Fréttablaðið - 22.06.2015, Side 20
KYNNING − AUGLÝSINGÞvottur MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 20152
Margrét segir að lengi hafi vantað svona bók en það hafi hún fundið í kennslu
sinni í Hússtjórnarskólanum. „Ég
fann að það vantaði svona leiðbein-
ingar. Fólk var alltaf að spyrja mig
um hitt og þetta. Bókin nýtist öllum,
sérstaklega þeim sem eru að byrja
að búa. Það er svo margt sem fólk
kann ekki, til dæmis í sambandi við
þvottinn. Algengt er að fólk blandi
allavega lituðum þvotti saman og
allt kemur grátt eða bleikt úr vélinni.
Svo eru margir sem kunna ekki að
strauja skyrtur,“ segir Margrét.
Hún bendir á að í verslunum sé
mikið úrval af alls kyns ræstiefn-
um og fólk sé ráðvillt þegar kemur
að þeim kaupum. „Ég kenni fólki að
velja það einfaldasta, ódýrasta og
umhverfisvænasta,“ segir hún. „Það
er óþarfi að úða sterkum efnum um
allt hús.“
Einfaldar reglur
Margrét segir að það sé ekkert
leiðin legt að þrífa heimilið, eins og
sumum finnist. „Það er svo gaman
að sjá árangurinn. Þar fyrir utan
þarf fólk að vera skipulagt og best
að þrífa jafnóðum í stað þess að
standa á haus um helgar. Frekar að
njóta helganna en þrífa aðra daga.
Þegar gengið er frá þvottinum jafn-
óðum verður þetta allt miklu ein-
faldara. Það er ekkert sniðugt að
kaupa fallegt borð í stofuna en svo
er það alltaf þakið hreinum þvotti,“
segir hún.
Þegar hún er spurð hversu oft
þurfi að skúra gólfin, segir hún það
misjafnt eftir heimilum og hvern-
ig sé gengið um. „Ef maður er með
litla stráka sem pissa út fyrir þarf að
skúra baðherbergisgólfið mun oftar
en þar sem engin börn eru. Einnig
þarf að skúra eldhúsgólfið oftar en
stofugólfið fyrir utan að maður á
ekki mikið að bleyta parkett. Frek-
ar að strjúka yfir með rökum klút.
Í bókinni auðvelda ég fólki lífið við
hreingerningarnar.“
Margt hefur breyst
Hreingerningar hafa breyst mikið
í áranna rás. „Þegar konur voru
heimavinnandi þrifu þær heimilið
á meðan eiginmaðurinn vann úti.
Þær gerðu miklar hreingerningar
fyrir jól og á vorin, skiptu út glugga-
tjöldum og allir veggir voru þrifnir
hátt og lágt. Allt var tekið út úr skáp-
um og viðrað utandyra að minnsta
kosti tvisvar á ári. Þetta heyrir sög-
unni til. Nú hjálpast hjón að við
heimilisþrif, enda bæði útivinn-
andi og jólahreingerningar þekkj-
ast varla lengur.
Allt í drasli
Margrét var með vinsæla sjónvarps-
þætti, Allt í drasli, á sínum tíma og
fékk mikil viðbrögð við þeim. „Það
var voða gaman að vera með þessa
þætti og yndislegt að geta hjálpað
fólki. Stundum verður draslið svo
mikið að það verður óyfirstígan-
legt. Þess vegna er best að gera þetta
jafnóðum og hafa röð og reglu á
hlutunum.
Þetta er fyrsta bók Margrétar
sem gefur lesendum fjölmörg gagn-
leg húsráð um leið og hún leiðbein-
ir um eitt og annað. „Þetta er fín og
sæt bók með teiknuðum myndum,“
segir hún.
Margrét léttir fólki
heimilisþrifin
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, var
að senda frá sér bókina Allt á hreinu, sem er leiðbeinandi bók fyrir þá sem
vilja ná betri tökum á skipulagi og ræstingum á imilinu.
Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans, leiðbeinir konum og körlum um allt
er viðkemur heimilisþrifum og umgengni í nýrri bók. MYND/ERNIR
ÁN OFNÆMISVALDANDI EFNA
EINS OG ILM- OG LITAREFNA.
MILT FLJÓTANDI
ÞVOTTAEFNI
NÝTT
S
VANSVOT TUÐ
VA
R
A
Ég kenni fólki að
velja það
einfaldasta, ódýrasta og
umhverfisvænasta.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
0
9
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
5
-6
A
B
8
1
6
2
5
-6
9
7
C
1
6
2
5
-6
8
4
0
1
6
2
5
-6
7
0
4
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K