Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.06.2015, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 22.06.2015, Qupperneq 16
22. júní 2015 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG HELGA ÁRNADÓTTIR sem lést 9. júní, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 23. júní kl. 15. Árni Kolbeinsson Sigríður Thorlacius Áslaug Árnadóttir Arnar Þór Guðjónsson Kolbeinn Árnason Eva Margrét Ævarsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓR VIGNIR STEINGRÍMSSON fv. yfirvélstjóri hjá Landhelgisgæslunni, Hlíðarhúsum 3, áður Arahólum 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 12. júní. Útförin verður gerð frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 15. Kristín Þórsdóttir Rannveig Þórsdóttir Þorsteinn Ólafs Lára Kristjánsdóttir Ólafur Kristinn Ólafs Soffía G. Jóhannesdóttir Andri Már Bjarnason, Daníel Þór Valdimarsson, Rebekka Rún Hjartardóttir, Þór Steinar Ólafs, Björg Magnea Ólafs, Kristján Már Ólafs, Halldóra Sigurlaug Ólafs, Magnea Jónína Ólafs og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem komu að aðhlynningu, og sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR MARÍU GRÍMSDÓTTUR Gullsmára 11, Kópavogi. Grímur Halldórsson Hildur M. Blumenstein Guðrún Ellen Halldórsdóttir Guðmundur Kr. Jóhannesson Ketill Arnar Halldórsson Jóhanna H. Oddsdóttir Hrafnhildur Halldórsdóttir Smári Ríkarðsson Halldór G. Björnsson barnabörn og fjölskyldur þeirra. MERKISATBURÐIR 168 f.Kr. Rómverjar sigra Makedóníumenn í orrustunni við Pydna. 1633 Kaþólska kirkjan neyðir Galíleó Galílei til að afneita sól- miðjukenningunni. 1906 Sænski fáninn er tekinn í notkun. 1911 Georg fimmti er krýndur konungur Bretlands. 1939 Íslenskt hitamet er sett á Teigarhorni í Berufirði. Hitinn mælist 30,5°C. 1941 Þýskaland ræðst inn í Sovétríkin í seinni heimsstyrjöld- inni. 1977 Hópferðabíll veltur í Biskups- tungum. Enginn slasast alvarlega. 1986 Maradona skorar mark með „hendi Guðs“ í leik gegn Englandi á heims- meistara- mótinu. 1990 Landamærastöð- in Checkpoint Charlie í Berlín er lögð niður. 2002 Jarðskjálfti sem mælist 6,5 á Richter verður 261 að bana í Íran. Stjörnufræðingurinn James Christie upp- götvaði Karon, stærsta fylgitungl Plútós, þennan mánaðardag fyrir 37 árum. Upp- götvunina gerði hann þegar hann var við störf í stjörnuathugunarstöð í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington. Karon er óvenjulega stórt fylgitungl miðað við dvergreikistjörnuna sem hann fylgir. Í raun er Karon svo stór að sumir stjörnufræðingar segja hann mynda tvídvergreikistjörnu með Plútó. Plútó hefur fjögur önnur fylgitungl til viðbótar við Karon. Nix og Hýdru sem fundust árið 2005, Kerberos sem fannst 2011 og Styx sem fannst 2012. Bandaríska gervitunglið New Horizons er nú á leið að Plútós og er reiknað með að ótrúlegar myndir af yfirborði dverg- reikistjörnunnar sem og fylgitunglum hennar muni berast og hefur NASA sagt spennuna sem ríkir í aðdraganda komunnar til Plútós svipaða því þegar fyrstu myndir af yfirborði Mars bárust árið 1965. - þea ÞETTA GERÐIST: 22. JÚNÍ 1978 Stærsta fylgitungl Plútós uppgötvað Vísindaskóli unga fólksins verður sett- ur í Háskólanum á Akureyri í fyrsta skipti í dag og stendur yfir fram á föstudag. Skólinn, sem er áþekkur Háskóla unga fólksins sem er í umsjón Háskóla Íslands, er ætlaður börnum frá ellefu til þrettán ára. „Skólinn er að byrja á mánudaginn og allir rosalega spenntir. Kennarar eru búnir að æfa sig og eru tilbúnir að taka á móti krökkunum,“ segir Sig- rún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skólans. Unga fólkið fær að kynnast ýmsum greinum sem kenndar eru við skólann og hafa viðbrögðin við skólanum farið fram úr öllum væntingum. Nemendur munu fá að sitja fyrirlestra og fram- kvæma tilraunir. „Við höfum fengið ótrúlega jákvæð viðbrögð frá samfélaginu á Akur- eyri. Það eru allir til í að leggja sitt af mörkum og hjálpa til. Þetta er með skemmtilegri verkefnum sem ég hef unnið,“ segir Sigrún. Hugmyndin að skólanum er sögð koma að utan en fjölmargir evrópsk- ir háskólar bjóða börnum upp á nám í svipuðu formi og nú verður gert í Háskólanum á Akureyri. Áherslan er lögð á að kynna nem- endum sem flestar námsbrautir háskólans á lifandi og áhugaverðan hátt. Með því er ætlunin að opna augu nemenda fyrir fjölbreytninni sem er í boði á háskólastigi á Akureyri. Auk þess er miðað að því að tengja skólann betur við nærsamfélagið á staðnum. Alls skráðu áttatíu og fimm börn sig til náms og fengu færri inngöngu en vildu. Kynjahlutfall við skólann verð- ur nokkuð jafnt, fjörutíu og fimm drengir og fjörutíu stúlkur. thorgnyr@frettabladid.is Vísindaskóli unga fólksins settur í dag Nú er í fyrsta skipti boðið upp á skólavist í Vísindaskóla unga fólksins sem settur verður í dag. 85 nemendur eru skráðir í skólann. Áhersla námsins er að kynna ungu nemend- unum hið fj ölbreytta nám sem býðst við Háskólann á Akureyri. ÁHUGASÖM Áttatíu og fimm nemendur eru skráðir til náms við Vísindaskóla unga fólksins sem er settur í dag. MYND/HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Við höfum fengið ótrúlega jákvæð viðbrögð frá samfélaginu á Akureyri. Það eru allir til í að leggja sitt af mörkum og hjálpa til. Þetta er með skemmtilegri verkefnum sem ég hef unnið. Sigrún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Vísindaskóla unga fólksins. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 0 9 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 4 -1 F E 8 1 6 2 4 -1 E A C 1 6 2 4 -1 D 7 0 1 6 2 4 -1 C 3 4 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.