannsakar það líkt og um morð væri að ræða en ekki hryðjuverk. Sú ákvörðun hefur vakið mikla undrun og reiði í samfélagi svartra í Bandaríkjunum en á laugardaginn uppgötvaðist vefsíða með myndum af árásar- manninum með fána Suðurríkjanna auk stefnuyfirlýsingar hans þar sem hann viðrar kynþáttafordóma sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÉLAGSMÁL Landssamtökin Þroskahjálp tilkynnti á fimmtu- daginn um ráðningu Árna Múla Jónassonar í stól framkvæmda- stjóra samtak- anna. Síðast- liðinn tuttugu ár hefur Frið- r ik Sigurðs- son gegnt starfi framkvæmda- stjóra en hann mun láta af störfum fyrsta september næst- komandi og mun Árni Múli hefja störf þá. Friðrik mun þó áfram sinna sérstökum verkefnum fyrir Þroskahjálp. Árni Múli er ekki ókunnugur stjórnun. Hann hefur í gegn um tíðina starfað sem Fiskistofu- stjóri, bæjarstjóri Akraness, skrifstofustjóri sjávarútvegs- ráðuneytisins og sem lögfræði- legur ráðgjafi enda menntaður lögfræðingur með sérmenntun í mannréttindalögfræði. „Um leið og við þökkum Frið- riki Sigurðssyni fyrir ómetanleg störf í þágu samtakanna bjóð- um við Árna Múla velkominn og hlökkum til samstarfsins,“ segir í tilkynningu á vef Þroskahjálpar. - þea Framkvæmdastjóraskipti hjá Þroskahjálp: Árni Múli ráðinn ÁRNI MÚLI JÓNSSON SVONA ERUM VIÐ 2.634 MW var uppsett afl í virkjunum á Íslandi í árslok 2010. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 0 9 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 6 -0 8 B 8 1 6 2 6 -0 7 7 C 1 6 2 6 -0 6 4 0 1 6 2 6 -0 5 0 4 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.