Fréttablaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 10
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Ein þýðingarmesta námsgreinin í lagadeildum háskól-anna fjallar um réttarheimildir. Með því hugtaki er átt við þann efnivið sem má nota til að komast að
niðurstöðu í lögfræðilegum álitamálum. Þar er fjallað um
hverjar réttarheimildir séu og hvar þær sé að finna. Sett lög
eru auðvitað þýðingarmesta og skýrasta réttarheimildin.
Í stjórnarskránni er skýrlega kveðið á um að dómendur
skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum.
Til annarra heimilda þarf svo einatt að grípa þegar settum
lögum sleppir, og eru þar til taldar lögjöfnun, réttarvenja,
eðli máls og fordæmi svo dæmi séu tekin.
Ekki hef ég á æviferli mínum í lögfræðinni, fyrr en þá núna,
orðið var við að tiltakanlegur ágreiningur væri um þessi meg-
inatriði í aðferðafræði lögfræðinnar. Nú virðist slíkur ágrein-
ingur hins vegar kominn upp, eða hvað? Haldið er fram þeim
kenningum að eitthvað allt annað en hefðbundnar réttar-
heimildir eigi að koma til sögunnar við úrlausn lögfræði-
legra ágreiningamála. Dómstólarnir eigi að vera skipaðir
dómurum sem talist geta „þverskurður af fólkinu í landinu“.
Ekki verður betur séð en þessi torkennilega krafa feli í sér
ósk um að dómstólar starfi eftir einhvers konar mælingu á
viðhorfi almennings til úrlausnarefnanna, þó að ekki sé þá
jafnframt tekið fram hvort það eigi að vera viðhorfið fyrir
eða eftir hádegi, svo hverful og breytileg sem slík ætluð við-
horf eru.
Tryggvi Gíslason gerist talsmaður þessara viðhorfa, nú
síðast í Fréttablaðinu sl. föstudag. Um leið sendir hann mér
kveðjur og telur mig halda fram „sjónarmiðum úreltrar lög-
speki þar sem talið var að lög væru óskeikul guðs lög en ekki
mannasetningar“. Hvar í ósköpunum hefur maðurinn fengið
tilefni til þess að segja þetta um skoðanir mínar?
Málflutningur Tryggva helgast af því að hann vill falla
vissum hluta lesenda í geð. Sumir kalla þetta lýðskrum.
Þrátt fyrir allt sem miður fer í okkar ófullkomna samfélagi
tel ég mig geta fullyrt að viðhorf Tryggva Gíslasonar um geð-
þóttann í stað laganna mun ekki ná viðurkenndri fótfestu
á næstunni í íslenskri lagaframkvæmd, þó að þau kunni
svo sem að hafa raunveruleg og óheimil áhrif á einstakar
dómsúrlausnir.
Nýjar kenningar um
réttarheimildir?
Jón Steinar
Gunnlaugsson
lögfræðingur
Ekki verður
betur séð en
þessi tor-
kennilega
krafa feli í
sér ósk um
að dóm-
stólar starfi
eftir ein-
hvers konar
mælingu á
viðhorfi al-
mennings til
úrlausnar-
efnanna...
Aðeins örfáar sýningar:
Sun. 18. okt . kl . 13.00
Sun. 1. nóv. kl . 13.00
Sun. 15. nóv. kl . 13.00
Sun. 22. nóv. kl . 13.00
Barnasýning ársins
Sproti ársins
Gríman 2015
- DV - S.J. Fréttablaðið
Vinnubrögð
af þessu tagi
gera þol-
endum
ofbeldis afar
erfitt með að
rjúfa víta-
hringinn sem
þeir búa við á
hverjum degi.
Og þau gera
það líka að
óárennilegum
kosti að leita
til lögreglunn-
ar í viðleitni
sinni til að
sækja sér
skjól og vörn.
Forgangsröðun ráðherra
Illugi Gunnarsson, ráðherra
menntamála, mætti á ráðstefnu um
læsi barna í Háskólanum á Akur-
eyri um helgina. Fjölmenni sótti
ráðstefnuna til að ræða um læsi.
Menntamálaráðherra setti auðvitað
tóninn fyrr í haust þegar hann setti
umræðu um læsi á dagskrá. Því
voru margir sem sóttu ráðstefnuna
óánægðir með forgangsröðun ráð-
herrans. Í stað þess að eiga orðastað
við sérfræðinga sem hann hafði
gagnrýnt á sínum tíma, hélt hann
fimmtán mínútna framsögu. Eftir
það rauk ráðherra á dyr til þess að
ná flugi suður til höfuðborgarinnar.
Hann átti víst bókað sæti á landsleik
í knattspyrnu.
Öllum að óvörum
Þau undur og stórmerki gerðust
í gær að forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, tilkynnti
þjóðinni ekki hvort hann hygðist
bjóða sig fram áfram til embættis.
Þjóðin sat límd við viðtækin þegar
Ólafur spjallaði við Sigurjón M.
Egilsson í þættinum Sprengisandi
á Bylgjunni. Flestir bjuggust við því
að Ólafur, sem hefur ekki gefið fjöl-
miðlum kost á viðtali við sig mjög
lengi, myndi tilkynna um áform
sín í þættinum – enda aðeins tæpt
ár í kosningar. Ólafur kom öllum
að óvörum þegar hann sagðist ekki
vera búinn að ákveða sig. Merkilegt
– þar sem hann er almennt vanur
að vera svo afdráttarlaus um þessa
ákvörðun – í þau fjögur skipti sem
hann hefur tekið hana. Eða ekki.
sveinn@frettabladid.is
fanney@frettabladid.is
Frá degi til dags
Antoine Hrannar Fons er ungur maður sem sýndi mikið
hugrekki þegar hann kom opinberlega fram í viðtali við
Viktoríu Hermannsdóttur í helgarblaði Fréttablaðsins.
Um langt skeið var Antoine Hrannar beittur grófu and-
legu og líkamlegu ofbeldi af sambýlismanni sínum og á
þessum tíma brást hann við eins og svo margir þolendur
heimilisofbeldis og leitaði í sífellu aftur þangað sem hann
var kvaldastur.
Heimilisofbeldi, bæði andlegt og líkamlegt, er sérdeilis
erfiður vítahringur að rjúfa fyrir þolendur. Eðli málsins
samkvæmt eiga gerandi og þolandi sér sameiginlega sögu
og eru bundnir böndum á ótalmörgum sviðum daglegs lífs.
Saga Antoines Hrannars er því ekkert einsdæmi heldur
þvert á móti lýsandi fyrir þau bönd sem binda þolendur
heimilisofbeldis við gerendur. Og oftar en ekki þurfa þol-
endur mikla hjálp til þess að losa þessi bönd og komast burt
frá gerendum heimilisofbeldis.
Þegar heimilisofbeldi er annars vegar þá er óneitanlega
langalgengast að konur séu þolendur og karlar gerendur.
Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að heimilisofbeldi spyr
hvorki um stétt né stöðu. Það er að finna í öllum lögum
samfélagsins og innan hinna ólíkustu heimila. Þetta vita
yfirvöld fullvel og því er ábyrgðin alltaf ein og sú sama: Yfir-
völdum ber að koma þolendum heimilisofbeldis til hjálpar
með öllum tiltækum ráðum innan ramma laganna. Án
undantekninga.
Að ákæra liggi óhreyfð í bunka á borði lögreglumanns
svo mánuðum skiptir er óafsakanlegt með öllu. Að lögreglu-
menn skutli blóðugum þolanda heimilisofbeldis aftur af
heim og skilji hann eftir hjá ofbeldismanninum er með
hreinum ólíkindum. Auðvitað er ekkert hægt að fullyrða
um ástæðu þess að svo skyldi fara. Hvort það megi rekja til
þess að hér var á ferðinni karlmaður sem varð fyrir ofbeldi
karlmanns, eða að lögreglan sé svo undirmönnuð að svo
mikilvæg mál komist ekki í verk eða hver sem ástæðan er
þá sér hver heilvita manneskja að þetta er ekki í lagi.
Vinnubrögð af þessu tagi gera þolendum ofbeldis afar
erfitt að rjúfa vítahringinn sem þeir búa við á hverjum
degi. Og þau gera það líka að óárennilegum kosti að leita
til lögreglunnar í viðleitni sinni til að sækja sér skjól og
vörn. Þessu þarf að breyta. Árið 2011 voru samþykkt hér
lög, kennd við austurrísku leiðina, sem gera lögreglunni
heimilt að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum sínum. Lög
sem er ætlað að styrkja réttarstöðu þolenda ofbeldis og þá
sérstaklega heimilisofbeldis. En lögin eru ekki mikils virði
ef það að framfylgja þeim byggir á geðþóttaákvörðunum
sem eru jafnvel teknar undir miklu álagi.
Innanríkisráðherra verður að sjá til þess að farið verði
vandlega ofan í saumana á þessum málum. Ferlar þurfa
að vera skýrir og afdráttarlausir, kærur að vinnast af fag-
mennsku og öryggi og umfram allt þarf að sjá til þess að
öllum þolendum sé tryggður stuðningur og öryggi til fram-
búðar. Því án undantekninga verðum við sem samfélag að
leita allra leiða til þess að uppræta allt ofbeldi, óháð því
hversu stór og sterkur þolandinn er hverju sinni.
Þangað leitar
klárinn …
1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 M Á N U D A G U r10 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð
SKOÐUN
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
C
0
-0
8
3
0
1
6
C
0
-0
6
F
4
1
6
C
0
-0
5
B
8
1
6
C
0
-0
4
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
1
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K