Fréttablaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 6
Búist til loftárása á skógarelda
StjórnSýSla Ef ákvörðun um
skipan dómara á að vera í höndum
annarra en ráðherra væri eðlilegast
að stjórnarskrárbreyting kæmi til.
Enda ber ráðherra ábyrgð á stjórn
arframkvæmdum öllum samkvæmt
stjórnarskrá. Þetta segir Hafsteinn
Þór Hauksson, dósent við lagadeild
Háskóla Íslands. „Ef fólk kemst að
þeirri niðurstöðu að þessi ákvörð
un eigi ekki að vera í höndum póli
tíkusa, að ráðherra eigi ekki að vera
að vasast í þessu, þá verða menn að
gera miklu meiri grundvallarbreyt
ingar,“ segir Hafsteinn.
Karl Axelsson hefur verið skip
aður hæstaréttardómari. Dómnefnd
mat Karl hæfastan en aðrir umsækj
endur voru Ingveldur Einarsdóttir,
starfandi hæstaréttardómari, og
Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi
dómari við Mannréttindadómstól
Evrópu.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra
sagði á Alþingi í síðustu viku að fullt
tilefni væri til að endurskoða reglur
um skipan dómara. Hafsteinn Þór
sat í nefnd um nýtt millidómsstig.
Hann segir að nefndin hafi einnig
kynnt ráðherra tillögu að reglum
um skipan dómara, bæði á nýju
millidómsstigi en líka á öðrum
stigum.
Sú tillaga felur í sér að nefnd
skili umsögn um hæfi umsækjenda
svo ráðherra geti tekið upplýsta
ákvörðun. Ráðherrann ákveður
svo hver hlýtur skipun og í tilfelli
hæstaréttardómara skal bera þá
ákvörðun undir Alþingi. „Í rauninni
kæmu þá báðir handhafar ríkis
valdsins, aðrir en dómsvaldið sjálft,
að skipun í dómaraembættið,“ segir
Hafsteinn. Hann segir ástæðulaust
að vantreysta Alþingi. Til dæmis
sé reynslan af því að Alþingi kjósi
umboðsmann Alþingis góð.
Í núverandi kerfi skilar nefndin
umsögn um það hver hæfasti ein
staklingurinn í embættið er. Ráð
herra er bundinn af ákvörðun
nefndarinnar nema að hann fái
stuðning þingsins til að breyta
henni. „Við töldum eðlilegast að
valdið til að taka ákvörðun um það
hverjir taka sæti í dóminum væri
í höndum þess sem ber ábyrgð á
ákvörðuninni, þannig að ekki sé
skilið á milli ábyrgðar og valds.
Núverandi kerfi gerir það í raun,“
segir Hafsteinn. Nefndin bindi
hendur ráðherrans, en ráðherrann
beri ábyrgðina, bæði lagalega og
pólitíska.
Skúli Magnússon, formaður Dóm
arafélags Íslands, segir það afstöðu
félagsins að ef gerðar verði breyting
ar á kerfinu þurfi að vanda til verka.
Slíkar breytingar krefjist umræðu og
samráðs. Hann segir að skoða megi
aukna aðkomu þingsins að þessum
ákvörðunum. „En ef þingið á að
hafa meira um skipun dómara að
segja þá verður að hugsa það mál
mjög vandlega, hvernig sú aðkoma
á að vera og hvernig þingið ætlar að
taka á því máli. Vegna þess að auð
vitað er mikil hætta á að sú umræða
myndi fara um víðan völl og myndi
hafa neikvæð áhrif á ásýnd og trú
verðugleika dómskerfisins.“
jonhakon@frettabladid.is
Vald og ábyrgð á skipaninni fari saman
Dósent í lögfræði vill að ráðherra og Alþingi komi saman að skipan dómara. Eigi valdið við skipan dómara að vera hjá nefnd en ekki
hjá ráðherra þá þurfi stjórnarskrárbreyting að koma til. Ráðherra hefur sagt fullt tilefni til að endurskoða reglur um skipan dómara.
Ef þingið á að hafa
meira um skipun
dómara að segja þá verður
að hugsa það mál mjög
vandlega, hvern-
ig sú aðkoma
á að vera.
Skúli Magnússon,
formaður Dómara-
félags Íslands
ViðSkipti Stjórn Volkswagen hélt
fyrir helgi krísufund þar sem rætt var
um hvernig ætti að taka á dísilsvindl
inu sem komst upp fyrir rúmum
tveimur vikum.
Volkswagen tilkynnti á föstu
dag innkallanir á bílum í janúar. Um
er að ræða 11 milljónir dísilbifreiða.
Enn er ekki vitað hver áhrif
svindlsins verða hér á landi. Þar
sem ekki er um koltvísýringslosun
að ræða er óvíst að tollurinn muni
innheimta ógreidd bifreiðagjöld.
Umboðsaðilinn Hekla vill ekki gefa
upp sölutölur bifreiða frá Volks
wagen hér á landi. Því er óljóst hvort
hafi dregið úr sölu á bílum fyrir
tækisins hér á landi eftir að svindlið
komst upp. – sg
Greina ekki frá
sölutölum hér
umhVerfiSmál Sigrún Magnúsdótt
ir, umhverfis og auðlindaráðherra,
ætlar á yfirstandandi þingi að leggja
fram frumvarp um stefnumótun
og gerð skipulags á haf og strand
svæðum við Ísland. Ástæðan er sú að
eftirspurn eftir fjölbreyttri nýtingu
þessara svæða fer stöðugt vaxandi.
Þetta kom fram í setningarræðu
Sigrúnar á Umhverfisþingi á föstu
dag, en hún sagði að hingað til hefði
skort á heildstæða sýn yfir starfsemi
á haf og strandsvæðum við landið.
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
gerði skipulag á haf og strand
svæðum einnig að umtalsefni í sínu
erindi.
„Það er skrítið að hafa skipulag
fyrir landið, þar sem sveitarfélögin
þurfa að gera aðalskipulag fyrir
gríðarstór landsvæði, en þú mátt
ekki fara lengra en 115 metra frá
stórstraumsfjöruborði. Eftir það er
fjörðurinn, víkin eða flóinn einfald
lega ekki á vegum sveitarfélagsins.
Sveitarfélag getur ákveðið að fjörður
skuli vera frátekinn fyrir ferðaþjón
ustu, og þar skuli ekki vera iðnaður
eða önnur starfsemi, en þá eru önnur
batterí sem geta ákveðið að inni á
firðinum skuli vera fiskeldiskvíar –
sem eru góðar til síns brúks og mikil
vægar í uppbyggingu í fiskeldi. En
það er skrítið að það skuli ekki vera
samhengi í þessum málum,“ sagði
Halldór og vísaði til þess að Sam
band sveitarfélaga hefði farið þess á
leit við ráðherra umhverfismála að
ríki og sveitarfélög vinni að málinu í
sameiningu. – shá
Vill skipulag á haf- og strandsvæðum
Fiskeldisfyrirtæki getur fengið leyfi í firði sem sveitarfélag hefur ráðgert að nýta til
ferðaþjónustu. Fréttablaðið/Jón Sigurður
Ástralir hlaupa undir bagga vegna skógarelda á Súmötru í Indónesíu, en stjórnvöld þar kljást þessa dagana við einhverja mestu elda sem þar hafa
verið kveiktir ólöglega. Ástralska sendiráðið í Djakarta birti í gær þessa mynd af flugvél sem senda á til Súmötru. Fréttablaðið/EPa
Stjórnmál Guðbjartur Hannesson,
þingmaður Samfylkingarinnar,
hlaut Félagshyggjuverðlaun Ungra
jafnaðarmanna við slit landsþings
hreyfingarinnar í gær.
Í ræðu Ingu Bjarkar Bjarnadóttur,
málefnastýru Ungra jafnaðar
manna, sagði hún Guðbjart meðal
annars einn gegnheilasta jafnaðar
mann sem fyrirfyndist. Hann hefði í
verkum sínum, jafnt sem þingmaður
og ráðherra, verið vakinn og sofinn
í baráttunni fyrir félagslegu réttlæti.
Guðbjartur gat vegna veikinda
ekki veitt verðlaununum viðtöku,
en það gerði fyrir hans hönd Helgi
Hjörvar, þingflokksformaður Sam
fylkingarinnar. – ga
Veittu verðlaun
á landsþingi
1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 m á n u D a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
C
0
-B
E
E
0
1
6
C
0
-B
D
A
4
1
6
C
0
-B
C
6
8
1
6
C
0
-B
B
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
1
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K