Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2015, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 14.10.2015, Qupperneq 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 4 0 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r M i ð v i k u d a g u r 1 4 . o k t ó b e r 2 0 1 5 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 HRÆÐILEGT úrval af HRYLLILEGUM vörum fyrir HREKKJAVÖKU Búningar, fylgihlutir, borðbúnaður, skraut Finndu okkur á Fréttablaðið í dag skoðun Róbert H. Haraldsson  fjallar um áfengisfrumvarpið. 13 sport Strákarnir misstu af efsta sætinu. 14 lÍfið Gekk með handritið í mag- anum í nokkra mánuði. 24 plús 2 sérblöð l fólk l  heilsurækt *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Segja dóminn kalla á breytingar á lögum Þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli kallar á endurskoðun refsiramm- ans, að mati formanns allsherjar- og menntamálanefndar. Þingmaður Pírata segir Alþingi bera ábyrgð á þunga refsinga í fíkniefnamálum og vill breytingar. Löggjafinn hefur tekið þá ákvörðun að refsa mjög þungt fyrir það að smygla ólöglegum vímu- efnum til landsins og það er meðvituð ákvörðun og ætti ekki að koma neinum á óvart. Helgi Hrafn Gunnarsson, alþingismaður viðskipti Gífurlega söluaukning hefur orðið á herrafötum undan- farin misseri. Frá árinu 1998 hefur sala á herrafötum úti um allan heim aukist um 70%. Ráðgjafarfyrirtækið Bain & Co áætlar að karlar kaupi 40% af lúxusvörum heimsins. Skjöldur Sigurjónsson, annar eig- andi Kormáks og Skjaldar, segir að sala fylgihluta hafi aukist að undan- förnu. „Það er alltaf eitthvað. Það var þverslaufuæði um tíma og svo komu sokkar. Menn eru núna meira með töskur en áður. Þeir kaupa sér því vandaðar töskur undir fartölvur og svoleiðis,“ segir Skjöldur. – sg / sjá Markaðinn Meiri sala á herrafötum dægurMál Skemmtistaðir birgja sig nú upp af áfengi vegna yfirvofandi verkfalls starfsmanna Vínbúðanna Einhverjir þeirra hyggjast bjóða upp á lengri „happy hour“, til að mæta þörfum viðskiptavina. „Við ætlum að hafa lengra „happy hour" í ljósi verkfallsins og munum panta talsvert meira af áfengi,“ segir Geoffrey Þór Karl Hunting- don-Williams sér um reksturinn á Prikinu. kak , glp / sjá síðu 26 Búa sig undir verkfall ÁTVR Starfsmaður Reykjavíkurborgar hreinsar burt regnbogann sem prýddi Skólavörðustíginn í sumar. „Þetta var hreint listaverk,“ segir Jóhann Jónsson eigandi Ostabúðarinnar við Skólavörðustíg. Hann vill gjarnan fá regnbogann aftur á næsta ári en þá megi passa upp á að hann verði ekki háll líkt og þetta árið. Fréttablaðið/steFán dóMsMál „Ef það eru uppi einhver álitamál um hvort lagaramminn sé réttur þá verðum við að endurskoða það,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og mennta- málanefndar Alþingis, um refsi- stefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum. Nýfallinn dómur yfir Mirjam Foekje van Twuijver hefur vakið umtalsverða athygli, sér í lagi sökum þess að hann er þyngsti dómur sem dæmdur hefur verið í fíkniefnamáli hér á landi. „Þegar það er verið að fullnýta rammann í þessi brot og fram koma einstaklingar með alvarlegri brot, hvaða refsingu munu þeir þá hljóta? Við eigum auðvitað að hafa skoðun á þessu og við gerum það með því að ákveða hvernig lagaramminn lítur út og hann á þá að rúma allt.“ Hún segir að fylgst sé með aðgerðum innan- ríkisráðuneytisins fyrst um sinn. Mirjam og sautján ára dóttir hennar fluttu inn tuttugu kíló af fíkniefnum frá Hollandi. Í tösku Mir- jam fundust rúm níu kíló af amfeta- míni en í tösku dóttur hennar voru tíu kíló af MDMA. Mirjam var ekki meðvituð um fíkniefnin í tösku dóttur sinnar en um leið og lög- regla greindi henni frá þeim sýndi Mirjam samstarfsvilja en meðal annars nefndi hún það fólk sem flækti hana inn í málið fyrir lögreglu og dómi. Helgi Hrafn Gunnarsson, þing- maður Pírata, tekur undir með Unni Brá um að endurskoða þurfi refsiramm ann og segir mikinn hljómgrunn fyrir því. Ramminn refsi frekar fórnarlömbum fíkniefnabrota og einkennist af dómhörku og óða- goti. „Mér þykir það alveg einsýnt,“ segir hann. „Löggjafinn hefur tekið þá ákvörðun að refsa mjög þungt fyrir það að smygla ólöglegum vímu- efnum til landsins og það er með- vituð ákvörðun og ætti ekki að koma neinum á óvart. Þetta er það sem Alþingi og að veigamiklum hluta samfélagið líka, því miður, ákvað að gera til að sporna við vímuefna- neyslu.“ – srs, snæ / sjá síðu 10 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 B F -7 4 1 0 1 6 B F -7 2 D 4 1 6 B F -7 1 9 8 1 6 B F -7 0 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 3 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.