Fréttablaðið - 22.06.2015, Side 12

Fréttablaðið - 22.06.2015, Side 12
22. júní 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Framtíð úrgangsmála í Reykjavík KYNNINGARFUNDUR UM AÐGERÐAÁÆTLUN 23. JÚNÍ Á KJARVALSSTÖÐUM KL. 20 – LEITAÐ EFTIR ÁLITI Reykjavíkurborg óskar eftir umsögnum um tillögur að aðgerðaáætlun í úrgangsmálum í Reykjavík og leitar eftir áliti borgarbúa, fyrirtækja og annarra áhugasamra. Áætlunin mun gilda fyrir árin 2015–2020 og er markmið hennar að draga úr myndun úrgangs og auka endurnýtingu og endur- vinnslu. Sérstök áhersla er lögð á val íbúa á þjónustustigi í tillögunum. Reykjavíkurborg heldur af þessu tilefni opinn fund á Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 23. júní kl. 20. Kynntar verða 42 aðgerðir, tíu leiðarljós og meginlínur um þjónustu grenndarstöðva sem verða til hliðsjónar við ákvarðanatöku um úrgangsmál í sveitarfélaginu. Allar ábendingar og tillögur um það sem betur mætti fara í áherslum borgarinnar til ársins 2020 í þessum mikilvæga mála- flokki eru vel þegnar. SKIPULAG FUNDAR Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs opnar fundinn og varpar fram sýn á úrgangsmálin og val á þjónustustigi. Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar segir frá vinnunni við aðgerðaráætlunina og mögu- leikum í framtíðinni. Rakel Garðarsdóttir stofnandi Vakandi, samtök sem vilja auka vitundarvakningu um sóun matvæla, fjallar um hvað neytandinn getur gert sjálfur til að draga úr sóun. Fulltrúar í aðgerðarhópnum nefna valin atriði úr áætlunni. Umræður og ábendingar. Aðgerðirnar 42 verða aðgengilegar á fundinum. Kaffi á könnunni – allir velkomnir. UMHVERFIS- OG SKIPULAGSSVIÐ REYKJAVÍKURBORGAR Borgartúni 12-14 www.reykjavik.is – sími 411 1111 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA „Eðlilegast væri að læknar væru ekki að semja við sjúklinga um ávísanir á ávanabindandi lyf. Þeir hafa ávísunarréttinn og þar með ábyrgðina. Ef þeir telja sjúk- ling vera að fara fram á eitthvað sem þeir telja ekki eiga við, þá felur rétturinn í sér þá skyldu að segja nei,“ segir Ingunn Björns- dóttir, dósent í félagslyfjafræði við Óslóarháskóla, um frétt frá lyfjateymi Embættis landlæknis í fyrri viku. Verð á töflunni Í fréttinni segir að lyfjateymið, sem sinnir eftirliti með ávísunum ávanabindandi lyfja, hafi skilað inn tillögum um breytt viðmiðun- arverð til að bæta ávísanir ávana- bindandi lyfja. „Til að sporna við óhóflegum ávísunum þessara lyfja er það tillaga teymisins að töfluverð sem flestra ávanabind- andi lyfja verði því sem næst óháð pakkningastærð.“ Þar segir jafnframt að eðlileg- ast væri að „læknar væru ekki settir í þá stöðu að semja við sjúk- linga um ávísanir ávanabindandi lyfja eftir því hvað þau kosta“, og til þeirra orða vísar Ingunn hér að ofan. Ingunn, sem sat í þessu sama lyfjateymi í um eitt og hálft ár, segir að þetta útspil standist ekki skoðun. „Enginn sjúklingur situr og karpar við lækni um skráð verð á lyfinu. Sjúklingarnir lesa ekki verðskrána og hafa fæstir hugmynd um að hún sé til,“ segir Ingunn. Á villigötum Um tillöguna segir Ingunn: „Þarna eru þeir á villigötum því að teymi landlæknis á Íslandi hefur ekkert að segja um verðákvarðanir stóru lyfjafyrirtækjanna. Fyrirtækin ráða því hvaða lyf þau sækja um að skrá á Íslandi og hvaða verð. Alls staðar á Norðurlöndunum eru minni pakkningar hlutfalls- lega dýrari en stærri, séu minni pakkningarnar yfir höfuð í boði. Afgreiðsla verðumsókna er á borði lyfjagreiðslunefndar sem fer eftir lögum og reglum þar um. Hún hefur ekki frítt spil heldur, svo að svona tilmæli breyta engu, hafa enga vigt eða áhrif.“ „Málið á viðkvæmu stigi“ Í fyrrnefndri frétt kemur ekki fram hvar tillögurnar voru lagðar fram. Það fæst heldur ekki gefið upp, en í skriflegu svari embættis- ins segir að „málið sé á viðkvæmu stigi en auk skriflegra tillagna hefur verið fundað með hlutaðeig- andi aðilum um málið.“ Ólafur B. Einarsson, sérfræð- ingur hjá landlækni og einn þriggja sem skipa teymið, segir að það sé ekki litið svo á að verðið sé sá þáttur sem skipti einn máli um það hversu miklu er ávísað af ávanabindandi lyfjum – erfitt sé að ákvarða hversu miklu máli verð- munur lyfja skiptir. Rétt sé að sá læknir sem ávísar lyfjunum beri ábyrgð á að ávísunin sé rétt, „en sú gagnrýni sem læknar fá vegna ávísana er oft óbilgjörn. Þeir eru oft í þeirri aðstöðu að sinna þörf- um fólks sem segir ekki allan sannleikann eða hreinlega gerir sér upp veikindi til að fá meira ávísað af lyfjum,“ segir Ólafur og bætir við að tillögurnar um verð lúti að því að afgreiðsla lyfja verði í hvert sinn miðuð að þörfum ein- staklings í það skiptið. „Ef allt væri eðlilegt kostaði pillan í minni pakkningum sama og pillan í þeirri stærri en í raun má velta fyrir sér hvort eðlilegt sé að sömu lögmál gildi um verð ávanabindandi lyfja og verð morg- unkorns,“ segir Ólafur. svavar@frettabladid.is Læknar stjórna neyslu – ekki verðið Magnbundið verð ávanabindandi lyfja hefur ekkert með ofnotkun þeirra að gera. Ábyrgðin liggur hjá læknum sem ávísa lyfjunum. Tillögur lyfjateymis landlæknis um verðbreytingar eru vindhögg, segir dósent í félagslyfjafræði og fyrrverandi starfsmaður teymisins. HÆTTULEG HJÁLPARHELLA Fullyrt er að ábyrgð læknisins sé alger, enda beri hann ábyrgðina á ávísunum lyfja. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES ■ Svefnlyfjanotkun hefur lengi verið mest á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Mesta notkun svefnlyfja á Íslandi er í flokknum Benzódíazepínskyld lyf. ■ Eitt af því sem gæti spilað inn í sölu lyfjanna er verð en munur á töfluverði í mismunandi pakkningum er verulegur. ■ Miðað við lyfjaverðskrá frá 2012 kostar 10 töflu pakkning um 1.310 krónur (131 kr. taflan) en 30 stykkja pakkn- ing kostar um 1.260 kr. (42 kr. taflan). ■ Þessi mikli verðmunur á pakkningum veldur því að mun meira er selt af 30 stykkja pakkningum sem er á margan hátt óeðlilegt miðað við það að lyfið er ekki ætlað til langvarandi notkunar. ■ Undir eðlilegum kringumstæðum ættu flestar ávísanir að vera af 10 stykkja pakkningum vegna þess að sérlyfja- skrá segir að meðferðin eigi að vera eins stutt og hægt er. ■ Svefnlyf eru ekki einu ávanabindandi lyfin með ólíkt töfluverð eftir stærð pakkninga. Á Íslandi er notkun svefn- lyfja, verkjalyfja, róandi- og kvíðastillandi lyfja og þunglyndislyfja sú mesta á Norðurlöndunum. Stiklað yfir frétt lyfjateymis landlæknis Svona tilmæli breyta engu, hafa enga vigt eða áhrif. Ingunn Björnsdóttir, dósent við Óslóarháskóla. KJARAMÁL Mikilvægt er að sátt náist um starfskjör fólks í aðildar- félögum BHM sem hjá Matvæla- stofnun starfar að lokinni kjara- deilu, þannig að tryggja megi hnökralausa starfsemi stofnun- arinnar gagnvart fyrirtækjum í landinu og samfélaginu í heild. Þetta segir í samantekt um starfsemina eftir að lög voru sett á verkfall náttúrufræðinga, mat- væla- og næringarfræðinga og dýralækna hjá stofnuninni um síð- ustu helgi. Starfsemin er sögð vera að færast í samt horf. „Fjöldi mála bíður hins vegar afgreiðslu og mun Matvælastofnun kappkosta að flýta fyrir afgreiðslu þeirra eins og kostur er,“ segir á vef Mast. Á næstu dögum og vikum muni þó mikið mæða á inn- og útflutn- ingsskrifstofu stofnunarinnar. Tekið er fram að mannafli skrif- stofunnar hafi verið aukinn til að flýta fyrir afgreiðslu. „Engu að síður má búast við einhverjum töfum miðað við eðlilegar aðstæð- ur.“ - óká AFFERMING Afgreiðsla á eftirlitsskyldum vörum inn í landið tefst meðan unninn er upp hali vegna verkfalla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Starfsemi Matvælastofnunar færist í samt horf: Þarf sátt um kjör 1 5 -0 9 -2 0 1 5 0 9 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 5 -9 2 3 8 1 6 2 5 -9 0 F C 1 6 2 5 -8 F C 0 1 6 2 5 -8 E 8 4 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.