Fréttablaðið - 22.06.2015, Síða 54

Fréttablaðið - 22.06.2015, Síða 54
22. júní 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 22 500 g kjúklingalundir frá Rose Poultry 1 dl Hunt’s Hickory & Brown Sugar BBQ Sauce 70 g furuhnetur 1 msk. tamarisósa spínat 1 rauð paprika, skorin í strimla 1 gul paprika, skorin í strimla ½ rauðlaukur, skorinn í fína strimla kokteiltómatar, skornir í tvennt avókadó, skorið í sneiðar jarðarber, skorin í tvennt gráðaostur (má sleppa) BBQ-salatsósa 1 dl Hunt’s Hickory & Brown Sugar BBQ Sauce 1 dl matreiðslurjómi Kjúklingalundum og BBQ-sósu blandað saman í skál og kjúklingurinn látinn marínerast í 30 mínútur. Að því loknu er hann grillaður þar til hann er eldaður í gegn. Furuhnetur eru þurrristaðar á pönnu við miðl- ungsháan hita þar til þær eru komnar með gylltan lit. Þá er tamarisósu hellt yfir og steikt áfram í 30 sekúndur en gætið að hræra stöðugt eftir að tamarisósan er komin á pönnuna. Hneturnar eru þá teknar af pönnunni og lagðar til hliðar. Til þess að gera BBQ-salatsósuna blandið þið BBQ-sósu og matreiðslurjóma saman í potti og hitið að suðu. Látið sjóða við vægan hita í 5 mín- útur. Blandið saman spínati, paprikum, rauðlauk, kokteiltómötum og avókadó í stórri skál eða á fat. Grillaðar kjúklingalundir eru lagðar yfir, þar næst er gráðaostur mulinn yfir og að lokum er ristuðum furuhnetum stráð yfir salatið. Salatið er skreytt með jarðarberjum og borið fram með BBQ-dress- ingunni. Uppskrift fengin af Ljufmeti.com Kjúklingasalat með einfaldri BBQ-salatsósu Það er gott að byrja vikuna á staðgóðu salati og þetta kjúklingasalat tekur enga stund að reiða fram. Svakalegt stuð á Secret Solstice LEYNIGESTUR Busta Rhymes var vel tekið af gestum hátíðarinnar en hann kom fram á laugardagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ VAKTI LUKKU Söngkonan Kelis var í góðum gír þegar hún kom fram á föstudags- kvöld. Tónlistarhátíðin fór fram með pompi og prakt í Laugardalnum um helg- ina. Margt var um mann- inn og virtust gestir skemmta sér stórvel. Meðal atriða voru leyni- gesturinn Busta Rhymes, Wu-Tang Clan, Kelis, Hercules & Love Aff air, FKA Twigs auk fj ölda íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita. GÓÐ STEMNING Bent kom fram og virtust gestir Secret Solstice ánægðir með hann. KÍKT Í POTTINN Þessir herramenn svömluðu alsælir í fjögurra metra háu bjórglasi sem var á tónleikasvæðinu. FALLTURN Það voru þó nokkrir sem skelltu sér í fallturninn sem staðsettur var á tónleikasvæðinu. TRYLLT STEMNING FM Belfast sköpuðu góða stemningu á tónleikum sínum á laugardagskvöld. Á HÁHESTI Þessar dömur brugðu sér á háhest til þess að fá betri yfirsýn yfir tón- leika svæðið. Í GEGNUM SKÓG Hátíðarsvæðið var skemmtilegt og gestir gengu í gegnum stíga í skógi til að fara á milli sviða. MANNMERGÐ Það var talsverður fjöldi sem fylgdist með tónleikum Kelis. LÍFIÐ 1 5 -0 9 -2 0 1 5 0 9 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 5 -B 9 B 8 1 6 2 5 -B 8 7 C 1 6 2 5 -B 7 4 0 1 6 2 5 -B 6 0 4 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.