Fréttablaðið - 22.06.2015, Page 18

Fréttablaðið - 22.06.2015, Page 18
FÓLK| www.sagamedica.is Sæktu styrk í íslenska náttúru Úr heilsubrunni íslenskrar náttúru SagaMemo Angelica Voxis fyrir minnið fyrir aukna orku fyrir sáran háls SagaPro færri salernisferðir Púðana vann ég úr gömlum gard-ínum, blúndudúkum og ýmiss konar gömlum tölum sem féllu til. Ég bæði viða að mér og fæ gefins ýmis- legt frá vinum mínum, eitthvað sem þeir annars myndu henda. Mér finnst mikil- vægt að nýtilegir hlutir fái framhaldslíf,“ segir Hulda Björg Baldvinsdóttir, bókari og handverkskona. „Á tímabili tók ég að safna að mér gallabuxum og saumaði svo úr þeim svuntur. Nú er ég að sníkja af vinum mínum aflóga bómullarboli. Mig langar að klippa þá niður og hekla úr þeim mottur,“ segir hún og viðurkennir að henni falli sjaldan verk úr hendi. „Mig vantar helst tíma til að koma öllu í framkvæmd sem mér dettur í hug. Ég hef klippt niður blúndugardínur og saumað utan um stórar glerkrukkur og sett kerti ofan í þær og einnig heklað utan um þær og nýtt þannig afganga af garni. Ég er tíður gestur í Góða hirð- inum og hef undanfarið safnað að mér myndarömmum. Ég ætla að mála þá og búa mér til fjölskyldumyndavegg. Við eigum hús fyrir vestan, á Flateyri, og þar ætla ég að setja upp myndirnar,“ segir hún. Hulda segir fólk allt of gjarnt á að henda hlutum og fatnaði sem vel væri hægt að nýta á einhvern hátt. Sjálf hafi hún alist upp við að nýta alla hluti. „Mér finnst ofboðslega mikil sóun í gangi en þó er fólk að átta sig á því að jörðin ber okkur ekki með þessu áframhaldi. Pabbi minn passaði alla tíð vel upp á alla hluti og ég hef reynt að gera það líka. Haldið til haga því sem er nýtilegt. En ég safna þó ekki fötum af sjálfri mér, ég gef þau áfram til þess að hægt sé að nota þau meðan þau eru nýtileg. Ég á í ástar-haturs- sambandi við plast, tek með mér poka undir ávextina út í búð aftur og aftur og reyni að grípa með mér fjölnota poka þegar ég fer að versla. Svo reyni ég að setja ekki plast- poka utan um mat ef ég get sett hann í dollur og dósir sem ég á fyrir. Mér finnst mikilvægt að fólk hendi ekki því sem enn er nýtilegt heldur gefi það frekar áfram til einhvers sem getur gert eitthvað úr því.“ En fer ekki mikið pláss á heimilinu undir allt þetta handverk? „Jú, jú, auðvitað, en ég er með rúm- góða geymslu,“ segir Hulda kankvís. „Ég fer einnig með mikið af því sem ég bý til í Handverkshúsið Purrku á Flateyri. Purrka er opin á sumrin og ég hef verið að vinna þar þegar ég er fyrir vestan. Þar er handverksfólk með ýmiss konar verk, gler, útskorið tré, málverk og mikið prjónles. Fólk sem kíkir við talar sér- staklega um hve úrvalið sé fjölbreytt.“ ÓÞARFI AÐ HENDA HANDVERK Hulda Björg Baldvinsdóttir vill helst ekki sjá á eftir nýtilegum hlutum í ruslið. Hún endurnýtir gamlar flíkur og muni og gefur þeim nýtt líf. NÝTT ÚTLIT Gamalt tréverk fær nýtt líf eftir yfirhalningu. GAMLAR BUXUR FÁ NÝTT HLUTVERK Gallabuxur endur- nýttar á sniðugan hátt. ENDURNÝTING Hulda Björg er tíður gestur í Góða hirðinum og leitar uppi hluti sem hún frískar upp á. VILL ENGU HENDA Hulda Björg Baldvinsdóttir er mikil handverkskona og er umhugað um endurvinnslu. MYND/VALLI 1 5 -0 9 -2 0 1 5 0 9 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 4 -B 4 0 8 1 6 2 4 -B 2 C C 1 6 2 4 -B 1 9 0 1 6 2 4 -B 0 5 4 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.