Fréttablaðið - 10.08.2015, Side 15
Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands og fyrr-verandi dansari við Íslenska
dansflokkinn, hefur alltaf haft mikinn
áhuga á ýmiss konar hönnun, listum
og menningu. Þótt dansinn hafi orðið
ofan á þegar hann var yngri segir hann
að vel hafi komið til greina að læra
húsgagnasmíði eða innanhússhönnun.
Guðmundur keypti fyrstu íbúðina sína
árið 1998 en hún er við Barónsstíg í
Reykjavík. „Ég hef gert íbúðina upp og
breytt reglulega undanfarin ár en flest
öll hönnun og vinna í tengslum við þær
breytingar koma frá mér.“
ER EINHVER SÉRSTAKUR STÍLL EÐA
MERKI SEM ÞÚ ERT HRIFINN AF?
Ég hef áhuga á hönnun og skoða mikið
fallega hluti. Um leið spái ég í því hvern-
ig þeir eru gerðir því hluti af áhugasviði
mínu er að hanna og smíða sjálfur. Ég
hef samt ekki verið mikið að eltast við
ákveðin merki eða stíl því notagildi
skiptir mig mestu máli þegar kemur að
húsgögnum og að þau þjóni tilgangi
sínum sem best.
HVAÐ VAR ÞAÐ FYRSTA SEM
ÞÚ KEYPTIR INN Á HEIMILIÐ
SEM SKIPTI MÁLI?
Ég myndi segja að það væri borðstofu-
settið mitt sem ég keypti rétt eftir að
ég var búinn að ganga frá kaupsamn-
ingnum. Það var í raun fyrsti hluturinn
sem ég keypti sem markaði upphafið að
mínum stíl. Fram að því var maður bara
í alls konar dóti héðan og þaðan. Borð-
stofusettið var svolítið fullorðins.
EF ÞÚ ÆTTIR AÐ LÝSA HEIMILI
ÞÍNU Í STUTTU MÁL, HVERNIG
MUNDIR ÞÚ GERA ÞAÐ?
Ég held það sé best að vitna í fólk
sem heimsækir mig og notar orð eins
og kósý og hlýlegt. Ég blanda saman
gömlu og nýju ásamt nokkrum sérsmíð-
uðum hlutum svo úr verður hin fínasta
blanda.
ÁTTU ÞÉR EINHVERN
UPPÁHALDSHLUT Á HEIMILINU?
Ætli það verði ekki að vera borðstofu-
settið góða. Ég fór á stúfana eftir hús-
gögnum og rakst á borðstofusettið í
NOTAGILDIÐ
SKIPTIR MÁLI
HANDLAGINN Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands, gerir
íbúð sína reglulega upp og breytir til. Hann eltist ekki við ákveðin merki eða
stíl því notagildi skiptir hann mestu máli og að húsgögn þjóni tilgangi sínum.
BÓLSTRAÐUR STÓLL
Guðmundur skellti sér
á bólstrunarnámskeið
og bólstraði þennan
hægindastól. MYND/GVA
FYRIRLESTUR UM FORNAR PLÖNTUR
Sérstök sýning á tegundum og ættum plantna sem fundist
hafa við fornleifarannsóknir á klausturjörðum hér á landi
verður opnuð í Urtagarðinum við Nesstofu á Seltjarnarnesi
á fimmtudag. Per Arvid Åsen, grasafræðingur frá Noregi,
heldur fyrirlestur kl. 19.30. Fyrirlesturinn er öllum opinn.
MATSVEINN – MATARTÆKNIR
HEILSA OG MATUR
Matsveina- og matartæknanám er fyrir þá sem starfa eða vilja
starfa á fiski- og flutningaskipum, mötuneytum vinnustaða,
heilbrigðis- og menntastofnunum
www.MK.IS
Upplýsi nga r hjá
Baldri Sæmundssyni
í síma 594 4000 eða á
baldur.saemundsson@mk.i s
Innritun stendur yfir
0
9
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:1
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
A
F
-2
2
4
4
1
5
A
F
-2
1
0
8
1
5
A
F
-1
F
C
C
1
5
A
F
-1
E
9
0
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K