Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.06.2015, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 22.06.2015, Qupperneq 21
KYNNING − AUGLÝSING Þvottur22. JÚNÍ 2015 MÁNUDAGUR 3 Meðalending þvottavéla frá Miele eru 10.000 vinnu-stundir. Hálfdán Guð- mundsson, verslunarstjóri hjá Eir- vík, segir hönnun vélanna sameina þrautreynda gæðastaðla og nýj- ustu tækni sem skili framúrskar- andi þvottahæfni og áreiðanleika. „Miele vélarnar eru framleiddar eins og gert var í gamla daga, það er að segja, inni í þeim er stálgrind svo vélarnar eru um 100 kíló að þyngd og færast ekkert úr stað. Tromlan er úr ryðfríu stáli og utan um hana er belgur einnig úr stáli. Það gerir það að verkum að enginn sveppagróður og leiðinleg lykt myndast í vélunum frá Miele.“ Vaxkökmynstur í tromlum vélanna „Hjá Eirvík erum við með sjö, átta og níu kílóa vélar. Í þeim öllum er vaxkökumynstruð tromla sem fer afar vel með fötin. Götin á troml- unni eru lítil svo efnislítill fatn- aður eins og blússur eða skyrtur þrýstist ekki út í gegnum götin í þvotti og slitnar því ekki eins hratt. Þá myndast vatnsfilma við þeyti- vindu, líkt og gerist þegar bílar fljóta ofan á malbiki í rigningu, svo núningurinn við tromluna verð- ur minni. Flíkurnar haldast fínar miklu lengur.“ Sjálfvirk skömmtun á þvottaefni Sjö kílóa vélin er vinsælust að sögn Hálfdáns, sígild vél á góðu verði, með íslensku stjórnborði og íslensk- um leiðarvísi. Átta og níu kílóa vélarnar eru stútfullar af tækninýjungum. Þær hafa meðal annars sérstök bletta- hreinsikerfi og forstraujun með gufu í lok hvers þvottar, svo fatnað- urinn kemur ekki eins krumpaður úr vélinni. Í átta og níu kílóa vélunum er einnig sjálfvirk skömmtun á þvotta- efni, Twin Dos kerfi fyrir þvottaefni í fljótandi formi. „Magn á þvottaefni fer eftir vatnshörkunni og hana er hægt að stilla inn á vélunum,“ segir Hálfdán. „Á Íslandi er mjúkt vatn, það þarf að stilla inn og þá tekur vélin inn minni sápuskammt í samræmi við það og eins eftir því hversu þvottur- inn er óhreinn. Stærri vélarnar eru einnig með Cap Dos kerfi. Þá eru sérstök sápu- hylki með sérhæfðum þvottaefnum sett í sápuhólfið. Hvert hylki er fyrir einn þvott og í boði er t.d. þvottaefni fyrir íþróttafatnað, dún, ull o.fl.“ Sérþróað þvottaefni frá Miele Miele hefur þróað sitt eigið þvotta- efni í takt við þvottakerfi vélanna til að ná hámarksárangri. Miele þvottaefnin innihalda einungis virk efni og engum fylliefnum er bætt við. Þau eru ofnæmisprófuð og umhverfisvæn að sögn Hálfdáns. „Þetta er hágæða þvottaefni, og af því þarf minna en af mörgum öðrum þvottaefnum á markaðnum til að fá sömu úrlausn. Miele þvotta- efnin henta allri fjölskyldunni, allt niður í kornabörn, og þá er mjög lít- ill ilmur af efninu.“ Í Miele þvottaefnalínunni er duft fyrir hvítan þvott en í fljótandi formi fyrir litaðan þvott, ull, silki, dún og íþróttafatnað. „Íþróttaþvottaefnið er afar skil- virkt sérstakalega fyrir Dry Fit fatn- að og hreinsar burt alla lykt,“ segir Hálfdán. „Þá eigum við einnig þvottaefni fyrir Goritexfatnað og sérstakt vatnsþéttiefni til að setja í síðasta skolkerfið og lengja þannig líftíma Goritexefnanna.“ Minna slit og sléttari þvottur úr þurrkurum frá Miele Hjá Eirvík fást einnig þurrkarar frá Miele, sjö, átta og níu kílóa. Meðal- ending þurrkaranna eru 7.500 vinnustundir. Þeir eru hljóðlát- ir, með rakaþétti og tímaskjá. Þá er tromlan hönnuð með svipaðri tækni og tromlur þvottavélanna. „Á þvottavélunum snúa horn- in á sexhyrningnum í vaxköku- mynstrinu út í tromlunni svo vatnið komist auðveldlega út en í þurrkurunum snýr sexhyrning- urinn út. Þannig myndast loft- púði sem varnar því að núning- ur myndist við tromluna,“ útskýr- ir Hálfdán. „Átta og níu kílóa þurrkararn- ir eru útbúnir nýrri tækni, varma- skipti sem gerir það að verkum að þeir þurfa minna rafmagn en sjö kílóa þurrkarinn. Þá eru átta og níu kílóa þurrkararnir útbún- ir gufukerfi sem minkar allar krumpur. Í þeim er einnig sérstakt kerfi fyrir útivistarfatnað.“ Betri ilm í tauið „Þar sem vatnið er mjúkt á Íslandi er ekki þörf á að nota mýkingar- efni í þvottinn, nema til að fá betri ilm. Hægt er að er að kaupa ilm- hylki í Miele þurrkarana en Miele framleiðir þrjá mismunandi ilmi: kókos, nature og aqua ilm.“ Nánari upplýsingar má finna á www.eirvik.is Miele þvottaefnin henta allri fjölskyldunni, allt niður í kornabörn. Minna slit og sléttari þvottur Hálfdán Guðmundsson, verslunarstjóri hjá Eirvík segir Miele þvottavélarnar sameina nýjustu tækni og gamalreynda hönnun. Ryðfrítt stál varni því að lykt myndist í þvottavélunum og vaxkökumynstruð tromla stuðli að endingarbetri fatnaði. Sérþróað þvottaefni Miele skili hámarksárangri í hverjum þvotti og sé auk þess ofnæmisprófað og umhverfisvænt. Miele hefur þróað sitt eigið þvottaefni í takt við þvottakerfi vélanna til að ná hámarksárangri. Í átta og níu kílóa vélunum er einnig sjálfvirk skömmtun á þvottaefni, TwinDos kerfi fyrir þvottaefni í fljótandi formi. Hálfdán Guðmundsson, verslunarstjóri hjá Eirvík, segir Miele þvottavélarnar og þurrkarana skila hámarksárangri. MYND/GVA 1 5 -0 9 -2 0 1 5 0 9 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 5 -C D 7 8 1 6 2 5 -C C 3 C 1 6 2 5 -C B 0 0 1 6 2 5 -C 9 C 4 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.