Fréttablaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGÞvottur MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 20154
Það þarf ekki að setja mikið þvottaefni í vélina til að þvotturinn verði hreinn.
Margir gera þau mistök að setja
allt of mikið þvottaefni en það er
slæmt fyrir vélina ef sápan freyð-
ir mikið. Þvotturinn verður ekk-
ert hreinni með meiri sápu.
Setjið alltaf dök kar f l íkur
saman í vélina til að halda litn-
um á þeim. Ekki setja svartar
gallabuxur í þurrkara. Aldrei
skal setja ljósar f l íkur með
dökkum. Regla sem allir eiga að
kunna. Einnig er gott að muna
að betra er að hafa rennilása
lokaða í vélinni. Hins vegar eiga
skyrtur að vera óhnepptar.
Enn ein reglan er sú að setja
ekki of mikið í vélina. Ef vélin
er of full þvær hún verr auk þess
sem fötin geta lyktað illa.
Flokkun á þvotti
Gott ráð fyrir stórar fjölskyld-
ur er að hafa tvær þvottakörfur,
aðra fyrir dökkar f líkur og hina
fyrir þær ljósu. Ef gott skipulag
er á þvottahúsinu verður þvott-
urinn miklu auðveldari og mik-
ill tími sparast. Síðan getur verið
ágætt að hafa eina sérstaka körfu
fyrir íþróttafatnað sem þarf að
þvo oft.
Það er leiðinleg t að raða
saman mörgum pörum af sokk-
um eftir þvott og svo eru stakir
sokkar óþolandi. Ágætt ráð til
að bæta úr þessu er að hver fjöl-
skyldumeðlimur hafi sitt eigið
þvottanet fyrir sokka. Óhrein-
ir sokkar fara í netpokann sem
fer síðan í þvottavélina og þurrk-
ara. Síðan verður það hlutverk
eiganda pokanna að brjóta sína
sokka saman og ganga frá ofan í
skúffu. Það er líka gott að setja
sokkabuxur í netpoka. Nauð-
synlegt er að setja brjósthaldara
í slíkan poka til að koma í veg
fyrir að spöngin skemmi þvotta-
vélina en margir hafa lent í slík-
um vandamálum.
Reynið að venja ykkur á að
brjóta hreinan þvott saman strax
og setja inn í skáp. Það er svo
ánægjulegt þegar því starfi er
lokið. Heilu staf larnir af hreinu
taui á stofuborðinu eru ekki til
prýði og f lestum til ama.
ATHUGIÐ!
Gleymið ekki að tæma alla vasa
áður en f líkurnar fara í þvotta-
vélar. Margir hafa eyðilagt far-
síma í þvottavélum. Þá er ekki
skemmtilegt að fá blek úr penna
í þvottinn.
Algeng mistök við þvottinn
Þótt flestum finnist einfalt að þvo þvott er samt ýmislegt sem gæta þarf að. Það er svekkjandi ef dýr fatnaður skemmist í
þvottavélinni. Til dæmis er ekki mælt með að nudda blett í fötum, það getur skemmt flíkina.
Að þvo þvott er einföld aðgerð í sjálfu sér en vex þó mörgum í augum. Best er að ráðast í verkefnið með jákvæðum augum og klára
það samdægurs.
Garðhúsgögn láta á sjá eins og aðrir hlutir, jafnvel þótt þau séu
tekin inn á veturna. Oft er nóg að þrífa húsgögnin en oftast þarf að
bera á þau til að fríska þau upp.
Best er að geyma viðarhúsgögn innandyra yfir vetrarmánuði.
Það þarf engu að síður að þrífa þau á vorin og af og til yfir sumar-
ið. Viðarhúsgögn eru viðkvæm fyrir rigningu, vindum og sól. Með
tímanum verður viðurinn grár auk þess sem hann getur sprungið.
Ekki spúla viðarhúsgögn með háþrýstivatnsdælu, segja sér-
fræðingar, því krafturinn í vatninu getur skemmt viðinn. Notið
mjúkan bursta, vatn og mildan þvottalög til að fara yfir húsgögn-
in ef þau eru skítug. Oft er nægilegt að nota einungis vatnið úr
garðslöngunni. Ef bera á olíu á húsgögnin þurfa þau að vera alveg
hrein og þurr. Stundum þarf að nota sérstakan viðarhreinsi. Með
góðri meðhöndlun endast húsgögnin lengur. Í raun er best að
bera olíu á húsgögnin tvisvar á ári. Ef komnir eru blettir í viðinn
þarf að nota sandpappír til að ná þeim burt.
Plasthúsgögn þarf líka að þrífa. Hægt er að nota volgt vatn og
þvottalög til að þrífa þau. Ef þau eru orðin illa farin getur verið
best að nota bílasjampó. Það dugar vel á plastið.
Garðhúsgögnin þrifin
Garðhúsgögnin þarfnast viðhalds eins og flest annað.
Kolalaus og hljóðlát
Bosch þvottavél
Á fáránlega góðu verði!
Bosch
WAP 28498SN
8 A
Hámarksvinduhraði 1400 sn./mín.
h ð á ur k a aus s arn nn m r
Si n riv m ð 10 ára á r ð.
S rk r nk r d kkur v ur sk r ur í r a a naður
m s u k r 1 mín. h ðv rndark r A
ðav un andaður v ur viðkv m /si ki u .
S á r insandi v a nish .
ari P r H að s a mann ða
s ara rku á v ak r um án ss að að k mi
niður á v ah ni.
ið virka da a rá k . 11 18.
Tilboð: 119.900 kr.
Fullt verð: 157.900 kr.
8
1
5
-0
9
-2
0
1
5
0
9
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
5
-E
1
3
8
1
6
2
5
-D
F
F
C
1
6
2
5
-D
E
C
0
1
6
2
5
-D
D
8
4
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K