Fréttablaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 28
Bílbelti fyrir hunda
Það er truflandi fyrir ökumann að hafa hund lausan í bíln-
um, beinlínis hættulegt. Hundurinn á ekki að hanga út um
gluggann, klifra yfir farþega eða bílstjórann þegar bíllinn er
á ferð. Til eru vönduð bílbelti fyrir hunda sem allir hundaeig-
endur ættu að eiga. Það tryggir öryggi allra í bílnum. Flest-
ar gæludýrabúðir selja bílbelti en einnig er hægt að skoða
þau á erlendum netverslunum. Beltin eiga að vera vönduð,
enda eiga þau að koma í veg fyrir meiðsl á hundinum ef bíll-
inn lendir í árekstri. Það er því ekkert öðruvísi að velja bílbelti
fyrir hund eða barnabílstól. Öryggið á að vera í fyrirrúmi og
hundinum á að líða vel með beltið.
Vegalengdir
Á heimasíðu Vegagerðarinnar,
vegagerd.is, eru birtar töflur
yfir leiðir frá ýmsum stöðum
á landinu. Brottfararstaðir frá
einstökum landshlutum eru
valdir og síðan er hægt að finna
út hversu langt þarf að aka á
ákveðna staði á landinu. Yfir tvö
hundruð staðir eru í boði. Með
því að smella á vegalengd í
töflunni má sjá sundurliðun leiðar
á vegi/vegnúmer. Þetta getur
verið mjög þægilegt fyrir þá sem
þurfa að vera komnir á einhvern
stað á ákveðnum tíma. Einnig má
sjá á töflunni helstu kennileiti á
þessari ákveðnu leið. Ef farið er
vesturleiðina til Akureyrar er ekið
um Hvalfjarðargöng, yfir Borgar-
fjarðarbrú, Holtavörðuheiði,
Vatnsskarð og Öxnadalsheiði á
leiðinni frá Reykjavík.
Ástand athugað
Mikilvægt er að kanna ástand
dekkja reglulega svo fyllsta
öryggis sé gætt enda dekkin
það eini hluti ökutækisins sem
snertir jörð. Fylgjast þarf með sliti
í munstri en veggrip dekkjanna
minnkar þegar munstrið eyðist
upp. Slétt dekk bjóða hætt-
unni heim. Dýpt mynsturraufa í
dekkjum má ekki vera minni en
1,6 mm.
Loftþrýstingur í dekkjum hefur
einnig áhrif á snertiflöt dekkja og
veggrip og má hvorki vera of lít-
ill, of mikill né mismunandi milli
dekkja undir bílnum. Sami þrýst-
ingur þarf að vera í báðum fram-
dekkjum og sami þrýstingur í
báðum afturdekkjum. Það fer
eftir tegund dekkja hversu mik-
ill þrýstingurinn á að vera. Upp-
lýsingar um réttan loftþrýsting
fyrir þá tegund dekkja sem um
ræðir er að finna í handbók bíls-
ins. Ef ekki ætti að leita aðstoðar
starfsfólks á dekkjaverkstæði eða
á skoðunarstöð. Öll dekkin þurfa
að vera sömu gerðar undir bílum
sem eru 3.500 kg eða minna.
Heimild fib.is
Veldu margverðlaunuð finnsk gæðadekk sem eru sérstaklega
hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða
ein öruggustu dekk sem völ er á
ítrekað valin bestu dekkin í gæðakönnunum
breitt úrval nagla-, vetrar- og heilsársdekkja
eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla
Skoðaðu dekkjaleitarvélina á MAX1.is
MAX1 býður 20% afslátt af hágæða Nokian dekkjum og hluti söluágóða
rennur til Krabbameinsfélagsins
SENDUM UM ALLT LAND
Flutningur með Flytjanda
500 kr. hvert dekk
Bíldshöfða 5a, Reykjavík
Jafnaseli 6, Reykjavík
Dalshrauni 5, Hafnarfirði
(Knarrarvogi 2, Reykjavík
Ath. ekki dekkjaþjónusta)
Aðalnúmer:
515 7190
Opið:
Virka daga kl. 8-17
Laugardaga: sjá MAX1.is
Fáðu 20% afslátt af
NOKIAN dekkjum og styrktu
Bleiku slaufuna um leið
Max1_BleikaSlaufan_4x30_20150914_END.indd 1 12.10.2015 14:04:51
13. október 2015 ÞrIÐJUDAGUr8 Vetrardekk
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
C
0
-7
9
C
0
1
6
C
0
-7
8
8
4
1
6
C
0
-7
7
4
8
1
6
C
0
-7
6
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
1
1
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K