Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2015, Blaðsíða 11

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2015, Blaðsíða 11
Spurningakeppni átthagafélaganna F.v. Jónas Ragnarsson, Skúli Þór Jónasson, Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir, Ragnar Jónasson og formaður félagsins og drifkraftur spurningakeppninnar, Rakel Björnsdóttir. Frændurnir Skúli Þór Jónasson og Ragnar Jónasson ásamt Jónasi Ragnarssyni. Sjónvarpsupptaka af keppninni en sjónvarpsstöðin ÍNN tók upp alla keppnina. Þjóðlagahátíðin verður að þessu sinni haldin dagana 1.-5. júlí 2015. Yfirskrift hátíðarinnar er Fagurt syngur svanurinn, en samnefnt þjóðlag skráði Bjarni Þorsteinsson eftir Rannveigu Gísladóttur í Skarðdal við Siglufjörð. Lúðrasveitin Svanurinn kemur á hátíðina og heldur tónleika ásamt Hundi í óskilum, góðir norrænir gestir koma frá Finnlandi, Noregi og Danmörku auk þess sem bandarískur fiðlusnillingur Jamie Laval heldur tónleika með skoskri þjóðlagatónlist. Sjá nánar á folkmusik.is. Fagurt syngur svanurinn Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 2015 Á þjóðlagahátíðínni í fyrra var frönsk tónlist í fyrirrúmi. Hér leikur Heiða Björg Jóhannsdóttir með hljómsveit sinni Klezmer Kaos frá París. Mynd: GÓ Lið Siglfirðingafélagsins varð í öðru sæti í Spurningakeppni átthagafélaganna árið 2015 en liðið tapaði með einu stigi fyrir Átthagafélagi Vestmannaeyinga í Reykjavík í hörkuspennandi úrslitakeppni 17-16. Alls kepptu 19 átthagafélög í keppninni að þessu sinni. Lið félagsins skipuðu þau Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir, Jónas Ragnarsson sem jafnframt var liðsstjóri, Ragnar Jónasson og Skúli Þór Jónasson. Spurningakeppni átthagafélaganna var sýnd á Sjónvarpsstöðinni ÍNN og er hægt að finna þættina þar fyrir þá sem misstu af keppninni. 564 5255 ÞRÍR FRAKKAR café & restaurant Baldursgötu 14, Reykjavík sími 552 3939 Opið virka daga 11.30-14.30 og 18.00 - 23.30 Opið um helgar frá 18.00 - 23.30 netfang: frakkar@islandia.is Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar Sérréttir Ferskir sjávarréttir og hvalkjöt Valtýr Sigurðsson hrl. LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA Réttingaverkstæði Jóa hóf starfsemi sína árið 1998. Árið 2009 stækkaði verkstæðið og býður nú upp á fullkominn tækjabúnað s.s. sprautuklefa frá OMIA, tvö innusvæði með sogi, réttingabekki frá CAR-O-LINER og bílalakk frá Sikkens. Nú er Jói kominn með bílaverkstæði Dalvegur 16a - 201 Kópavogur - 564 5520 GE IR A- BA KA RÍ BO RG AR NE SI

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.